Á annað hundrað milljarðar sparast með evruaðild Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2010 18:45 Utanríkisráðherra segir ávinninginn af því að komast á evrusvæðið spari þjóðinni á annað hundrað milljarða á ári. Hann er sannfærður um að Íslendingar nái það góðum samningi við Evrópusambandið að aðild verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ásmundur Einar Daðason þingmaður Vinstri grænna og formaður Heimssýnar sem berst gegn Evrópusambandsaðild, fullyrðir að Íslendingar séu ekki í eiginlegum samningaviðræðum við Evrópusambandið, heldur aðlögun að sambandinu. Þessi aðlögun sé hafin áður en þjóðin fái að greiða atkvæði um niðurstöðu samningaviðræðna. Utanríkisráðherra segir þetta rangt. Engin aðlögun eigi sér stað umfram það sem EES samningurinn geri ráð fyrir. „Það sem við þurfum að gera er að vera reiðubúin með áætlanir um það hvernig við ætlum að takast á við ákveðnar kröfur sem kynnu að verða niðurstaða samningaviðræðna," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra segist sannfærður um að Íslendingar muni að lokum samþykkja aðildarsamning þegar hann liggi fyrir. En kannanir að undanförnu benda til að meirihluti Íslendinga sé á móti evrópusambandsaðild. Hvernig getur ráðherra þá fullyrt að aðild verði samþykkt? „Vegna þess að ég held að sá samningur sem menn gera verði töluvert betri en menn eru að halda fram núna," segir Össur. Það muni koma í ljós að ýmsar bábyljur sem andstæðingar aðildar hafi haldið fram, t.d. varðandi sjávarútvegsmál séu vitleysa. Þá verði auðveldara að semja um landbúnaðinn en margir haldi fram. „Og það liggur auðvitað alveg ljóst fyrir að ef við gerumst aðilar að evrusvæðinu, sem er auðvitað það sem ég vildi, mun það spara íslensku þjóðinni á annað hundrað milljarða á hverju ári," segir utanríkisráðherra. Á næstu vikum og mánuðum fer fram rýnivinna að hálfu ESB og íslenskra stjórnvalda á löggjöf Íslands og sambandsins. Össur segir að líkur séu á að samningar hefjist um landbúnaðarmál fyrir páska og um sjávarútvegsmálin næsta haust. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Utanríkisráðherra segir ávinninginn af því að komast á evrusvæðið spari þjóðinni á annað hundrað milljarða á ári. Hann er sannfærður um að Íslendingar nái það góðum samningi við Evrópusambandið að aðild verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ásmundur Einar Daðason þingmaður Vinstri grænna og formaður Heimssýnar sem berst gegn Evrópusambandsaðild, fullyrðir að Íslendingar séu ekki í eiginlegum samningaviðræðum við Evrópusambandið, heldur aðlögun að sambandinu. Þessi aðlögun sé hafin áður en þjóðin fái að greiða atkvæði um niðurstöðu samningaviðræðna. Utanríkisráðherra segir þetta rangt. Engin aðlögun eigi sér stað umfram það sem EES samningurinn geri ráð fyrir. „Það sem við þurfum að gera er að vera reiðubúin með áætlanir um það hvernig við ætlum að takast á við ákveðnar kröfur sem kynnu að verða niðurstaða samningaviðræðna," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra segist sannfærður um að Íslendingar muni að lokum samþykkja aðildarsamning þegar hann liggi fyrir. En kannanir að undanförnu benda til að meirihluti Íslendinga sé á móti evrópusambandsaðild. Hvernig getur ráðherra þá fullyrt að aðild verði samþykkt? „Vegna þess að ég held að sá samningur sem menn gera verði töluvert betri en menn eru að halda fram núna," segir Össur. Það muni koma í ljós að ýmsar bábyljur sem andstæðingar aðildar hafi haldið fram, t.d. varðandi sjávarútvegsmál séu vitleysa. Þá verði auðveldara að semja um landbúnaðinn en margir haldi fram. „Og það liggur auðvitað alveg ljóst fyrir að ef við gerumst aðilar að evrusvæðinu, sem er auðvitað það sem ég vildi, mun það spara íslensku þjóðinni á annað hundrað milljarða á hverju ári," segir utanríkisráðherra. Á næstu vikum og mánuðum fer fram rýnivinna að hálfu ESB og íslenskra stjórnvalda á löggjöf Íslands og sambandsins. Össur segir að líkur séu á að samningar hefjist um landbúnaðarmál fyrir páska og um sjávarútvegsmálin næsta haust.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira