Að sitja við sama borð Ólafur Teitur Guðnason skrifar 2. febrúar 2016 00:00 Á þrettándanum afþökkuðu viðsemjendur ISAL tilboð fyrirtækisins um 24% launahækkun út árið 2019, viðbótarhækkanir í samræmi við SALEK-endurskoðunina, nýja bónusa sem gátu gefið allt að 8% launahækkun til viðbótar, og eingreiðslu vegna ársins 2015. Þegar viðræðurnar hófust voru dagvinnulaun verkamanna hjá ISAL 25% yfir landsmeðaltali. Skyldi því engan undra að við samningaborðið var fullkomin sátt um launin. Verkalýðsfélögin gátu hins vegar ekki samþykkt að slakað yrði á hömlum varðandi útvistun og verktöku, sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi með kjarasamning sem kveður á um að allir sem stíga fæti inn á svæðið skuli fá sömu laun og starfsmenn fyrirtækisins. Þú last rétt: Kjarasamningur ISAL gildir ekki bara um starfsmenn fyrirtækisins heldur líka um starfsmenn annarra fyrirtækja. Þessu til viðbótar er ISAL eina fyrirtækið á Íslandi sem má ekki bjóða út rekstur mötuneytis. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi sem má ekki bjóða út hliðvörslu og öryggisgæslu. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi sem þarf sérstakt leyfi aðaltrúnaðarmanns fyrir nánast hverju einasta viðviki sem iðnaðarmenn á vegum annarra fyrirtækja sinna á svæðinu, hversu lítilfjörlegt sem það er. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur enginn fjölmiðill beðið verkalýðsfélögin um að nefna hvaða önnur fyrirtæki búa við slík skilyrði. Látið hefur verið í veðri vaka að kjaraviðræðurnar hjá ISAL einkennist af því, að fyrirtækið vilji ekki lúta lögmálum íslensks vinnumarkaðar. Þetta eru eins mikil öfugmæli og hugsast getur, því viðræðurnar strönduðu einmitt á því, að ISAL vill fá að starfa eftir almennum leikreglum á Íslandi. Það vildu verkalýðsfélögin ekki samþykkja. Og fyrir þann sérstaka málstað fórnuðu þau meira en fjórðungshækkun ofan á laun sem þegar voru fjórðungi yfir markaðslaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Á þrettándanum afþökkuðu viðsemjendur ISAL tilboð fyrirtækisins um 24% launahækkun út árið 2019, viðbótarhækkanir í samræmi við SALEK-endurskoðunina, nýja bónusa sem gátu gefið allt að 8% launahækkun til viðbótar, og eingreiðslu vegna ársins 2015. Þegar viðræðurnar hófust voru dagvinnulaun verkamanna hjá ISAL 25% yfir landsmeðaltali. Skyldi því engan undra að við samningaborðið var fullkomin sátt um launin. Verkalýðsfélögin gátu hins vegar ekki samþykkt að slakað yrði á hömlum varðandi útvistun og verktöku, sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi með kjarasamning sem kveður á um að allir sem stíga fæti inn á svæðið skuli fá sömu laun og starfsmenn fyrirtækisins. Þú last rétt: Kjarasamningur ISAL gildir ekki bara um starfsmenn fyrirtækisins heldur líka um starfsmenn annarra fyrirtækja. Þessu til viðbótar er ISAL eina fyrirtækið á Íslandi sem má ekki bjóða út rekstur mötuneytis. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi sem má ekki bjóða út hliðvörslu og öryggisgæslu. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi sem þarf sérstakt leyfi aðaltrúnaðarmanns fyrir nánast hverju einasta viðviki sem iðnaðarmenn á vegum annarra fyrirtækja sinna á svæðinu, hversu lítilfjörlegt sem það er. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur enginn fjölmiðill beðið verkalýðsfélögin um að nefna hvaða önnur fyrirtæki búa við slík skilyrði. Látið hefur verið í veðri vaka að kjaraviðræðurnar hjá ISAL einkennist af því, að fyrirtækið vilji ekki lúta lögmálum íslensks vinnumarkaðar. Þetta eru eins mikil öfugmæli og hugsast getur, því viðræðurnar strönduðu einmitt á því, að ISAL vill fá að starfa eftir almennum leikreglum á Íslandi. Það vildu verkalýðsfélögin ekki samþykkja. Og fyrir þann sérstaka málstað fórnuðu þau meira en fjórðungshækkun ofan á laun sem þegar voru fjórðungi yfir markaðslaunum.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar