Erlent

Á von á heimsendi í næstu viku

Camping býst við heimsendi í október.
Camping býst við heimsendi í október.
Dómsdagsspámaðurinn Harold Camping telur að heimsendir muni eiga sér stað 21. október næstkomandi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Camping varar við dómsdegi en spádómur hans varð að engu fyrr á árinu þegar hann taldi heiminn farast 21. maí. Fylgjendur hans eyddu milljónum dollara í auglýsingar sem sýndar voru víða um heiminn.

Camping varð fyrir miklu áfalli þegar hann vaknaði 21. maí síðastliðinn og áttaði sig á að hann væri á lífi. Svo mikið var áfallið að hann fékk heilablóðfall.

Camping segist hafa endurskoðað fræðin og að hann hafi nú aðra sýn á dómsdag. Hann telur að dómsdagur verði hljóðlátur og fæstir munu taka eftir honum. Hugsanlega hefur Camping fengið næði til að vinna sig upp leslistann sinn því hugmyndir hans svipa nokkuð til sýnar T.S. Eliot sem taldi veröldina farast með voli, ekki hvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×