Hann notast í grunninn við Nike-treyjurnar sem bandaríska landsliðið var í á HM í Brasilíu, en íslenska landsliðið spilar í Errea.
Treyjurnar eru glæsilegar, en Wolff endurhannar einnig merki KSÍ og gerir það mun „íslenskara“ með stöfum í líkingu við rúnir.
Wolff segir á Twitter að hann hafi ekki verið beðinn um þetta, en vill ólmur að KSÍ sjái hönnun hans.
Hann vill að heimaleikjatreyjan sé hvít, en Ísland spilar ávallt heima í bláu. Spurningin er: Hvernig líst Íslendingum á þessa nýju hönnun?
I fully redesigned the crest & kits for the Iceland National Football Team (#KSI @footballiceland @icelandfootball) pic.twitter.com/ot68Tq1eVG
— Matthew Wolff (@wolffmatt) August 7, 2014