Innlent

5.000 manns í Bláfjöllum í gær

Þorgils Jónsson skrifar
Rúmlega fimm þúsund manns nutu lífsins við frábærar aðstæður í Bláfjöllum í gær. Fréttablaðið/Daníel
Rúmlega fimm þúsund manns nutu lífsins við frábærar aðstæður í Bláfjöllum í gær. Fréttablaðið/Daníel
Fjölmenni var í Bláfjöllum í gær, þar sem bæði veður og færi voru með besta móti.

Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við Fréttablaðið að framan af degi hefði gengið á með éljum en upp úr klukkan tvö hefði brostið á með blíðu. Rúmlega fimm þúsund manns lögðu leið sína á skíðasvæðið.

„Færið var æðislegt. Nýfallinn snjór ofan á troðnu, sem hentar öllum, bæði fólki á brettum og skíðum."

Magnús segir mikið standa til um næstu helgi, þar sem á sunnudaginn verði frír aðgangur fyrir yngri kynslóðina og margs konar uppákomur og námskeið til að kynna skíða- og brettaíþróttir fyrir áhugasömum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×