Innlent

20 metra löng afmælisterta

Jón Júlíus Karlsson skrifar
20 metra afmælisterta er í Tölvulistanum í tilefni að 20 ára afmæli fyrirtækisins.
20 metra afmælisterta er í Tölvulistanum í tilefni að 20 ára afmæli fyrirtækisins. Mynd/Tölvulistinn
Tölvulistinn fagnar 20 ára afmæli sínu um helgina. Af því tilefni tók bakaði Hafliði Ragnarsson úr Mosfellsbakaríi 20 metra afmælistertu fyrir um 2.000 manns sem búist er við að líti við í verslun Tölvulistans að Suðurlandsbraut 26. Fimm bakarar hafa í nokkra daga undirbúið gerð tertunnar sem vegur alls 250 kg.

„Afmælistertan er ein af vinsælustu súkkulaðitertunum okkar í Mosfellsbakaríi. Okkur þótti þetta mjög spennandi verkefni. Það er ekki á hverjum degi sem við bökum 20 metra kökur. Það liggur mikil vinna í að hanna kökuna og við ákváðum að setja hana upp eins og tímalínu þannig að hún endurspegli 20 ára sögu Tölvulistans,“ segir Hafliði.

Afmælishátíðin stendur alla næstu viku. Í tilefni afmælisins eru 100 tölvuvörur á sérstökum afmælisafslætti og 20 viðskiptavinir vinna 20.000 króna gjafabréf.

Gunnar Jónsson, sölu- og markaðsstjóri að röð hafi verið fyrir utan verslun Tölvulistans við Suðurlandsbraut í morgun enda mörg frábær tilboð í gangi. „Það hefur verið mikið fjör í dag og margar vörur á frábæru verði. Þetta hafa verið skemmtileg 20 ár. Þegar Tölvulistinn opnaði fyrir 20 árum þá var verslunin í litlu húsnæði fyrir ofan bílaþvottastöð í Sigtúni. Í dag er Tölvulistinn stærsta tölvuverslanakeðja landsins,“ segir Gunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×