Lífið

Á bak við stærstu plötur Bubba

„Þetta er afskaplega merkilegt," segir bloggarinn og tónlistarspekingurinn Jens Guð.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Bubbi Morthens selt um 320 þúsund sólóplötur frá því að Ísbjarnarblús kom út árið 1980. Þrjár mest seldu plöturnar, Dögun, frá 1987, Frelsi til sölu, frá 1986 og Kona, frá 1985, hafa samtals selst í tæplega 50 þúsund eintökum. Þá eiga þær sameiginlegt að Jens Guð sá um markaðssetningu þeirra allra ásamt því að hanna umslögin að mestu eða öllu leyti.

Er þetta tilviljun eða ertu maðurinn á bak við velgengni Bubba?

„Nei. Hann var nú orðinn mikil stjarna löngu áður en ég kom nálægt þessum umslögum."

En hvað útskýrir ofurvinsældir platnanna, fyrir utan Bubba sjálfan?

„Ég þarf að passa mig á því að hljóma ekki rogginn. En ég var búinn að fara í gegnum nám í grafískri hönnun í Myndlista- og handíðaskólanum. Á þeim tíma var markaðsfræði töluverður hluti af náminu," útskýrir Jens og bætir við að hann hafi ekki bara haft þekkingu á markaðsfræði á þessum tíma, heldur líka tónlistarbransanum enda vanur að standa bak við búðarborð og selja plötur.

Það mætti segja að Jens hafi hætt að hanna umslög á toppnum, því hann hefur ekki fengist við það síðustu ár. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.