95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2015 11:59 Þorgrímur Þráinsson undirbýr nú væntanlegt forsetaframboð. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru segir, í samtali við Vísi, að á því séu 95 prósent líkur að hann gefi kost á sér í næsta forsetakjöri, sem fram fer næsta sumar eða í júnílok. Tildrög þess að Þorgrímur gefur þetta út nú eru reyndar sérkennileg. Stofnuð var sérstök Facebook-síða: „Forsetaframboð Þorgríms Þráinssonar 2016.“ Þar segir, í nafni Þorgríms, að kominn sé tími á að „stíga út fyrir minn þægindaramma. Því hef ég Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér til forseta Íslands 2016. Á þessari síðu mun ég einnig gefa út ítarlega grein eftir 24 klukkustundir um framboðið mitt. Líkið endilega við þessa síðu svo þið getið fylgst með framboði mínu. Forsetakveðjur, Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.“ Þorgrímur kann hinum sama og stofnaði til þessarar síðu engar þakkir nema síður sé. „Ég myndi aldrei láta svona skrýtna yfirlýsingu frá mér.“ Þorgrímur hafði ekki mikinn tíma til að ræða við Vísi, hann var að detta á fund: „Ég hafði ekki hugsað mér að koma með yfirlýsingu fyrr en í febrúar. Þetta er þjófstart.“En, þú ætlar sem sagt að bjóða þig fram? „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því, já. En ég hef hvorki rætt það við mína bestu vini né stórfjölskyldu.“Þannig að þessi ótímabæra síða setur þig í nokkurn vanda? „Hún gerir mér aðeins erfiðara fyrir..... maður vill leggja af stað, vel undirbúinn en ekki með svona kjánaskap. En, ég myndi telja 95 prósent líkur á því að ég fari fram.“ Þorgrímur segir að ákvörðun hans sé algerlega burtséð frá því hvort núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, gefur kost á sér til að sitja sitt sjötta tímabil. Ólafur Ragnar hefur neitað að gefa nokkurt út um fyrirætlanir sínar og boðar að það muni gerast í áramótaávarpi hans. Þorgrímur er þannig fyrsti frambjóðandinn sem gefur sig fram. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Traustið við frostmark Innlent Uppsagnarákvæði stendur í fólki Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Fleiri fréttir Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Sjá meira
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru segir, í samtali við Vísi, að á því séu 95 prósent líkur að hann gefi kost á sér í næsta forsetakjöri, sem fram fer næsta sumar eða í júnílok. Tildrög þess að Þorgrímur gefur þetta út nú eru reyndar sérkennileg. Stofnuð var sérstök Facebook-síða: „Forsetaframboð Þorgríms Þráinssonar 2016.“ Þar segir, í nafni Þorgríms, að kominn sé tími á að „stíga út fyrir minn þægindaramma. Því hef ég Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér til forseta Íslands 2016. Á þessari síðu mun ég einnig gefa út ítarlega grein eftir 24 klukkustundir um framboðið mitt. Líkið endilega við þessa síðu svo þið getið fylgst með framboði mínu. Forsetakveðjur, Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.“ Þorgrímur kann hinum sama og stofnaði til þessarar síðu engar þakkir nema síður sé. „Ég myndi aldrei láta svona skrýtna yfirlýsingu frá mér.“ Þorgrímur hafði ekki mikinn tíma til að ræða við Vísi, hann var að detta á fund: „Ég hafði ekki hugsað mér að koma með yfirlýsingu fyrr en í febrúar. Þetta er þjófstart.“En, þú ætlar sem sagt að bjóða þig fram? „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því, já. En ég hef hvorki rætt það við mína bestu vini né stórfjölskyldu.“Þannig að þessi ótímabæra síða setur þig í nokkurn vanda? „Hún gerir mér aðeins erfiðara fyrir..... maður vill leggja af stað, vel undirbúinn en ekki með svona kjánaskap. En, ég myndi telja 95 prósent líkur á því að ég fari fram.“ Þorgrímur segir að ákvörðun hans sé algerlega burtséð frá því hvort núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, gefur kost á sér til að sitja sitt sjötta tímabil. Ólafur Ragnar hefur neitað að gefa nokkurt út um fyrirætlanir sínar og boðar að það muni gerast í áramótaávarpi hans. Þorgrímur er þannig fyrsti frambjóðandinn sem gefur sig fram.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Traustið við frostmark Innlent Uppsagnarákvæði stendur í fólki Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Fleiri fréttir Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Sjá meira