Á að hjakka í sama farinu áfram? Ragnar Halldór Hall skrifar 19. febrúar 2013 06:00 Vorið 1967 lauk ég verslunarprófi frá VÍ og fór að starfa hjá innflutningsfyrirtæki. Sölugengi Bandaríkjadollara var þá 43 krónur. Breytingar á gengi krónunnar voru alltíðar og ekki alltaf tekin stutt skref í þeim efnum. Íslendingar sem fóru til útlanda máttu kaupa 100 sterlingspund í erlendum gjaldeyri – ef þeir þurftu meira urðu menn að kaupa hann á svörtum markaði. Ég fór aftur í skóla haustið 1968. Sölugengi dollara var þá komið í 88 krónur – hafði meira en tvöfaldast á rúmlega einu ári. Hér er að sjálfsögðu átt við „gamlar“ krónur. Í hvert skipti sem gengi krónunnar var fellt var búinn til „gengisjöfnunarsjóður“. Í hann fóru peningar frá útflutningsgreinum sem fengu fleiri krónur fyrir afurðir sínar en þeir hefðu fengið við óbreytta gengisskráningu. Þessu fé var síðan ráðstafað til annarra atvinnugreina sem urðu fyrir skakkaföllum við gengisbreytinguna. Ekki þarf að hafa mörg orð um það hvaða áhrif slíkar gengisbreytingar höfðu á kjör launafólks vegna hækkaðs verðlags – þetta var áratugum saman eitt helsta ágreiningsmál í kjarabaráttu hér á landi og þá auðvitað í stjórnmálalífinu um leið.Hver er staðan nú? Sölugengi Bandaríkjadollara er í dag um 127 krónur, eða nálægt 300 sinnum hærra en það var vorið 1967. Við erum líka með sérstaka löggjöf um gjaldeyrishöft sem hafa í för með sér verulega hættu á ólöglegu gjaldeyrisbraski og spillingu af ýmsu tagi. Samt erum við frá árinu 1993 aðilar að evrópska efnahagssvæðinu, en í því felst m.a. skylda til frjálsra fjármagnsflutninga og ýmislegs fleira sem við treystum okkur ekki til að standa við eins og málum er nú háttað í landinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í útvarpsþætti áréttað þá framtíðarsýn flokksins að ríghalda í krónuna sem gjaldmiðil landsins. Flokkurinn muni eftir kosningar í vor gera það sem í hans valdi stendur til að berja niður alla viðleitni til að koma annarri skipan á þau mál. Jafnframt beri að stöðva viðræður við Evrópusambandið þannig að örugglega verði ekki í ljós leitt hvað gæti komið út úr slíkum viðræðum. Á sömu nótum er Framsóknarflokkurinn eftir landsfundinn um daginn.Langmikilvægasta málið Vissulega hafa verið erfiðleikar í ýmsum ríkjum Evrópusambandsins, og ekki er búið að leysa þau mál öll. Halda stjórnmálamenn hér uppi á Íslandi að við getum leitt hjá okkur vandann á helstu markaðssvæðum okkar með því að halda dauðahaldi í krónuna og „verja“ hana með gjaldeyrishöftum? Eitt af gullkornum áranna fyrir hrun var staðhæfingin um að galdurinn á bak við íslenska efnahagsundrið væri sveigjanleiki gjaldmiðilsins. Við héldum uppi fáránlega „sterkri“ krónu með því að bjóða hærri vexti en tíðkuðust nokkurs staðar annars staðar. Afleiðingar af þessu þekkja allir – skuldarar vísitölutryggðra húsnæðislána þó sennilega betur en margir aðrir. Í dag liggur „styrkur“ krónunnar í því að löggjöf um gjaldeyrishöft kemur í veg fyrir rétta skráningu hennar. Ástæða er til að hvetja landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til þess að taka þessi mál til alvarlegri skoðunar en gert hefur verið innan flokksins til þessa. Þegar öllu er á botninn hvolft er ákvörðun um framtíðargjaldmiðil í landinu langmikilvægasta málið á dagskrá íslenskra stjórnmála nú um stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 1967 lauk ég verslunarprófi frá VÍ og fór að starfa hjá innflutningsfyrirtæki. Sölugengi Bandaríkjadollara var þá 43 krónur. Breytingar á gengi krónunnar voru alltíðar og ekki alltaf tekin stutt skref í þeim efnum. Íslendingar sem fóru til útlanda máttu kaupa 100 sterlingspund í erlendum gjaldeyri – ef þeir þurftu meira urðu menn að kaupa hann á svörtum markaði. Ég fór aftur í skóla haustið 1968. Sölugengi dollara var þá komið í 88 krónur – hafði meira en tvöfaldast á rúmlega einu ári. Hér er að sjálfsögðu átt við „gamlar“ krónur. Í hvert skipti sem gengi krónunnar var fellt var búinn til „gengisjöfnunarsjóður“. Í hann fóru peningar frá útflutningsgreinum sem fengu fleiri krónur fyrir afurðir sínar en þeir hefðu fengið við óbreytta gengisskráningu. Þessu fé var síðan ráðstafað til annarra atvinnugreina sem urðu fyrir skakkaföllum við gengisbreytinguna. Ekki þarf að hafa mörg orð um það hvaða áhrif slíkar gengisbreytingar höfðu á kjör launafólks vegna hækkaðs verðlags – þetta var áratugum saman eitt helsta ágreiningsmál í kjarabaráttu hér á landi og þá auðvitað í stjórnmálalífinu um leið.Hver er staðan nú? Sölugengi Bandaríkjadollara er í dag um 127 krónur, eða nálægt 300 sinnum hærra en það var vorið 1967. Við erum líka með sérstaka löggjöf um gjaldeyrishöft sem hafa í för með sér verulega hættu á ólöglegu gjaldeyrisbraski og spillingu af ýmsu tagi. Samt erum við frá árinu 1993 aðilar að evrópska efnahagssvæðinu, en í því felst m.a. skylda til frjálsra fjármagnsflutninga og ýmislegs fleira sem við treystum okkur ekki til að standa við eins og málum er nú háttað í landinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í útvarpsþætti áréttað þá framtíðarsýn flokksins að ríghalda í krónuna sem gjaldmiðil landsins. Flokkurinn muni eftir kosningar í vor gera það sem í hans valdi stendur til að berja niður alla viðleitni til að koma annarri skipan á þau mál. Jafnframt beri að stöðva viðræður við Evrópusambandið þannig að örugglega verði ekki í ljós leitt hvað gæti komið út úr slíkum viðræðum. Á sömu nótum er Framsóknarflokkurinn eftir landsfundinn um daginn.Langmikilvægasta málið Vissulega hafa verið erfiðleikar í ýmsum ríkjum Evrópusambandsins, og ekki er búið að leysa þau mál öll. Halda stjórnmálamenn hér uppi á Íslandi að við getum leitt hjá okkur vandann á helstu markaðssvæðum okkar með því að halda dauðahaldi í krónuna og „verja“ hana með gjaldeyrishöftum? Eitt af gullkornum áranna fyrir hrun var staðhæfingin um að galdurinn á bak við íslenska efnahagsundrið væri sveigjanleiki gjaldmiðilsins. Við héldum uppi fáránlega „sterkri“ krónu með því að bjóða hærri vexti en tíðkuðust nokkurs staðar annars staðar. Afleiðingar af þessu þekkja allir – skuldarar vísitölutryggðra húsnæðislána þó sennilega betur en margir aðrir. Í dag liggur „styrkur“ krónunnar í því að löggjöf um gjaldeyrishöft kemur í veg fyrir rétta skráningu hennar. Ástæða er til að hvetja landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til þess að taka þessi mál til alvarlegri skoðunar en gert hefur verið innan flokksins til þessa. Þegar öllu er á botninn hvolft er ákvörðun um framtíðargjaldmiðil í landinu langmikilvægasta málið á dagskrá íslenskra stjórnmála nú um stundir.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun