Innlent

50 til 70 hvalir í höfninni á Rifi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Það er ekki algengt að hvalir komi inn í hafnir við Ísland.
Það er ekki algengt að hvalir komi inn í hafnir við Ísland. mynd/Þröstur Albertsson
Grindhvalavaða kom á land við Rif á Snæfellsnesi seinni partinn í dag. Að sögn heimamanna eru um 50 til 70 hvalir í vöðunni sem fór inn í höfnina á Rifi.

Það er ekki algengt að hvalir komi inn í hafnir við Ísland. Vaðan var talsvert stærri en sú sem kom í höfnina og mikið er af dauðum dýrum í fjörunni og einhverjir heimamenn eru farnir að nýta hvalinn.

Reynt hefur verið að koma hvölunum út aftur en það hefur ekki gengið þar sem veður á svæðinu er mjög vont og hefur farið versnandi eftir því sem liðið hefur á kvöldið.

Sumarið 1982 rak stóra grindhvalavöðu upp að landi við Rif og því er þetta ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Þá voru um 300 dýr sem komu upp að landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×