Að naga af sér fótinn Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2014 07:00 Yfirvaldið boðar enn þyngri bókaskatt á heimsins minnsta bókamarkað – skattahækkun á afurðina sem bókaþjóðin kennir sig við og skilgreinir sig út frá. Skattheimta á bækur skal nú hækka úr sjö prósentum í tólf. Þetta ku yfirvaldið gera til að einfalda kerfin og tilvistina. Engar rannsóknir liggja að baki, engar hugmynda- og hagfræðilegar úttektir á því hvort menning, tungumál og bókaþjóð þoli aukið skattaálag. Aðeins einföld hugmynd um einföldun sem er pússuð og potað á blað. Svo veltist blaðið manna á milli þar til einhver grípur og meitlar í stein. Orð eru lögð á borð og verða að lögum. Enginn veit alveg af hverju ekki var gripið í tauma áður en það var of seint. Ferli ákvarðana virðist oft á þessa lund á sögueyjunni. Þó er löngu vitað að undirstaða þess að viðhalda þjóðtungu er öflug útgáfa á prentuðu máli. Sú barátta er töpuð ef stjórnvöld snúa ekki vörn í sókn og beita sértækum aðgerðum til að auðvelda sem allra mest og víðast aðgengi að rituðu máli – fjölbreyttum bókmenntum á auðugri tungu. Afnám bókaskatts væri liður í slíkri varnarbaráttu. Bókaútgáfa í landinu stendur nú þegar höllum fæti og minni forlög berjast í bökkum. Barnabókatitlum fækkar og nýliðun í þeirri stétt er lítil. Útgáfa myndskreyttra íslenskra barnabóka heyrir nú þegar nær sögunni til. Aukin skattlagning á greinina gæti veitt náðarhögg.Sjálfsmynd þjóðar Fótgönguliðar fara þessa dagana frá Pontíusi til Pílatusar til að biðja bókinni griða. Áheyrn hjá menntamálaráðherra hefur skilað skilningi og samúð ásamt óljósum vangaveltum um mótvægisaðgerðir í formi styrkja. Áheyrn hjá viðskiptanefnd hefur skilað skilningi og samúð ásamt fyrirspurnum um mótvægisaðgerðir. En læsi og þjóðtunga er ekki einkamál rithöfunda og bókaútgefenda heldur hagsmunamál og sjálfsmynd heillar þjóðar. Því skýtur skökku við að ráðherra menntamála ferðist nú eyjuna þvera og endilanga og boði læsi og málrækt um leið og hann leggur harkalega til atlögu gegn bókaútgáfu. Það er skrítinn skottís.Enska er okkar mál Með ört vaxandi rafmenningu þrengir mjög að bókinni, læsi og tungumáli. Kynslóðir vaxa sem beita í auknum mæli fyrir sig enskri tungu í daglegum tjáskiptum. Sú þróun er ógnvænleg. Um það votta framhaldsskólakennarar og háskólakennarar sem lýsa hraðri þróun í eina átt. Ein öflugasta mótvægisaðgerðin gegn þeirri þróun er að auðvelda sem mest aðgengi að rituðu móðurmáli, meðal annars með því að afnema bókaskatt. Það er jafnframt viðurkennd og meðvituð aðgerð í nágrannalöndum sem hafa metnað fyrir menningu og framtíðarvon fyrir tungumál.Meistaradeild í bókaskatti Fimm Evrópulönd leggja ekki virðisaukaskatt á bækur þar sem slíkt stríðir gegn menningar- og menntastefnum þessara þjóða. Meðal þeirra landa eru Bretland, Írland og Noregur sem þó eru ekki örsmá málssvæði líkt og Ísland og að auki með margfalt stærri bókamarkað en okkar litla samfélag. Tuttugu lönd eru með lægri en 7% bókaskatt og aðeins fjögur lönd Evrópu eru með 12% virðisaukaskatt á bókum eða meira. Við skipum okkur á bekk með þeim Evrópumeisturum í bókaskattheimtu ef af hækkun verður.Skilaboð frá sögueyju Hækkun virðisaukaskatts á bækur sendir sterk skilaboð til landsmanna og nágrannalanda um þá menningarstefnu sem stjórnvöld vilja standa fyrir. Skattahækkun á bækur sýnir framtíðarsýn fyrir bókmenntir, tungu og læsi í landinu. Alþjóðlegi bókmenntaheimurinn er ekki stór og það fregnast fljótt ef stjórnvöld á sögueyju leggjast af fullum þunga á bókaútgáfu með skattaálögum. Slík tilraun hefur langvarandi afleiðingar, rétt eins og að naga af sér fótinn. Útgefendur fækka fljótt titlum, aðgengi ungra höfunda minnkar enn. Nýjum höfundum, einkum barnabókahöfundum fækkar hratt og kostnaðarsamasta og metnaðarfyllsta útgáfan hverfur af sjónarsviðinu. Stjórn Rithöfundasambands Íslands krefst þess að bókaskattur verði aflagður með öllu og þar með snúið af þeirri ógæfuleið sem sligað gæti stóran hluta bókaútgáfu í landinu og haft hraðvirk hrunáhrif á viðkvæma menningu bókaþjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Yfirvaldið boðar enn þyngri bókaskatt á heimsins minnsta bókamarkað – skattahækkun á afurðina sem bókaþjóðin kennir sig við og skilgreinir sig út frá. Skattheimta á bækur skal nú hækka úr sjö prósentum í tólf. Þetta ku yfirvaldið gera til að einfalda kerfin og tilvistina. Engar rannsóknir liggja að baki, engar hugmynda- og hagfræðilegar úttektir á því hvort menning, tungumál og bókaþjóð þoli aukið skattaálag. Aðeins einföld hugmynd um einföldun sem er pússuð og potað á blað. Svo veltist blaðið manna á milli þar til einhver grípur og meitlar í stein. Orð eru lögð á borð og verða að lögum. Enginn veit alveg af hverju ekki var gripið í tauma áður en það var of seint. Ferli ákvarðana virðist oft á þessa lund á sögueyjunni. Þó er löngu vitað að undirstaða þess að viðhalda þjóðtungu er öflug útgáfa á prentuðu máli. Sú barátta er töpuð ef stjórnvöld snúa ekki vörn í sókn og beita sértækum aðgerðum til að auðvelda sem allra mest og víðast aðgengi að rituðu máli – fjölbreyttum bókmenntum á auðugri tungu. Afnám bókaskatts væri liður í slíkri varnarbaráttu. Bókaútgáfa í landinu stendur nú þegar höllum fæti og minni forlög berjast í bökkum. Barnabókatitlum fækkar og nýliðun í þeirri stétt er lítil. Útgáfa myndskreyttra íslenskra barnabóka heyrir nú þegar nær sögunni til. Aukin skattlagning á greinina gæti veitt náðarhögg.Sjálfsmynd þjóðar Fótgönguliðar fara þessa dagana frá Pontíusi til Pílatusar til að biðja bókinni griða. Áheyrn hjá menntamálaráðherra hefur skilað skilningi og samúð ásamt óljósum vangaveltum um mótvægisaðgerðir í formi styrkja. Áheyrn hjá viðskiptanefnd hefur skilað skilningi og samúð ásamt fyrirspurnum um mótvægisaðgerðir. En læsi og þjóðtunga er ekki einkamál rithöfunda og bókaútgefenda heldur hagsmunamál og sjálfsmynd heillar þjóðar. Því skýtur skökku við að ráðherra menntamála ferðist nú eyjuna þvera og endilanga og boði læsi og málrækt um leið og hann leggur harkalega til atlögu gegn bókaútgáfu. Það er skrítinn skottís.Enska er okkar mál Með ört vaxandi rafmenningu þrengir mjög að bókinni, læsi og tungumáli. Kynslóðir vaxa sem beita í auknum mæli fyrir sig enskri tungu í daglegum tjáskiptum. Sú þróun er ógnvænleg. Um það votta framhaldsskólakennarar og háskólakennarar sem lýsa hraðri þróun í eina átt. Ein öflugasta mótvægisaðgerðin gegn þeirri þróun er að auðvelda sem mest aðgengi að rituðu móðurmáli, meðal annars með því að afnema bókaskatt. Það er jafnframt viðurkennd og meðvituð aðgerð í nágrannalöndum sem hafa metnað fyrir menningu og framtíðarvon fyrir tungumál.Meistaradeild í bókaskatti Fimm Evrópulönd leggja ekki virðisaukaskatt á bækur þar sem slíkt stríðir gegn menningar- og menntastefnum þessara þjóða. Meðal þeirra landa eru Bretland, Írland og Noregur sem þó eru ekki örsmá málssvæði líkt og Ísland og að auki með margfalt stærri bókamarkað en okkar litla samfélag. Tuttugu lönd eru með lægri en 7% bókaskatt og aðeins fjögur lönd Evrópu eru með 12% virðisaukaskatt á bókum eða meira. Við skipum okkur á bekk með þeim Evrópumeisturum í bókaskattheimtu ef af hækkun verður.Skilaboð frá sögueyju Hækkun virðisaukaskatts á bækur sendir sterk skilaboð til landsmanna og nágrannalanda um þá menningarstefnu sem stjórnvöld vilja standa fyrir. Skattahækkun á bækur sýnir framtíðarsýn fyrir bókmenntir, tungu og læsi í landinu. Alþjóðlegi bókmenntaheimurinn er ekki stór og það fregnast fljótt ef stjórnvöld á sögueyju leggjast af fullum þunga á bókaútgáfu með skattaálögum. Slík tilraun hefur langvarandi afleiðingar, rétt eins og að naga af sér fótinn. Útgefendur fækka fljótt titlum, aðgengi ungra höfunda minnkar enn. Nýjum höfundum, einkum barnabókahöfundum fækkar hratt og kostnaðarsamasta og metnaðarfyllsta útgáfan hverfur af sjónarsviðinu. Stjórn Rithöfundasambands Íslands krefst þess að bókaskattur verði aflagður með öllu og þar með snúið af þeirri ógæfuleið sem sligað gæti stóran hluta bókaútgáfu í landinu og haft hraðvirk hrunáhrif á viðkvæma menningu bókaþjóðar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar