250 milljarða króna útgjöld án efnislegrar umræðu Frosti Ólafsson skrifar 10. júlí 2014 07:00 Skýr langtímastefna í efnahagsmálum og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Í kosningum virðist uppskriftin að árangri hins vegar frekar liggja í loforðum um töfralausnir og andstöðu við kerfisbreytingar. Vegna þessarar þversagnar fer lítið fyrir efnislegri umræðu um ýmsa kerfisgalla sem hafa mikil áhrif á efnahagslega frammistöðu. Þetta vandamál ristir sérstaklega djúpt á sveitarstjórnarstiginu enda er ábyrgðin dreifðari og stjórnmálamennirnir fleiri. Í nýafstaðinni kosningabaráttu var lítið fjallað um tækifæri til umbóta í rekstri sveitarfélaga eða framlag þeirra til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stefna stjórnmálaflokka í veigamiklum málaflokkum, s.s. skóla- og skattamálum, var jafnframt óskýr og lítið um afgerandi breytingartillögur á núverandi kerfi. Þetta er áhyggjuefni enda standa sveitarfélög fyrir nærri þriðjungi opinberra útgjalda, eða um 250 milljörðum króna. Ef nýta á opinbera fjármuni með skynsamlegum hætti er nauðsynlegt að dýpri efnisleg umræða eigi sér stað um helstu viðfangsefni sveitarfélaga. Liður í þeirri umræðu snýr að því hvort þau hafi yfirhöfuð stjórnskipulega burði til að framkvæma samræmdar umbætur undir núverandi fyrirkomulagi.Mikil tækifæri til umbóta Óbreytt staða væri bagaleg enda eru mikil tækifæri til umbóta á sveitarstjórnarstiginu. Sveitarfélög á Íslandi eru of mörg og fámenn. Í dag eru þau 74 talsins og þau minnstu telja rétt ríflega 50 íbúa. Smærri sveitarfélög hafa minni burði til að veita íbúum sínum fullnægjandi þjónustu og eru dýrari í rekstri. Þannig er stjórnsýslukostnaður á hvern íbúa rúmlega tvisvar sinnum hærri hjá sveitarfélögum með innan við 500 íbúa en hjá sveitarfélögum með 8.000 íbúa eða fleiri. Heildstæð áætlun sem miðar að fækkun og eflingu sveitarfélaga myndi spara fjármagn og bæta þjónustu. Grunnskólastigið á Íslandi er það óhagkvæmasta innan OECD. Útgjöld á hvern grunnskólanemanda eru hærri en útgjöld á hvern háskólanema sem er þveröfugt við það sem tíðkast annars staðar. Þrátt fyrir þetta er námsárangur grunnskólanema lakari en í grannríkjunum og kjör grunnskólakennara afleit. Ríflega fjórðungur útgjalda sveitarfélaganna fer í rekstur grunnskólastigsins og því til mikils að vinna. Til að leysa þennan vanda þarf að ráðast í heildstæða endurskoðun á grunnskólakerfinu. Veigamiklir skattstofnar sveitarfélaganna eru flóknir og ógagnsæir. Samanlagt má rekja um þriðjung skatttekna sveitarfélaganna til framlaga úr jöfnunarsjóði og fasteignaskatta. Framlög til jöfnunarsjóðs koma frá ríkissjóði og er útdeilt til sveitarfélaga samkvæmt afar flóknu og ógagnsæju fyrirkomulagi. Tekjur af fasteignasköttum byggja á fasteignamati sem er ákvarðað af Þjóðskrá Íslands samkvæmt óopinberri aðferðafræði. Einfaldara og gagnsærra fyrirkomulag hvað þessa skattstofna varðar er nauðsynlegt til að hægt sé að veita sveitarfélögum aðhald og eiga upplýstari umræðu um tekjuöflun þeirra. Hér eru aðeins dregin upp nokkur tækifæri af mörgum en þau eiga það öll sammerkt að fela í sér kröfu um samræmdar umbætur.Hvað er til ráða? Til að skapa sterkari forsendur fyrir umbótum eru ýmsar leiðir færar. Stærri sveitarfélög eru ekki aðeins hagkvæmari í rekstri heldur eru þau jafnframt líklegri til að standa undir kröfum um kerfisbreytingar. Lögboðnar lágmarksstærðir sveitarfélaga og fjárhagslegir hvatar til sameininga væru því heppilegar lausnir. Annar möguleiki fæli í sér aukið umboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til að innleiða kerfislægar umbætur á sveitarstjórnarstigi. Ef ekki er vilji til að beita slíkum aðferðum er fátt í stöðunni annað en að endurskoða verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Tilfærsla verkefna felur ekki í sér fullkomna lausn á áðurnefndum vanda stjórnmálanna. Það er engu að síður ljóst að getan til að ráðast í kerfisbreytingar er frekar til staðar þegar áhersla á nærhagsmuni er minnkuð. Aukin framleiðni og betri nýting fjármuna er grundvöllur lífskjarabóta til lengri tíma. Til að unnt sé að ná þeim markmiðum er ótækt að þriðjungi opinberra fjármuna sé ráðstafað án upplýstrar umræðu um tækifæri til umbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Skýr langtímastefna í efnahagsmálum og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Í kosningum virðist uppskriftin að árangri hins vegar frekar liggja í loforðum um töfralausnir og andstöðu við kerfisbreytingar. Vegna þessarar þversagnar fer lítið fyrir efnislegri umræðu um ýmsa kerfisgalla sem hafa mikil áhrif á efnahagslega frammistöðu. Þetta vandamál ristir sérstaklega djúpt á sveitarstjórnarstiginu enda er ábyrgðin dreifðari og stjórnmálamennirnir fleiri. Í nýafstaðinni kosningabaráttu var lítið fjallað um tækifæri til umbóta í rekstri sveitarfélaga eða framlag þeirra til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stefna stjórnmálaflokka í veigamiklum málaflokkum, s.s. skóla- og skattamálum, var jafnframt óskýr og lítið um afgerandi breytingartillögur á núverandi kerfi. Þetta er áhyggjuefni enda standa sveitarfélög fyrir nærri þriðjungi opinberra útgjalda, eða um 250 milljörðum króna. Ef nýta á opinbera fjármuni með skynsamlegum hætti er nauðsynlegt að dýpri efnisleg umræða eigi sér stað um helstu viðfangsefni sveitarfélaga. Liður í þeirri umræðu snýr að því hvort þau hafi yfirhöfuð stjórnskipulega burði til að framkvæma samræmdar umbætur undir núverandi fyrirkomulagi.Mikil tækifæri til umbóta Óbreytt staða væri bagaleg enda eru mikil tækifæri til umbóta á sveitarstjórnarstiginu. Sveitarfélög á Íslandi eru of mörg og fámenn. Í dag eru þau 74 talsins og þau minnstu telja rétt ríflega 50 íbúa. Smærri sveitarfélög hafa minni burði til að veita íbúum sínum fullnægjandi þjónustu og eru dýrari í rekstri. Þannig er stjórnsýslukostnaður á hvern íbúa rúmlega tvisvar sinnum hærri hjá sveitarfélögum með innan við 500 íbúa en hjá sveitarfélögum með 8.000 íbúa eða fleiri. Heildstæð áætlun sem miðar að fækkun og eflingu sveitarfélaga myndi spara fjármagn og bæta þjónustu. Grunnskólastigið á Íslandi er það óhagkvæmasta innan OECD. Útgjöld á hvern grunnskólanemanda eru hærri en útgjöld á hvern háskólanema sem er þveröfugt við það sem tíðkast annars staðar. Þrátt fyrir þetta er námsárangur grunnskólanema lakari en í grannríkjunum og kjör grunnskólakennara afleit. Ríflega fjórðungur útgjalda sveitarfélaganna fer í rekstur grunnskólastigsins og því til mikils að vinna. Til að leysa þennan vanda þarf að ráðast í heildstæða endurskoðun á grunnskólakerfinu. Veigamiklir skattstofnar sveitarfélaganna eru flóknir og ógagnsæir. Samanlagt má rekja um þriðjung skatttekna sveitarfélaganna til framlaga úr jöfnunarsjóði og fasteignaskatta. Framlög til jöfnunarsjóðs koma frá ríkissjóði og er útdeilt til sveitarfélaga samkvæmt afar flóknu og ógagnsæju fyrirkomulagi. Tekjur af fasteignasköttum byggja á fasteignamati sem er ákvarðað af Þjóðskrá Íslands samkvæmt óopinberri aðferðafræði. Einfaldara og gagnsærra fyrirkomulag hvað þessa skattstofna varðar er nauðsynlegt til að hægt sé að veita sveitarfélögum aðhald og eiga upplýstari umræðu um tekjuöflun þeirra. Hér eru aðeins dregin upp nokkur tækifæri af mörgum en þau eiga það öll sammerkt að fela í sér kröfu um samræmdar umbætur.Hvað er til ráða? Til að skapa sterkari forsendur fyrir umbótum eru ýmsar leiðir færar. Stærri sveitarfélög eru ekki aðeins hagkvæmari í rekstri heldur eru þau jafnframt líklegri til að standa undir kröfum um kerfisbreytingar. Lögboðnar lágmarksstærðir sveitarfélaga og fjárhagslegir hvatar til sameininga væru því heppilegar lausnir. Annar möguleiki fæli í sér aukið umboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til að innleiða kerfislægar umbætur á sveitarstjórnarstigi. Ef ekki er vilji til að beita slíkum aðferðum er fátt í stöðunni annað en að endurskoða verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Tilfærsla verkefna felur ekki í sér fullkomna lausn á áðurnefndum vanda stjórnmálanna. Það er engu að síður ljóst að getan til að ráðast í kerfisbreytingar er frekar til staðar þegar áhersla á nærhagsmuni er minnkuð. Aukin framleiðni og betri nýting fjármuna er grundvöllur lífskjarabóta til lengri tíma. Til að unnt sé að ná þeim markmiðum er ótækt að þriðjungi opinberra fjármuna sé ráðstafað án upplýstrar umræðu um tækifæri til umbóta.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun