Innlent

Á götuna eftir 75 ára hvíld

Níutíu og fjögurra ára gamalt mótorhjól var í dag endurvakið eftir sjötíu og fimm ára hvíld frá götunni og hefur gripurinn sjaldan eða aldrei tekið sig jafn vel út.

Hjólið var ein ryðhrúga þegar Grímur Jónsson keypti það á 25 þúsund krónur árið 1937 en þá var gripurinn á leið í brotajárn. Hann hefur unnið af miklum áhuga og eldmóði við að gera hjólið upp og í dag fór það á götuna í fyrsta sinn eftir langa fjarveru.

„Ég fékk stimpilstangir á Ebay og annan mótor sem ég gat notað aðeins úr í sambandi við undirlyftur, en að öðru leyti var þetta bara allt endursmíðað. En á að heyrast svona mikið í því? Já, þetta var aðalhjólið þá, þetta þótti besta vélin á þeim árum. Talinn jafn og mjúkur gangur þó að maður heyri það ekki núna. Það á eftir að stilla þetta betur," segir Grímur.

„Ég var í hitaveitunni í gamla daga, við vorum að leggja hitaveituna frá Reykjum til Reykjavíkur og ég var að vinna í að steypa stokka utan um rörin og það kom til tals að taka stokk, svona 50 metra bút, og setja á minjasafn sem forngrip. Þannig að ég hlýt að vera forngripur og þá hlýtur hjólið að vera forngripur.Því það er eldra en ég, ég er '26 módel en það er 1918 módel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×