Innlent

22 prósent fanga erlendir ríkisborgarar

Litla-Hraun
Litla-Hraun
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að hlutfall erlendra fanga í íslenskum fangelsum þann 1. maí síðastliðinn hafi verið 19 prósent og 22 prósent þann 13. maí. Árið 2001 voru 8 prósent fanga í íslenskum fangelsum erlendir ríkisborgarar.

Það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sem beindi fyrirspurn sinni til Ögmundar á Alþingi í dag.

Ögmundur sagði að þann 1. maí síðastliðinn hafi verið 30 fangar í íslenskum fangelsum, þar af voru 11 sem ekki voru búsettir á Íslandi. Þann 13. maí voru 35 erlendir fangar í íslenskum fangelsum, og fimmtán sem voru ekki búsettir á Íslandi.

Í svari Ögmundar kom fram að erlendum föngum sem voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi hafi fjölgað frá árinu 2001 til ársins 2008 en síðan hefur fjöldinn verið nokkuð stöðugur.

Ögmundur sagði að fjöldi erlendra fanga geti breyst á stuttum tíma og getur skipt máli hvaða dagsetningar eru hafðar til viðmiðunar.

„Það er gagnlegt að fá þessar upplýsingar, sem hæstvirtur ráðherra vísaði til, um að erlendum fögnum hefði farið fjölgandi frá árinu 2001, árinu sem Íslendingar urðu aðilar að Schengen,“ sagði Sigmundur um svar Ögmundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×