Að sækja námslánin í skattaskjól Arngrímur Vídalín skrifar 4. maí 2016 13:00 Ágætu stjórnvöld, Ég verð stundum svolítið hugsi yfir því hvað námsmönnum er gert erfitt fyrir hér á landi alveg að ófyrirsynju, og það er ekki alveg laust við þá tilfinningu að það andi köldu yfir axlirnar á okkur með reglulegu millibili. Árlega er námsmönnum á formi lánasjóðs afhentur sendiboði til að skjóta, eins konar persónugerving ráðherra sem hægt er að kasta sín á milli á spjótseggjum og urða í mógröf fram að næstu úthlutunarreglum. Á meðan lánasjóðnum blæðir getur ráðherrann gengið óskaddaður milli fjöldafunda og talað um gildi menntunar og árangur sinn í starfi. Svona hefur þetta gengið lengur en elstu menn muna. En nú er svo komið að ekki verður skorið meir niður. Þar sem áður var svigrúm hljóða nýjar úthlutunarreglur upp á það að þeir nemendur sem ætla sér alla leið í doktorsnám geta ekki leyft sér neina útúrdúra þar sem heildarfjöldi lánshæfra eininga hefur nú verið skorinn niður allrækilega. Hefðbundið grunnnám (3 ár) eru 180 einingar, framhaldsnám (2 ár) 120 einingar, og doktorsnám (3-4 ár) 180-240 einingar. Fyrir þessu öllu var lánað auk 120 eininga til viðbótar samanlagt á hvaða námsstigi sem var. Nú aftur á móti verður ekki lánað nema fyrir 60 einingum á doktorsstigi auk 120 aukaeininga á grunn-, framhalds- eða doktorsstigi. Þetta þýðir að heildarfjöldi lánshæfra eininga er skorinn úr 600 niður í 480 – um tvö heil ár. Svigrúmið er ekkert og doktorsnemar við Íslensku- og menningardeild, þar sem doktorsnámið er fjögur ár en ekki þrjú, fá ekki lengur námslán út sinn námsferil. Það eru kaldar kveðjur til námsbrautar sem markar Háskóla Íslands einna mestrar sérstöðu í heiminum. Nýjustu úthlutunarreglur mætti orða á formi dæmisögu svona: Námsmaður hefur grunnnám en ákveður eftir fyrsta vetur að námið henti sér ekki. Því skiptir hann um svið og lýkur svo blönduðu grunnprófi í skyldum fögum á fjórum vetrum. Þvínæst lýkur hann meistaraprófi á tveim vetrum og hefur nú í hyggju að leggja stund á doktorsnám í faginu. Þá kemur á daginn að viðkomandi námsmaður hefur nýtt allt svigrúm sem úthlutunarreglur bjóða upp á og hefur því aðeins rétt til námslána í einn vetur af þrem eða fjórum sem doktorsnámið tekur. Þetta er raunhæft dæmi fyrir marga námsmenn. Niðurstaðan verður að doktorsnámi er því sem næst sjálfhætt við íslenska háskóla þar sem aðeins lítið brot doktorsnema hlýtur styrki úr samkeppnissjóðum eða getur framfleytt sér með öðrum hætti meðan á námi stendur. Doktorsnám hljóðar, þegar best lætur, upp á 70 stunda vinnuviku. Sú sérfræðiþekking sem verður til fyrir vikið er ómetanleg, en nú á skyndilega að ampútera hana frá menntakerfinu. Þessi skerðing á sér stað á sama tíma og stjórnvöld halda mjög á lofti fordæmalausum árangri sínum í að bæta kjör landsmanna auk bættrar stöðu ríkissjóðs og rekstrarafgangs af honum. Auðvitað efast ekki nokkur manneskja um þennan árangur og þó orkar það eitthvað einkennilega á sinnið að námsmenn fái enga hlutdeild í þeim árangri sem þeim er þó sagt að hafi náðst. Ef staða ríkissjóðs er svo góð sem sagt er hlýtur tilefni að vera til að auka heldur möguleika fólks á að stunda nám en að draga úr því litla sem þeim þó hefur staðið til boða fram að þessu. Málsmetandi maður hafði á dögunum orð á því að erfitt væri að eiga peninga á Íslandi og má til sanns vegar færa líkt og nýleg dæmi sýna, en það er sömuleiðis erfitt að eiga þá ekki og þurfa að reiða sig á lánastofnanir meðan maður fórnar bestu árum lífsins til að afla sér dýrmætrar þekkingar, jafnvel þótt þær séu starfræktar af ríkinu og svo eigi að heita að það sé í þágu stúdenta sem þær eru starfræktar. Ýmsum kynni að þykja þetta benda til þess að stjórnvöld deili ekki kjörum með venjulegu fólki og þekki því ekki aðstæður námsmanna af eigin raun, enda eiga námsmenn sér ekkert skjól annað en lánasjóðinn. Illar tungur segja nú að þetta hljóti að vera liður í því að beina námsmönnum heldur að einkareknum lánasjóðum sem nú gera sig líklega til að hasla sér völl, en með því ráðherrar starfa í umboði kjósenda sem eru andvígir slíkri einkavæðingu í menntakerfinu nær það auðvitað ekki nokkurri átt, eða hvað? Það væri verra ef námsmenn þyrftu eftirleiðis að sækja námslánin í skattaskjól. Ef ekki mætti af öðru dæma en athöfnum núverandi stjórnvalda í málefnum stúdenta skyldi engan undra þótt þeir og þeirra á meðal doktorsnemar spyrji sjálfa sig hvort allt þetta sé ef til vill til marks um einhvers konar andúð stjórnarflokkanna á menntun. Nú vitum við auðvitað að það getur tæpast verið, en hvað á að segja þeim? Hvernig stendur á þessari aðför að háskólakerfinu þegar ríkisreksturinn er allur í þessu líka lukkunnar velstandi? Hvað, ágætu stjórnvöld, vakir eiginlega fyrir ykkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ágætu stjórnvöld, Ég verð stundum svolítið hugsi yfir því hvað námsmönnum er gert erfitt fyrir hér á landi alveg að ófyrirsynju, og það er ekki alveg laust við þá tilfinningu að það andi köldu yfir axlirnar á okkur með reglulegu millibili. Árlega er námsmönnum á formi lánasjóðs afhentur sendiboði til að skjóta, eins konar persónugerving ráðherra sem hægt er að kasta sín á milli á spjótseggjum og urða í mógröf fram að næstu úthlutunarreglum. Á meðan lánasjóðnum blæðir getur ráðherrann gengið óskaddaður milli fjöldafunda og talað um gildi menntunar og árangur sinn í starfi. Svona hefur þetta gengið lengur en elstu menn muna. En nú er svo komið að ekki verður skorið meir niður. Þar sem áður var svigrúm hljóða nýjar úthlutunarreglur upp á það að þeir nemendur sem ætla sér alla leið í doktorsnám geta ekki leyft sér neina útúrdúra þar sem heildarfjöldi lánshæfra eininga hefur nú verið skorinn niður allrækilega. Hefðbundið grunnnám (3 ár) eru 180 einingar, framhaldsnám (2 ár) 120 einingar, og doktorsnám (3-4 ár) 180-240 einingar. Fyrir þessu öllu var lánað auk 120 eininga til viðbótar samanlagt á hvaða námsstigi sem var. Nú aftur á móti verður ekki lánað nema fyrir 60 einingum á doktorsstigi auk 120 aukaeininga á grunn-, framhalds- eða doktorsstigi. Þetta þýðir að heildarfjöldi lánshæfra eininga er skorinn úr 600 niður í 480 – um tvö heil ár. Svigrúmið er ekkert og doktorsnemar við Íslensku- og menningardeild, þar sem doktorsnámið er fjögur ár en ekki þrjú, fá ekki lengur námslán út sinn námsferil. Það eru kaldar kveðjur til námsbrautar sem markar Háskóla Íslands einna mestrar sérstöðu í heiminum. Nýjustu úthlutunarreglur mætti orða á formi dæmisögu svona: Námsmaður hefur grunnnám en ákveður eftir fyrsta vetur að námið henti sér ekki. Því skiptir hann um svið og lýkur svo blönduðu grunnprófi í skyldum fögum á fjórum vetrum. Þvínæst lýkur hann meistaraprófi á tveim vetrum og hefur nú í hyggju að leggja stund á doktorsnám í faginu. Þá kemur á daginn að viðkomandi námsmaður hefur nýtt allt svigrúm sem úthlutunarreglur bjóða upp á og hefur því aðeins rétt til námslána í einn vetur af þrem eða fjórum sem doktorsnámið tekur. Þetta er raunhæft dæmi fyrir marga námsmenn. Niðurstaðan verður að doktorsnámi er því sem næst sjálfhætt við íslenska háskóla þar sem aðeins lítið brot doktorsnema hlýtur styrki úr samkeppnissjóðum eða getur framfleytt sér með öðrum hætti meðan á námi stendur. Doktorsnám hljóðar, þegar best lætur, upp á 70 stunda vinnuviku. Sú sérfræðiþekking sem verður til fyrir vikið er ómetanleg, en nú á skyndilega að ampútera hana frá menntakerfinu. Þessi skerðing á sér stað á sama tíma og stjórnvöld halda mjög á lofti fordæmalausum árangri sínum í að bæta kjör landsmanna auk bættrar stöðu ríkissjóðs og rekstrarafgangs af honum. Auðvitað efast ekki nokkur manneskja um þennan árangur og þó orkar það eitthvað einkennilega á sinnið að námsmenn fái enga hlutdeild í þeim árangri sem þeim er þó sagt að hafi náðst. Ef staða ríkissjóðs er svo góð sem sagt er hlýtur tilefni að vera til að auka heldur möguleika fólks á að stunda nám en að draga úr því litla sem þeim þó hefur staðið til boða fram að þessu. Málsmetandi maður hafði á dögunum orð á því að erfitt væri að eiga peninga á Íslandi og má til sanns vegar færa líkt og nýleg dæmi sýna, en það er sömuleiðis erfitt að eiga þá ekki og þurfa að reiða sig á lánastofnanir meðan maður fórnar bestu árum lífsins til að afla sér dýrmætrar þekkingar, jafnvel þótt þær séu starfræktar af ríkinu og svo eigi að heita að það sé í þágu stúdenta sem þær eru starfræktar. Ýmsum kynni að þykja þetta benda til þess að stjórnvöld deili ekki kjörum með venjulegu fólki og þekki því ekki aðstæður námsmanna af eigin raun, enda eiga námsmenn sér ekkert skjól annað en lánasjóðinn. Illar tungur segja nú að þetta hljóti að vera liður í því að beina námsmönnum heldur að einkareknum lánasjóðum sem nú gera sig líklega til að hasla sér völl, en með því ráðherrar starfa í umboði kjósenda sem eru andvígir slíkri einkavæðingu í menntakerfinu nær það auðvitað ekki nokkurri átt, eða hvað? Það væri verra ef námsmenn þyrftu eftirleiðis að sækja námslánin í skattaskjól. Ef ekki mætti af öðru dæma en athöfnum núverandi stjórnvalda í málefnum stúdenta skyldi engan undra þótt þeir og þeirra á meðal doktorsnemar spyrji sjálfa sig hvort allt þetta sé ef til vill til marks um einhvers konar andúð stjórnarflokkanna á menntun. Nú vitum við auðvitað að það getur tæpast verið, en hvað á að segja þeim? Hvernig stendur á þessari aðför að háskólakerfinu þegar ríkisreksturinn er allur í þessu líka lukkunnar velstandi? Hvað, ágætu stjórnvöld, vakir eiginlega fyrir ykkur?
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun