Innlent

70% vilja gjald á náttúruperlur

Hjörtur Hjartarson skrifar
Tæplega sjötíu prósent landsmanna telja að rétt sé að innheimta gjald af þeim sem skoða helstu náttúruperlur landsins. Fleiri konur en karla leggjast gegn því að innheimta gjaldið.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þar var meðal annars spurt; Finnst þér rétt að innheimta gjald af þeim sem skoða helstu náttúruperlur landsins. Stuðningurinn við slíka gjaldtöku er nokkuðafgerandi. Rétt tæplega sjötíu prósent aðspurðra sögðu já á meðan um þrjátíu prósent leggjast gegn slíkri gjaldtöku. 

Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar eftir aldri kemur í ljós að fleiri í hópi fimmtíu ára og eldri eru fylgjandi gjaldheimtu á ferðamannastöðum landsins eða um 75 prósent. 65 prósent þeirra á aldrinum 18 til 49 ára eru sama sinnis. 

Sjálfstæðismenn eru hrifnastir af áætlunum um gjaldtöku en 76 komma þrjú prósent þeirra svöruðu spurningunni játandi. Kjósendur Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Bjartrar framtíðar eru ásvipuðum slóðum en mest er andstaðan á meðal stuðningsmanna Pírata en helmingur þeirra leggst gegn gjaldtöku á ferðamannastöðum.

Ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur lýst því yfir að hún vilji að tekin verðu upp gjaldtaka á helstu ferðamannastaði landsins. Undirbúningur við að koma slíku kerfi á er þegar hafinn og reiknar ráðherra með að henni verði lokið áður ferðamannatímabilið hefst aftur fyrir alvöru næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×