Að mismuna börnum Einar Steingrímsson skrifar 28. nóvember 2013 06:00 Árið 1896 féll dómur í Hæstarétti Bandaríkjanna í málinu Plessy gegn Ferguson, sem er eitt af þekktustu málum bandarískrar lögfræðisögu. Ekki síður þekkt er sú hugmynd sem birtist í dómnum og hlaut nafngiftina „separate but equal“, en það gæti á íslensku útlagst sem „aðskilin en jöfn“. Hér er vísað í þá niðurstöðu réttarins að í lagi sé að skilja að fólk eftir kynþætti, að því tilskildu að aðbúnaður beggja sé jafn. Þetta voru lög í landinu í rúma hálfa öld, þar til þeim var hnekkt í málinu Brown gegn Board of Education árið 1954, sem er ekki síður þekkt en Plessy, enda er síðari úrskurðurinn grundvallaratriði í bandarískum rétti fram á þennan dag. Í honum er því lýst yfir að aðskilnaður á grundvelli kynþáttar feli sjálfkrafa í sér ólögmæta mismunun. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hélt nýlega ræðu á kirkjuþingi, þar sem hún talaði um andstöðuna við trúboð ríkiskirkjunnar í grunnskólum, og hélt því m.a. fram að andstæðingarnir vildu „forða börnunum okkar frá boðskap um…kærleika“. Sóðalegar dylgjur af þessu tagi, sem eru í raun hrein lygi, hefðu í flestum nágrannalöndum okkar trúlega leitt til þess að ráðherrann hefði þurft að biðjast afsökunar á orðum sínum, eða segja af sér. Svo er ekki á Íslandi, enda ríkja þar óþroskaðar hugmyndir um siðferði og ábyrgð stjórnmálafólks. Fáum hefði brugðið ef ritstjóri Fréttablaðsins, Ólafur Stephensen, hefði bent kurteislega á að rakalausar svívirðingar af þessu tagi væru hvorki sæmandi ráðherra né líklegar til að vinna fylgi þeirri ríkiskirkju sem hann styður greinilega, miðað við fyrri skrif hans. Hann kaus í staðinn að verja, í nýlegum leiðara, framgöngu Hönnu Birnu, og reyndi að breiða yfir ofstækið sem felst í staðhæfingum hennar. Ólafur virðist vera á þeirri skoðun að nóg sé „að tryggja að börn foreldra sem aðhyllast önnur trúarbrögð eða engin þyrftu ekki að taka þátt í hefðum eða athöfnum sem væru þeim á móti skapi“ og á þar við athafnir í skólum sem tengjast boðskap ríkiskirkjunnar. Það eru næstum sextíu ár síðan hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp úr um að aðskilnaður á grundvelli kynþátta bryti gegn þeim mannréttindum sem bandaríska stjórnarskráin tryggði borgurum landsins, af því að slíkur aðskilnaður fæli sjálfkrafa í sér misrétti. Innanríkisráðherra, og ritstjóri Fréttablaðsins, telja hins vegar, enn þann dag í dag, í lagi að börn séu aðskilin í skólastarfi, á grundvelli lífsskoðana foreldra þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1896 féll dómur í Hæstarétti Bandaríkjanna í málinu Plessy gegn Ferguson, sem er eitt af þekktustu málum bandarískrar lögfræðisögu. Ekki síður þekkt er sú hugmynd sem birtist í dómnum og hlaut nafngiftina „separate but equal“, en það gæti á íslensku útlagst sem „aðskilin en jöfn“. Hér er vísað í þá niðurstöðu réttarins að í lagi sé að skilja að fólk eftir kynþætti, að því tilskildu að aðbúnaður beggja sé jafn. Þetta voru lög í landinu í rúma hálfa öld, þar til þeim var hnekkt í málinu Brown gegn Board of Education árið 1954, sem er ekki síður þekkt en Plessy, enda er síðari úrskurðurinn grundvallaratriði í bandarískum rétti fram á þennan dag. Í honum er því lýst yfir að aðskilnaður á grundvelli kynþáttar feli sjálfkrafa í sér ólögmæta mismunun. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hélt nýlega ræðu á kirkjuþingi, þar sem hún talaði um andstöðuna við trúboð ríkiskirkjunnar í grunnskólum, og hélt því m.a. fram að andstæðingarnir vildu „forða börnunum okkar frá boðskap um…kærleika“. Sóðalegar dylgjur af þessu tagi, sem eru í raun hrein lygi, hefðu í flestum nágrannalöndum okkar trúlega leitt til þess að ráðherrann hefði þurft að biðjast afsökunar á orðum sínum, eða segja af sér. Svo er ekki á Íslandi, enda ríkja þar óþroskaðar hugmyndir um siðferði og ábyrgð stjórnmálafólks. Fáum hefði brugðið ef ritstjóri Fréttablaðsins, Ólafur Stephensen, hefði bent kurteislega á að rakalausar svívirðingar af þessu tagi væru hvorki sæmandi ráðherra né líklegar til að vinna fylgi þeirri ríkiskirkju sem hann styður greinilega, miðað við fyrri skrif hans. Hann kaus í staðinn að verja, í nýlegum leiðara, framgöngu Hönnu Birnu, og reyndi að breiða yfir ofstækið sem felst í staðhæfingum hennar. Ólafur virðist vera á þeirri skoðun að nóg sé „að tryggja að börn foreldra sem aðhyllast önnur trúarbrögð eða engin þyrftu ekki að taka þátt í hefðum eða athöfnum sem væru þeim á móti skapi“ og á þar við athafnir í skólum sem tengjast boðskap ríkiskirkjunnar. Það eru næstum sextíu ár síðan hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp úr um að aðskilnaður á grundvelli kynþátta bryti gegn þeim mannréttindum sem bandaríska stjórnarskráin tryggði borgurum landsins, af því að slíkur aðskilnaður fæli sjálfkrafa í sér misrétti. Innanríkisráðherra, og ritstjóri Fréttablaðsins, telja hins vegar, enn þann dag í dag, í lagi að börn séu aðskilin í skólastarfi, á grundvelli lífsskoðana foreldra þeirra.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar