Að kaupa og selja ríkisstyrki Haukur Eggertsson skrifar 16. desember 2010 05:45 Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra er margt til lista lagt. Með því að koma á „mjólkurkvótakauphöll" er nú komið markaðsvirði á þau réttindi og skyldur að framleiða mjólk ofan í landsmenn. Niðurstaðan er sú að bændur eru tilbúnir að kaupa réttinn til ríkisstyrks fyrir 280 kr. á mjólkurlítrann. Á árinu 2010 mun ríkið verja um 5,5 ma. kr. í stuðning til mjólkurbænda. Hafa ber í huga að það sem ræður kvótaverðinu er samspil kostnaðar bónda við framleiðslu, verðs mjólkurinnar til heildsala og styrkja ríkisins. Samkvæmt upplýsingum af vef Bændasamtakanna eru beingreiðslur til bænda á hvern mjólkurlítra 31,54 kr. (A+B) og geta verið hærri á vissum álagstímum (C). Þessu til viðbótar koma svokallaðar gripagreiðslur sem eru ígildi um 4 kr. styrks á lítra. Til einföldunar skulum við gefa okkur að greiðslur á mjólkurlítra séu að meðaltali 40 kr. Samkvæmt þessu virðist vera sem árlegir styrkir séu um 14% af markaðsvirði mjólkurkvótans. Þetta verðmætamat bændanna sjálfra bendir til þess að styrkirnir séu of háir. Þannig er ljóst að væru beingreiðslur hækkaðar um 1 kr. á mjólkurlítrann, yrðu áhrifin þau að hækka kvótaverðið um 10 til 20 kr. Slíkt myndi eingöngu til skamms tíma bæta stöðu landbúnaðarins, þar sem handhafi kvótans myndi núvirða krónuna inn í verðmat sitt, og þegar hann selur kvótann, sem hann hefði nú aukinn hvata til, mun arftaki hans þurfa að borga þessa sömu 1 kr. meira í vexti til lánastofnana. Það er því landbúnaðinum til framtíðar vont að virði kvótans skuli vera svona hátt, því þó að hátt kvótaverð nýtist vissulega núverandi handhöfum kvótans, þá eru það peningar sem vísir eru til að fara út úr greininni þegar eldri bændur bregða búi, minnka við sig, eða safnast til feðra sinna og deila arfi á milli fleiri en arftaka sinna í búrekstri. Framtíð greinarinnar liggur nefnilega ekki í gömlum bændum, heldur ungum bændum, sem í dag verða að taka himinhá lán til að kaupa sig inn í greinina. Skattborgarar landsins verja svo of háum fjármunum í niðurgreiðslur sem hafa þá nytsemi eina að hækka kvótaverð án þess að lækka mjólkurverð. Bóndi sem kaupir í dag mjólkurkvóta á 280 kr. og tekur til þess verðtryggt lán á kjörvöxtum bankanna (5%) þarf árlega að greiða 14 kr. í vexti til þess að halda í horfinu. Ef hann ætlar að greiða upp lánið á 30 árum, þarf hann að greiða árlega 18 kr. af lítranum, fyrir það að fá 40 kr. ríkisstyrk. Bændur þurfa nefnilega ekki nema 22 kr. í styrki til að reka sín bú þegar ekki þarf að borga af mjólkurkvótaskuldum. Af þessu má ljóst vera að ríkið er í dag að eyða á þriðja milljarð króna í greiðslur sem gera ekkert annað en að halda uppi kvótaverði. Hér er þeirri tillögu varpað fram að stjórnvöld hefjist handa við að vinda ofan af þessu óheilbrigða kerfi og lækki styrkveitingar árlega um 5% eða þar til markaðsvirði kvótans verður komið niður í eins árs niðurgreiðslur. Miðað við 5% arðsemiskröfu og 30 ára uppgreiðslutíma myndi jafnvægi myndast við 24 kr. niðurgreiðslur, 24 kr. verðmæti mjólkurkvótans og árlegan sparnaði ríkisins upp á 2 milljarða kr. eftir 10 ár, miðað við óbreytt mjólkurverð og framleiðslukostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra er margt til lista lagt. Með því að koma á „mjólkurkvótakauphöll" er nú komið markaðsvirði á þau réttindi og skyldur að framleiða mjólk ofan í landsmenn. Niðurstaðan er sú að bændur eru tilbúnir að kaupa réttinn til ríkisstyrks fyrir 280 kr. á mjólkurlítrann. Á árinu 2010 mun ríkið verja um 5,5 ma. kr. í stuðning til mjólkurbænda. Hafa ber í huga að það sem ræður kvótaverðinu er samspil kostnaðar bónda við framleiðslu, verðs mjólkurinnar til heildsala og styrkja ríkisins. Samkvæmt upplýsingum af vef Bændasamtakanna eru beingreiðslur til bænda á hvern mjólkurlítra 31,54 kr. (A+B) og geta verið hærri á vissum álagstímum (C). Þessu til viðbótar koma svokallaðar gripagreiðslur sem eru ígildi um 4 kr. styrks á lítra. Til einföldunar skulum við gefa okkur að greiðslur á mjólkurlítra séu að meðaltali 40 kr. Samkvæmt þessu virðist vera sem árlegir styrkir séu um 14% af markaðsvirði mjólkurkvótans. Þetta verðmætamat bændanna sjálfra bendir til þess að styrkirnir séu of háir. Þannig er ljóst að væru beingreiðslur hækkaðar um 1 kr. á mjólkurlítrann, yrðu áhrifin þau að hækka kvótaverðið um 10 til 20 kr. Slíkt myndi eingöngu til skamms tíma bæta stöðu landbúnaðarins, þar sem handhafi kvótans myndi núvirða krónuna inn í verðmat sitt, og þegar hann selur kvótann, sem hann hefði nú aukinn hvata til, mun arftaki hans þurfa að borga þessa sömu 1 kr. meira í vexti til lánastofnana. Það er því landbúnaðinum til framtíðar vont að virði kvótans skuli vera svona hátt, því þó að hátt kvótaverð nýtist vissulega núverandi handhöfum kvótans, þá eru það peningar sem vísir eru til að fara út úr greininni þegar eldri bændur bregða búi, minnka við sig, eða safnast til feðra sinna og deila arfi á milli fleiri en arftaka sinna í búrekstri. Framtíð greinarinnar liggur nefnilega ekki í gömlum bændum, heldur ungum bændum, sem í dag verða að taka himinhá lán til að kaupa sig inn í greinina. Skattborgarar landsins verja svo of háum fjármunum í niðurgreiðslur sem hafa þá nytsemi eina að hækka kvótaverð án þess að lækka mjólkurverð. Bóndi sem kaupir í dag mjólkurkvóta á 280 kr. og tekur til þess verðtryggt lán á kjörvöxtum bankanna (5%) þarf árlega að greiða 14 kr. í vexti til þess að halda í horfinu. Ef hann ætlar að greiða upp lánið á 30 árum, þarf hann að greiða árlega 18 kr. af lítranum, fyrir það að fá 40 kr. ríkisstyrk. Bændur þurfa nefnilega ekki nema 22 kr. í styrki til að reka sín bú þegar ekki þarf að borga af mjólkurkvótaskuldum. Af þessu má ljóst vera að ríkið er í dag að eyða á þriðja milljarð króna í greiðslur sem gera ekkert annað en að halda uppi kvótaverði. Hér er þeirri tillögu varpað fram að stjórnvöld hefjist handa við að vinda ofan af þessu óheilbrigða kerfi og lækki styrkveitingar árlega um 5% eða þar til markaðsvirði kvótans verður komið niður í eins árs niðurgreiðslur. Miðað við 5% arðsemiskröfu og 30 ára uppgreiðslutíma myndi jafnvægi myndast við 24 kr. niðurgreiðslur, 24 kr. verðmæti mjólkurkvótans og árlegan sparnaði ríkisins upp á 2 milljarða kr. eftir 10 ár, miðað við óbreytt mjólkurverð og framleiðslukostnað.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun