Innlent

2+1 vegur skynsamlegri en tvöföldun

Einn reyndasti vegaverkfræðingur landsins undrast þá ákvörðun stjórnvalda að byggja hraðbraut til Selfoss og Borgarness. Hann segir mun skynsamlegra að gera svokallaðan tvö plús einn veg, þannig væri hægt að fækka banaslysum og auka umferðaröryggi á vegum landsins.

Rögnvaldur Jónsson, verkfræðingur starfaði hjá Vegagerðinni í meira en fjörtíu ár en hann lét af störfum þar í fyrra. Hann telur óskynsamlegt að byggja tvo plús tvo veg til Selfoss og Borgarness. Miklu nær sé að byggja tvo plús einn veg til þessara staða. Rögnvaldur að hægt væri að nota þá 15 milljarða sem myndu sparast við það í að auka umferðaröryggi á vegum landsins.

Rögnvaldur kallar eftir rökstuðningi stjórnvalda fyrir því að byggja hraðbraut til Selfoss og Borgarness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×