Innlent

2 Guns Baltasars hefur halað inn meira en 12 milljarða

Elimar Hauksson skrifar
Baltasar getur verið ánægður með þessa miklu aðsókn á myndina
Baltasar getur verið ánægður með þessa miklu aðsókn á myndina mynd/wireimage
Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks 2 Guns, sem skartar Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðahlutverkum, hefur rofið hundrað milljona dollara múrinn.

Vefsíðan Box Office Mojo hefur birt upplýsingar um tekjur myndarinnar en hún hefur nú halað inn 104 milljónum Bandaríkjadala eða rúmum tólf milljörðum íslenskra króna. Meira en líklegt er að með þessu sé Baltasar fyrsti Íslendingurinn til að þéna meira en 100 milljónir dollara á einu listaverki og verður það teljast töluvert afrek.

Til þess að setja tölurnar í samhengi má benda á að tekjur af myndinni eru svipaðar en þó nokkuð hærri en tekjuáhrifum svokallaðs bankaskatts er ætlað að hafa á slitastjórnir föllnu bankanna. Rétt er að hafa í huga að myndin er ennþá sýnd í bíóhúsum og því eru allar líkur á að tekjurnar fari hækkandi.

2 Guns var frumsýnd í sumar og hefur myndin hefur hlotið lof gagnrýnenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×