40% taka ekki afstöðu 30. maí 2012 18:36 Fjörutíu prósent þjóðarinnar vilja ekki taka afstöðu til þeirra stjórnmálaflokka sem hyggjast bjóða fram til alþingiskosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirburðarfylgi meðal þeirra sem taka afstöðu. Nýjasta könnun Stöðvar 2 á fylgi stjórnmálaflokkanna sýnir að af þeim sem taka afstöðu er Framsóknarflokkurinn með 15,8%, Björt framtíð 5,3%, Samstaða með 5,1% og Sjálfstæðislokkurinn langstærstur með 43,7%. Samfylkingin er samkvæmt þessu orðin minni en Framsókn, og er með 13,6% fylgi og Vinstri græn með 9,2%. Aðeins tæplega 23% þeirra sem taka afstöðu styðja því stjórnarflokkana en samanlagt eru þeir tæplega hálfdrættingar á við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir þó aðeins hálfa söguna því nærri 40% þeirra sem rætt var við tóku ekki afstöðu. Kolbeinn Stefánsson, sérfræðingur í könnunum, segir óvissuna mikla og telur að styrkur Sjálfstæðisflokksins gæti skýrst af mikilli umræðu um kvótamálin. „Umræðan hefur verið tiltölulega einhliða," segir Kolbeinn. „Útgerðin hefur stýrt henni dálítið mikið og stjórnin ekki endilega komið sínum málstað skýrt á framfæri og fyrir vikið getur vel verið að einhverjir séu kannski óttaslegnir um störf sín og halli sér þess vegna í áttina á Sjálfstæðisflokknum. En ég vil kannski ítreka það að stóra óvissan í þessari könnun liggur líklega vinstra megin við miðjuna í sambandi við útkomu nýju framboðanna gegn gömlu flokkunum." Forseti Íslands hefur ýjað að því að framboð Þóru Arnórsdóttur sé runnið undan rifjum Samfylkingar. Hún hefur hins vegar um það bil þrefalt meira fylgi en Samfylkingin samkvæmt þessari könnun. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Fjörutíu prósent þjóðarinnar vilja ekki taka afstöðu til þeirra stjórnmálaflokka sem hyggjast bjóða fram til alþingiskosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirburðarfylgi meðal þeirra sem taka afstöðu. Nýjasta könnun Stöðvar 2 á fylgi stjórnmálaflokkanna sýnir að af þeim sem taka afstöðu er Framsóknarflokkurinn með 15,8%, Björt framtíð 5,3%, Samstaða með 5,1% og Sjálfstæðislokkurinn langstærstur með 43,7%. Samfylkingin er samkvæmt þessu orðin minni en Framsókn, og er með 13,6% fylgi og Vinstri græn með 9,2%. Aðeins tæplega 23% þeirra sem taka afstöðu styðja því stjórnarflokkana en samanlagt eru þeir tæplega hálfdrættingar á við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir þó aðeins hálfa söguna því nærri 40% þeirra sem rætt var við tóku ekki afstöðu. Kolbeinn Stefánsson, sérfræðingur í könnunum, segir óvissuna mikla og telur að styrkur Sjálfstæðisflokksins gæti skýrst af mikilli umræðu um kvótamálin. „Umræðan hefur verið tiltölulega einhliða," segir Kolbeinn. „Útgerðin hefur stýrt henni dálítið mikið og stjórnin ekki endilega komið sínum málstað skýrt á framfæri og fyrir vikið getur vel verið að einhverjir séu kannski óttaslegnir um störf sín og halli sér þess vegna í áttina á Sjálfstæðisflokknum. En ég vil kannski ítreka það að stóra óvissan í þessari könnun liggur líklega vinstra megin við miðjuna í sambandi við útkomu nýju framboðanna gegn gömlu flokkunum." Forseti Íslands hefur ýjað að því að framboð Þóru Arnórsdóttur sé runnið undan rifjum Samfylkingar. Hún hefur hins vegar um það bil þrefalt meira fylgi en Samfylkingin samkvæmt þessari könnun.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira