2.0 Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2016 07:00 Atburðarás stjórnmálanna síðustu daga hefur verið undarleg. Vægast sagt. Í gærkvöldi lauk henni – í bili að minnsta kosti, með tilkynningu um nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar sem mun taka við forsætisráðuneytinu af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, munu halda áfram samstarfi sínu, með svo gott sem óbreyttum hætti, fyrir utan brotthvarf Sigmundar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir hagfræðingur kemur ný inn í ríkisstjórnina fyrir hönd Framsóknar. Óljóst er í hvaða ráðherrasæti framsóknarmanna Lilja mun setjast. Ýmsir hafa efast um hvort hrókeringar, líkt og þær sem kynntar voru í gær, duga til að sefa þá reiðiöldu sem gengið hefur yfir þjóðfélagið frá því Panamaskjölin voru opinberuð og tengsl þriggja ráðherra við aflandsfélög staðfest með afar vandræðalegum hætti. Sigmundur, sem var í fyrstu í algjörri afneitun um eigin slæmu stöðu, gerði óheiðarlega og misheppnaða tilraun til að sprengja upp ríkisstjórnarsamstarfið í fyrradag, þegar hann án nokkurs samráðs reyndi að fá opna heimild frá forseta Íslands til að rjúfa þing til þess að nota til að þvinga Sjálfstæðisflokkinn til samstarfs við sig. Framsóknarflokknum var ekkert annað kleift en að snúa opinberlega baki við forsætisráðherra sínum, sem hann og gerði, og tilkynnti að hann vildi reyna að halda áfram samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir svik Sigmundar. Sjálfstæðisflokkurinn tók í raun við Framsóknarflokknum á hnjánum, þó að staða forystu Sjálfstæðisflokksins hafi síst verið betri en Framsóknar, þar sem fjórir sjálfstæðisráðherrar af sex hafa verið tengdir við spillingarmál á kjörtímabilinu. Ný ríkisstjórn Sigurðar Inga er í raun ríkisstjórn Sigmundar 2.0. Sigmundur mun halda áfram að gegna formannsembætti í flokki sínum, sem og sitja áfram sem óbreyttur þingmaður á Alþingi. Og í gær var upplýst að það var tillaga Sigmundar að Lilja kæmi inn í ríkisstjórnina. Lilja hefur verið ráðgjafi Sigmundar, sem er þekktur fyrir að hleypa afar fáum að sér. Sigmundur verður formaður og fer þannig fyrir flokknum. Og Sjálfstæðisflokkurinn gerir engar athugasemdir. Eftir fordæmalausa hegðun samstarfsflokks í ríkisstjórn, svik, pretti og óheiðarleika, ekki aðeins í stjórnmálalegum skilningi heldur einnig siðferðislegum, virðist sjálfstæðismönnum sama þó að skuggaráðuneyti Sigmundar verði við stjórnvölinn. Engin marktæk rök styðja fullyrðingar um að ekki sé hægt að boða strax til kosninga. Engin fyrirliggjandi mál eru með þeim hætti að starfsstjórn gæti ekki lokið þeim áður en þing verður rofið. Síðustu dagar hafa verið farsakenndir. Leynifundir og óvissa hafa einkennt þá og óvíst er hvort ástandið í þjóðfélaginu muni nokkuð lagast þrátt fyrir þessa niðurstöðu. Nærtækasta dæmið um svo mikið baktjaldamakk og yfirgengilega dramatík er þegar sjálfstæðismenn mynduðu stjórn og Ólafur F. Magnússon var gerður að borgarstjóra. Spurningin er hvort þessi vegferð sé jafn mikið feigðarflan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun
Atburðarás stjórnmálanna síðustu daga hefur verið undarleg. Vægast sagt. Í gærkvöldi lauk henni – í bili að minnsta kosti, með tilkynningu um nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar sem mun taka við forsætisráðuneytinu af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, munu halda áfram samstarfi sínu, með svo gott sem óbreyttum hætti, fyrir utan brotthvarf Sigmundar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir hagfræðingur kemur ný inn í ríkisstjórnina fyrir hönd Framsóknar. Óljóst er í hvaða ráðherrasæti framsóknarmanna Lilja mun setjast. Ýmsir hafa efast um hvort hrókeringar, líkt og þær sem kynntar voru í gær, duga til að sefa þá reiðiöldu sem gengið hefur yfir þjóðfélagið frá því Panamaskjölin voru opinberuð og tengsl þriggja ráðherra við aflandsfélög staðfest með afar vandræðalegum hætti. Sigmundur, sem var í fyrstu í algjörri afneitun um eigin slæmu stöðu, gerði óheiðarlega og misheppnaða tilraun til að sprengja upp ríkisstjórnarsamstarfið í fyrradag, þegar hann án nokkurs samráðs reyndi að fá opna heimild frá forseta Íslands til að rjúfa þing til þess að nota til að þvinga Sjálfstæðisflokkinn til samstarfs við sig. Framsóknarflokknum var ekkert annað kleift en að snúa opinberlega baki við forsætisráðherra sínum, sem hann og gerði, og tilkynnti að hann vildi reyna að halda áfram samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir svik Sigmundar. Sjálfstæðisflokkurinn tók í raun við Framsóknarflokknum á hnjánum, þó að staða forystu Sjálfstæðisflokksins hafi síst verið betri en Framsóknar, þar sem fjórir sjálfstæðisráðherrar af sex hafa verið tengdir við spillingarmál á kjörtímabilinu. Ný ríkisstjórn Sigurðar Inga er í raun ríkisstjórn Sigmundar 2.0. Sigmundur mun halda áfram að gegna formannsembætti í flokki sínum, sem og sitja áfram sem óbreyttur þingmaður á Alþingi. Og í gær var upplýst að það var tillaga Sigmundar að Lilja kæmi inn í ríkisstjórnina. Lilja hefur verið ráðgjafi Sigmundar, sem er þekktur fyrir að hleypa afar fáum að sér. Sigmundur verður formaður og fer þannig fyrir flokknum. Og Sjálfstæðisflokkurinn gerir engar athugasemdir. Eftir fordæmalausa hegðun samstarfsflokks í ríkisstjórn, svik, pretti og óheiðarleika, ekki aðeins í stjórnmálalegum skilningi heldur einnig siðferðislegum, virðist sjálfstæðismönnum sama þó að skuggaráðuneyti Sigmundar verði við stjórnvölinn. Engin marktæk rök styðja fullyrðingar um að ekki sé hægt að boða strax til kosninga. Engin fyrirliggjandi mál eru með þeim hætti að starfsstjórn gæti ekki lokið þeim áður en þing verður rofið. Síðustu dagar hafa verið farsakenndir. Leynifundir og óvissa hafa einkennt þá og óvíst er hvort ástandið í þjóðfélaginu muni nokkuð lagast þrátt fyrir þessa niðurstöðu. Nærtækasta dæmið um svo mikið baktjaldamakk og yfirgengilega dramatík er þegar sjálfstæðismenn mynduðu stjórn og Ólafur F. Magnússon var gerður að borgarstjóra. Spurningin er hvort þessi vegferð sé jafn mikið feigðarflan.