Innlent

40 milljónir í göngustíga

Sveinn Arnarsson skrifar
Dettifoss í allri sinni dýrð.
Dettifoss í allri sinni dýrð. Vísir/Vilhelm
Vatnajökulsþjóðgarður hefur fengið 40 milljóna króna styrk frá iðnaðar-og viðskiptaráðuneytinu vegna uppbyggingar göngustíga við Dettifoss.

Um er að ræða um 260 metra langan göngupall og nýjan útsýnispall við fossinn að vestanverðu.

Landeigendur Reykjahlíðar hafa haft áform um að taka gjald af ferðamönnum á svæðinu til að byggja upp göngustíga og útsýnispall.

Nú hefur iðnaðarráðuneytið ákveðið að hefja uppbyggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×