Að brjótast út – afnám gjaldeyrishafta Árni Páll Árnason skrifar 12. apríl 2012 06:00 Í fyrri greinum hef ég rætt um það mikla tjón sem gjaldeyrishöftin valda og hversu ólíklegt er að stefna stjórnvalda og Seðlabanka um afnám hafta nái fullnægjandi árangri. Sú mikla aukning sem varð á umfangi aflandskrónuvandans með síðustu lagabreytingum veldur því að tiltækar leiðir eru alltof seinvirkar til lausna. En við þurfum líka að muna að áhætta fylgir öllum tilraunum til að losna við höftin. Stærsta áhættan felst í gengisfalli krónunnar, sem óhjákvæmilega fylgir afnámi hafta. Við höfum ekki mikið rætt hvers er að vænta um gengisþróun krónunnar í umhverfi frjálsra fjármagnshreyfinga þegar hafta nýtur ekki lengur við. Hvað er raunhæft jafnvægisgengi við núverandi aðstæður? Hvaða hagfræðingur sem er, sem sér gjaldmiðil í höftum og aflandskrónueign upp á um 60% af þjóðarframleiðslu, myndi segja að krónan væri of hátt skráð. Þar við bætist þrýstingur á útflæði, vegna fjárfestingarþarfar lífeyrissjóða erlendis og vegna uppsafnaðrar þarfar innlendra aðila til að koma fé úr landi. Við munum því örugglega standa frammi fyrir gengisfalli við afnám hafta. Hversu miklu, er ómögulegt að spá. Það hversu vel er að afnámi hafta staðið hefur lykiláhrif á það hversu djúpt fallið verður og hversu fljótt krónan styrkist á ný. Ef afnámsferlið er illa hugsað og hefur ekki mikla tiltrú markaðsaðila, kann að verða mjög djúpt á botninn.Nýjar leiðir Áætlun stjórnvalda og Seðlabanka um afnám hafta er um margt góð og greinir vandann rétt. Þau tæki sem þar er unnið eftir duga samt ekki ein, eins og fyrr hefur verið lýst, og við þurfum fjölbreyttari leiðir. Í haust leið lagði sérfræðingahópur á vegum Viðskiptaráðs fram ýmsa valkosti um afnám hafta. Þar var sett fram sú hugmynd að erlendum eigendum krónueigna yrði boðið að losna út, annaðhvort með því að lána ríkinu fyrir því til 30 ára eða með því að sæta því að einungis væri hægt að leysa fjárhæðir út í smáum skömmtum á löngu tímabili, svo sem 20 árum. Líklega eru þessar leiðir áhættumeiri nú en þegar þær voru settar fram, vegna þess að aflandskrónueignin hefur aukist svo mjög. En það er líka vert að muna að ein lausn hentar ekki öllum og aflandskrónueigendur eru nú fjölbreyttari hópur en fyrr. Við getum til viðbótar líka hugsað að fara þá leið að semja við aflandskrónueigendur. Þeim getur ekki hugnast sú framtíðarsýn að íslenskt atvinnulíf haldi áfram að veikjast vegna haftanna, samkeppnishæf fyrirtæki yfirgefi landið og engin erlend fjárfesting verði hér. Hvenær eiga þeir þá að fá peningana sína út? Grikkir hafa nýlokið samningaviðræðum af áþekkum toga við skuldabréfaeigendur um afslátt á grískum ríkisskuldum, með ágætum árangri. Þótt þar hafi vissulega verið um ríkisskuldir að ræða, en hér sé um fjármögnunarvanda að ræða, er grundvallarviðfangsefnið ekki ósvipað. Hvaða umgjörð væri hægt að skapa í slíkum samningum um greiðslufresti og afslætti, fyrir ólíka hópa aflandskrónueigenda? Staða heimila með húsnæðisskuldir er líka áhyggjuefni. Verðtryggðar skuldir hækka verulega með gengislækkun krónunnar. Ef óverðtryggð lán eru rétt verðlögð má líka ætla að kjör þeirra rjúki upp úr öllu valdi við slíkt gengisfall. Er hægt að taka áhrif gengisfalls við afnám hafta út fyrir sviga með einhverjum hætti – til dæmis að flytja öll lán í óverðtryggð kjör á föstum vöxtum fram yfir áhrifatímabil afnámsins? Gætu bankakerfið og ríkið sameinast um það? Gæti framlag lífeyrissjóðanna verið afsal á hækkun verðtryggðra eigna vegna verðbólgu í einhverja mánuði eftir afnám hafta? Slíkar lausnir gætu aukið þol samfélagsins til að taka á sig högg af tímabundnu gengisfalli og verðbólguskoti sem af slíku gengisfalli leiddi.Evrópsk þátttaka í ferlinu Það þarf líka að útfæra í aðildarviðræðunum með hvaða hætti Evrópusambandið og evrópski Seðlabankinn gætu aðstoðað við þessa lausn, flýtt fyrir henni og aukið tiltrú á ferlinu. Þátttaka í evrópska myntsamstarfinu er vissulega bundin við aðildarríkin ein og ekkert ríki getur orðið aðili að ESB með gjaldeyrishöft. Evrópusambandið hefur hins vegar ítrekað viðurkennt þá fordæmislausu aðstöðu sem Ísland lenti í 2008 og í samtölum mínum við Olli Rehn, framkvæmdastjóra gjaldmiðilsmála, í febrúar í fyrra hét hann stuðningi sambandsins við afnámsferlið sem slíkt. Þegar ég ræddi við Jean-Claude Trichet, þáverandi seðlabankastjóra, um stöðuna á sama tíma, hristi hann höfuðið yfir þeim vanda sem aflandskrónueign upp á tæp 30% af þjóðarframleiðslu skapaði og kallaði það fordæmislausan vanda. Hvað ætli Mario Draghi, eftirmaður hans, myndi segja við aflandskrónueign upp á um 60% af þjóðarframleiðslu, eins og nú er orðin raunin? Ein leið í þessu efni væri sú að í aðildarviðræðunum yrði samið um að evrópski Seðlabankinn myndi veita fyrirgreiðslu til að unnt yrði að fjármagna útflæðið allt strax í upphafi eða á fárra ára tímabili, með endurgreiðslu yfir lengra tímabil. Slík lausn myndi væntanlega valda því að krónan félli minna en ella við afnám haftanna og greiða fyrir því að rétt verð fengist á hana fljótt, svo auðveldara væri að ganga beint inn í ERM II og taka upp evru án vandkvæða í kjölfarið.Að venjast höftunum Í þessum greinum hef ég rætt þann alvarlega vanda sem gjaldeyrishöftin skapa. Hann vex stöðugt. Froskur sem settur er í heitt vatn hoppar upp úr, en ef hann er settur í kalt vatn og kveikt undir soðnar hann því hann tekur ekki eftir breytingunni. Hættan er sú að okkur fari eins – við tökum ekki eftir þeim breytingum sem verða, dag frá degi, á viðskiptaumhverfi okkar og rönkum við okkur eftir fáein ár þegar fyrirtækjum verður orðið óheimilt að eiga gjaldeyrisreikninga og við þurfum leyfi frá Seðlabankanum til að kaupa okkur bíl, jakkaföt, kjól eða dýra skó. Þetta er ekki einfalt vandamál úrlausnar og síst í aðdraganda kosninga. Afnám hafta mun örugglega valda gengisfalli krónunnar og verðbólgu í kjölfarið, með tilheyrandi áhættu fyrir skuldug heimili. En á öllum vanda er lausn. Okkar er að finna hana saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum hef ég rætt um það mikla tjón sem gjaldeyrishöftin valda og hversu ólíklegt er að stefna stjórnvalda og Seðlabanka um afnám hafta nái fullnægjandi árangri. Sú mikla aukning sem varð á umfangi aflandskrónuvandans með síðustu lagabreytingum veldur því að tiltækar leiðir eru alltof seinvirkar til lausna. En við þurfum líka að muna að áhætta fylgir öllum tilraunum til að losna við höftin. Stærsta áhættan felst í gengisfalli krónunnar, sem óhjákvæmilega fylgir afnámi hafta. Við höfum ekki mikið rætt hvers er að vænta um gengisþróun krónunnar í umhverfi frjálsra fjármagnshreyfinga þegar hafta nýtur ekki lengur við. Hvað er raunhæft jafnvægisgengi við núverandi aðstæður? Hvaða hagfræðingur sem er, sem sér gjaldmiðil í höftum og aflandskrónueign upp á um 60% af þjóðarframleiðslu, myndi segja að krónan væri of hátt skráð. Þar við bætist þrýstingur á útflæði, vegna fjárfestingarþarfar lífeyrissjóða erlendis og vegna uppsafnaðrar þarfar innlendra aðila til að koma fé úr landi. Við munum því örugglega standa frammi fyrir gengisfalli við afnám hafta. Hversu miklu, er ómögulegt að spá. Það hversu vel er að afnámi hafta staðið hefur lykiláhrif á það hversu djúpt fallið verður og hversu fljótt krónan styrkist á ný. Ef afnámsferlið er illa hugsað og hefur ekki mikla tiltrú markaðsaðila, kann að verða mjög djúpt á botninn.Nýjar leiðir Áætlun stjórnvalda og Seðlabanka um afnám hafta er um margt góð og greinir vandann rétt. Þau tæki sem þar er unnið eftir duga samt ekki ein, eins og fyrr hefur verið lýst, og við þurfum fjölbreyttari leiðir. Í haust leið lagði sérfræðingahópur á vegum Viðskiptaráðs fram ýmsa valkosti um afnám hafta. Þar var sett fram sú hugmynd að erlendum eigendum krónueigna yrði boðið að losna út, annaðhvort með því að lána ríkinu fyrir því til 30 ára eða með því að sæta því að einungis væri hægt að leysa fjárhæðir út í smáum skömmtum á löngu tímabili, svo sem 20 árum. Líklega eru þessar leiðir áhættumeiri nú en þegar þær voru settar fram, vegna þess að aflandskrónueignin hefur aukist svo mjög. En það er líka vert að muna að ein lausn hentar ekki öllum og aflandskrónueigendur eru nú fjölbreyttari hópur en fyrr. Við getum til viðbótar líka hugsað að fara þá leið að semja við aflandskrónueigendur. Þeim getur ekki hugnast sú framtíðarsýn að íslenskt atvinnulíf haldi áfram að veikjast vegna haftanna, samkeppnishæf fyrirtæki yfirgefi landið og engin erlend fjárfesting verði hér. Hvenær eiga þeir þá að fá peningana sína út? Grikkir hafa nýlokið samningaviðræðum af áþekkum toga við skuldabréfaeigendur um afslátt á grískum ríkisskuldum, með ágætum árangri. Þótt þar hafi vissulega verið um ríkisskuldir að ræða, en hér sé um fjármögnunarvanda að ræða, er grundvallarviðfangsefnið ekki ósvipað. Hvaða umgjörð væri hægt að skapa í slíkum samningum um greiðslufresti og afslætti, fyrir ólíka hópa aflandskrónueigenda? Staða heimila með húsnæðisskuldir er líka áhyggjuefni. Verðtryggðar skuldir hækka verulega með gengislækkun krónunnar. Ef óverðtryggð lán eru rétt verðlögð má líka ætla að kjör þeirra rjúki upp úr öllu valdi við slíkt gengisfall. Er hægt að taka áhrif gengisfalls við afnám hafta út fyrir sviga með einhverjum hætti – til dæmis að flytja öll lán í óverðtryggð kjör á föstum vöxtum fram yfir áhrifatímabil afnámsins? Gætu bankakerfið og ríkið sameinast um það? Gæti framlag lífeyrissjóðanna verið afsal á hækkun verðtryggðra eigna vegna verðbólgu í einhverja mánuði eftir afnám hafta? Slíkar lausnir gætu aukið þol samfélagsins til að taka á sig högg af tímabundnu gengisfalli og verðbólguskoti sem af slíku gengisfalli leiddi.Evrópsk þátttaka í ferlinu Það þarf líka að útfæra í aðildarviðræðunum með hvaða hætti Evrópusambandið og evrópski Seðlabankinn gætu aðstoðað við þessa lausn, flýtt fyrir henni og aukið tiltrú á ferlinu. Þátttaka í evrópska myntsamstarfinu er vissulega bundin við aðildarríkin ein og ekkert ríki getur orðið aðili að ESB með gjaldeyrishöft. Evrópusambandið hefur hins vegar ítrekað viðurkennt þá fordæmislausu aðstöðu sem Ísland lenti í 2008 og í samtölum mínum við Olli Rehn, framkvæmdastjóra gjaldmiðilsmála, í febrúar í fyrra hét hann stuðningi sambandsins við afnámsferlið sem slíkt. Þegar ég ræddi við Jean-Claude Trichet, þáverandi seðlabankastjóra, um stöðuna á sama tíma, hristi hann höfuðið yfir þeim vanda sem aflandskrónueign upp á tæp 30% af þjóðarframleiðslu skapaði og kallaði það fordæmislausan vanda. Hvað ætli Mario Draghi, eftirmaður hans, myndi segja við aflandskrónueign upp á um 60% af þjóðarframleiðslu, eins og nú er orðin raunin? Ein leið í þessu efni væri sú að í aðildarviðræðunum yrði samið um að evrópski Seðlabankinn myndi veita fyrirgreiðslu til að unnt yrði að fjármagna útflæðið allt strax í upphafi eða á fárra ára tímabili, með endurgreiðslu yfir lengra tímabil. Slík lausn myndi væntanlega valda því að krónan félli minna en ella við afnám haftanna og greiða fyrir því að rétt verð fengist á hana fljótt, svo auðveldara væri að ganga beint inn í ERM II og taka upp evru án vandkvæða í kjölfarið.Að venjast höftunum Í þessum greinum hef ég rætt þann alvarlega vanda sem gjaldeyrishöftin skapa. Hann vex stöðugt. Froskur sem settur er í heitt vatn hoppar upp úr, en ef hann er settur í kalt vatn og kveikt undir soðnar hann því hann tekur ekki eftir breytingunni. Hættan er sú að okkur fari eins – við tökum ekki eftir þeim breytingum sem verða, dag frá degi, á viðskiptaumhverfi okkar og rönkum við okkur eftir fáein ár þegar fyrirtækjum verður orðið óheimilt að eiga gjaldeyrisreikninga og við þurfum leyfi frá Seðlabankanum til að kaupa okkur bíl, jakkaföt, kjól eða dýra skó. Þetta er ekki einfalt vandamál úrlausnar og síst í aðdraganda kosninga. Afnám hafta mun örugglega valda gengisfalli krónunnar og verðbólgu í kjölfarið, með tilheyrandi áhættu fyrir skuldug heimili. En á öllum vanda er lausn. Okkar er að finna hana saman.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun