32 þingmenn fá greidd tvöföld laun í dag Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Nú styttist í að þing komi aftur saman. Þingmenn fá hins vegar launin sín þótt engir fundir séu haldnir. vísir/daníel Alþingismenn Íslendinga fá í dag greidd laun fyrir unnin störf samkvæmt nýjum úrskurði kjararáðs. Laun þingmanna hækkuðu daginn eftir kjördag um 44 prósent og eru rétt rúm 1,1 milljón króna á mánuði. Þing hefur enn ekki komið saman eftir kosningar en líklegt er að það komi saman í næstu viku.Andrés Ingi JónssonOfan á þingfararkaupið fá þingmenn einnig greiddar 83.853 krónur skattfrjálst vegna ferðakostnaðar í eigin kjördæmi samkvæmt þingfararkostnaði sem ákveðinn er af forsætisnefnd þingsins. Einnig fá þingmenn 90.636 krónur greiddar í starfskostnað en af þeirri upphæð er greiddur skattur. Þingmenn landsbyggðarkjördæma geta einnig fengið greitt fyrir húsnæði í borginni eins og venjan er Nýir þingmenn sem ekki sátu á þingi á síðasta kjörtímabili fá tvöfalt kaup greitt út í dag. Þingmenn eru venjulega á fyrirframgreiddum launum en nýir þingmenn fá nú bæði greitt fyrir nóvembermánuð og desembermánuð. Fá þeir því 2.202.388 krónur í þingfararkaup, tvöfaldan skattfrjálsan ferðakostnað greiddan sem er rúmlega 167.000 krónur, og um 181 þúsund krónur í starfskostnað. „Það verður að segjast að þingfararkaupið eins og það var hefði vel dugað mér. Ég hef aldrei fengið svona laun í einni útborgun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður VG. „Einnig horfir fólk í þessa hækkun sem er eðlilegt og í vændum kjarabarátta á almennum vinnumarkaði.“Nichole Leigh MostyNichole Leigh Mosty er nýr þingmaður Bjartrar framtíðar. Hún segist hafa verið kvíðin fyrir útborgunardeginum. „Ég hef eiginlega sem minnst viljað hugsa um þetta. Nú vil ég bara að þing komi saman sem fyrst þannig að við getum rætt þetta. Mér finnst þetta ósanngjarnt,“ segir Nichole. „Ég var leikskólastjóri í litlum leikskóla og ég vil að þingið taki á þessu máli.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Alþingismenn Íslendinga fá í dag greidd laun fyrir unnin störf samkvæmt nýjum úrskurði kjararáðs. Laun þingmanna hækkuðu daginn eftir kjördag um 44 prósent og eru rétt rúm 1,1 milljón króna á mánuði. Þing hefur enn ekki komið saman eftir kosningar en líklegt er að það komi saman í næstu viku.Andrés Ingi JónssonOfan á þingfararkaupið fá þingmenn einnig greiddar 83.853 krónur skattfrjálst vegna ferðakostnaðar í eigin kjördæmi samkvæmt þingfararkostnaði sem ákveðinn er af forsætisnefnd þingsins. Einnig fá þingmenn 90.636 krónur greiddar í starfskostnað en af þeirri upphæð er greiddur skattur. Þingmenn landsbyggðarkjördæma geta einnig fengið greitt fyrir húsnæði í borginni eins og venjan er Nýir þingmenn sem ekki sátu á þingi á síðasta kjörtímabili fá tvöfalt kaup greitt út í dag. Þingmenn eru venjulega á fyrirframgreiddum launum en nýir þingmenn fá nú bæði greitt fyrir nóvembermánuð og desembermánuð. Fá þeir því 2.202.388 krónur í þingfararkaup, tvöfaldan skattfrjálsan ferðakostnað greiddan sem er rúmlega 167.000 krónur, og um 181 þúsund krónur í starfskostnað. „Það verður að segjast að þingfararkaupið eins og það var hefði vel dugað mér. Ég hef aldrei fengið svona laun í einni útborgun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður VG. „Einnig horfir fólk í þessa hækkun sem er eðlilegt og í vændum kjarabarátta á almennum vinnumarkaði.“Nichole Leigh MostyNichole Leigh Mosty er nýr þingmaður Bjartrar framtíðar. Hún segist hafa verið kvíðin fyrir útborgunardeginum. „Ég hef eiginlega sem minnst viljað hugsa um þetta. Nú vil ég bara að þing komi saman sem fyrst þannig að við getum rætt þetta. Mér finnst þetta ósanngjarnt,“ segir Nichole. „Ég var leikskólastjóri í litlum leikskóla og ég vil að þingið taki á þessu máli.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira