Að stemma stigu við nauðgunum: Skref í rétta átt Sigríður J. Hjaltested skrifar 25. nóvember 2010 07:00 Í fyrri hluta umfjöllunar minnar um hvernig stemma megi stigu við nauðgunum, sem birtist hér í Fréttablaðinu í gær, var m.a. fjallað um forvarnir og gildi þeirra, nýtt samskiptamynstur fólks og tengsl þess við sönnunarstöðu í nauðgunarmálum og ungmenni í áhættuhópi. Hvað er þá til ráða? Ungmenni á Íslandi byrja snemma að stíga sín fyrstu skref í samskiptum við hitt kynið. Það þarf því að brýna fyrir þeim í hverju eðlileg samskipti séu fólgin með fræðslu sem þarf að vera viðvarandi. Á ég þá við fræðslu um dagleg samskipti kynjanna, gagnkvæma virðingu og kynferðisleg samskipti. Í því sambandi sé lögð megináhersla á gagnkvæman vilja og samþykki. Fróðlegt væri að gera skoðanakannanir á meðal ungmenna á því hvað þau telja vera „eðlilegt" í dag. Það segir sig nefnilega sjálft að hafi þau skakka mynd af því sem er eðlilegt nú er það líklegra en ekki til fylgja þeim út þeirra fullorðinsár. Skoða þarf hvort ekki sé tímabært að endurskoða samræmda skólanámskrá en bent hefur verið á að styrkja þurfi bæði kennara og foreldra til þess að geta rætt opinskátt við ungmenni um kynhegðun. Þá þarf að leggja áherslu á rétt viðbrögð ef nauðgun á sér stað en það er veigamikið atriði. Er þá bæði átt við að tryggja sönnunargögn og að vita hvert skuli leitað eftir hjálp. Til fróðleiks má taka saman nokkra punkta sem eru þörf áminning:•Berðu virðingu fyrir sjálfum þér og öðrum. Ekki samþykkja það sem þú vilt ekki gera og ekki þrýsta á einhvern annan til þess að gera eitthvað sem þú telur hann ekki vilja gera. Sértu í vafa, slepptu því. •Ekki tala í hálfkveðnum vísum er þú lætur vilja þinn í ljós - sendu skýr skilaboð ef þess er nokkur kostur. •Þú mátt segja „nei" jafnvel þótt þú sért með því að skipta um skoðun. •Ekki láta undan þrýstingi um að hitta einhvern eða fara með einhverjum sem þú þekkir ekki, farðu aldrei ein/einn. •Ekki taka þátt í neinu sem þú sérð að er rangt. Taktu afstöðu með þeim sem hallar á. •Mundu að fara vel með áfengi og verðir þú viðskila við vinahóp eftir að áfengis hefur verið neytt skaltu fá einhvern sem þú treystir, helst fjölskyldu, til þess að fylgja þér heim. •Ekki senda myndir af þér fáklæddri/-um eða sýna þig þannig í vefmyndavél. Þú veist aldrei hvert efnið getur farið að lokum eða í hvaða tilgangi það er notað. •Mundu að vista samskipti þín á netinu. •Ekki hika við að leita ráða og/eða hjálpar. Við getum öll verið sammála því að hlúa þurfi að og veita þolendum nauðgana nauðsynlega aðstoð. Á þetta við hvort sem þeir taka ákvörðun um að kæra verknaðinn eða ekki. Í þessu sambandi hvílir mikil ábyrgð á þeim sem fyrst fá upplýsingar eða grunar að nauðgun hafi átt sér stað. Áhrifaríkasta aðferðin að mínu mati við að stemma stigu við nauðgunum er forvarnir. Í því sambandi má nefna að þörf er á opinni og upplýstri umræðu þar sem fjallað er um nauðganir á málefnalegan hátt og frá ýmsum hliðum. Það er nefnilega staðreynd að fjaðrafok og rangtúlkanir eru aðeins til þess að draga kjarkinn úr fólki. Þeir aðilar sem koma að þessum málum þurfa að viðurkenna hlutverk hvors annars og treysta því að unnið sé af heilindum. Nauðsynlegt er að forvarnir nái til barna strax á grunnskólastigi þar sem það að stemma stigu við nauðgunum er gert að markmiði vinnunnar. Slíkt forvarnastarf þarf að vera öflugt og í takt við þá vinnu sem SAFT hratt af stað í tengslum við örugga netnotkun. Slíkt verkefni væri hverrar krónu virði. Þá þarf forvarnastarf einnig að ná til fullorðinna einstaklinga. Skyndikynni eru mjög algeng í dag og eiga sér því miður allt of oft stað þegar dómgreindin er skert, t.d. vegna neyslu áfengis. Einnig hefur „stefnumótamenning" rutt sér til rúms með tilkomu samskiptasíðna. Þar er boðið upp á nánast hvað sem er og gengið út frá því að fólk gangi með opnum huga til leiks. Efla þarf miðlæga deild lögreglunnar sem sinnir kynferðisbrotamálum. Eins og sakir standa og vegna sparnaðar í kerfinu er uppbygging deildarinnar í dag ekki eins og að var stefnt. Miklu af upplýsingum og þekkingu er fyrir að fara í deildinni sem nauðsynlegt er að greina og vinna úr. Að mínu mati væri kostur að sérstakur forvarnafulltrúi starfaði í deildinni eða í tengslum við deildina, sem sinnti þessum málum eingöngu. Að sjálfsögðu er lögreglan reiðubúin til þess að leggja sitt að mörkum til þess að stemma stigu við nauðgunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri hluta umfjöllunar minnar um hvernig stemma megi stigu við nauðgunum, sem birtist hér í Fréttablaðinu í gær, var m.a. fjallað um forvarnir og gildi þeirra, nýtt samskiptamynstur fólks og tengsl þess við sönnunarstöðu í nauðgunarmálum og ungmenni í áhættuhópi. Hvað er þá til ráða? Ungmenni á Íslandi byrja snemma að stíga sín fyrstu skref í samskiptum við hitt kynið. Það þarf því að brýna fyrir þeim í hverju eðlileg samskipti séu fólgin með fræðslu sem þarf að vera viðvarandi. Á ég þá við fræðslu um dagleg samskipti kynjanna, gagnkvæma virðingu og kynferðisleg samskipti. Í því sambandi sé lögð megináhersla á gagnkvæman vilja og samþykki. Fróðlegt væri að gera skoðanakannanir á meðal ungmenna á því hvað þau telja vera „eðlilegt" í dag. Það segir sig nefnilega sjálft að hafi þau skakka mynd af því sem er eðlilegt nú er það líklegra en ekki til fylgja þeim út þeirra fullorðinsár. Skoða þarf hvort ekki sé tímabært að endurskoða samræmda skólanámskrá en bent hefur verið á að styrkja þurfi bæði kennara og foreldra til þess að geta rætt opinskátt við ungmenni um kynhegðun. Þá þarf að leggja áherslu á rétt viðbrögð ef nauðgun á sér stað en það er veigamikið atriði. Er þá bæði átt við að tryggja sönnunargögn og að vita hvert skuli leitað eftir hjálp. Til fróðleiks má taka saman nokkra punkta sem eru þörf áminning:•Berðu virðingu fyrir sjálfum þér og öðrum. Ekki samþykkja það sem þú vilt ekki gera og ekki þrýsta á einhvern annan til þess að gera eitthvað sem þú telur hann ekki vilja gera. Sértu í vafa, slepptu því. •Ekki tala í hálfkveðnum vísum er þú lætur vilja þinn í ljós - sendu skýr skilaboð ef þess er nokkur kostur. •Þú mátt segja „nei" jafnvel þótt þú sért með því að skipta um skoðun. •Ekki láta undan þrýstingi um að hitta einhvern eða fara með einhverjum sem þú þekkir ekki, farðu aldrei ein/einn. •Ekki taka þátt í neinu sem þú sérð að er rangt. Taktu afstöðu með þeim sem hallar á. •Mundu að fara vel með áfengi og verðir þú viðskila við vinahóp eftir að áfengis hefur verið neytt skaltu fá einhvern sem þú treystir, helst fjölskyldu, til þess að fylgja þér heim. •Ekki senda myndir af þér fáklæddri/-um eða sýna þig þannig í vefmyndavél. Þú veist aldrei hvert efnið getur farið að lokum eða í hvaða tilgangi það er notað. •Mundu að vista samskipti þín á netinu. •Ekki hika við að leita ráða og/eða hjálpar. Við getum öll verið sammála því að hlúa þurfi að og veita þolendum nauðgana nauðsynlega aðstoð. Á þetta við hvort sem þeir taka ákvörðun um að kæra verknaðinn eða ekki. Í þessu sambandi hvílir mikil ábyrgð á þeim sem fyrst fá upplýsingar eða grunar að nauðgun hafi átt sér stað. Áhrifaríkasta aðferðin að mínu mati við að stemma stigu við nauðgunum er forvarnir. Í því sambandi má nefna að þörf er á opinni og upplýstri umræðu þar sem fjallað er um nauðganir á málefnalegan hátt og frá ýmsum hliðum. Það er nefnilega staðreynd að fjaðrafok og rangtúlkanir eru aðeins til þess að draga kjarkinn úr fólki. Þeir aðilar sem koma að þessum málum þurfa að viðurkenna hlutverk hvors annars og treysta því að unnið sé af heilindum. Nauðsynlegt er að forvarnir nái til barna strax á grunnskólastigi þar sem það að stemma stigu við nauðgunum er gert að markmiði vinnunnar. Slíkt forvarnastarf þarf að vera öflugt og í takt við þá vinnu sem SAFT hratt af stað í tengslum við örugga netnotkun. Slíkt verkefni væri hverrar krónu virði. Þá þarf forvarnastarf einnig að ná til fullorðinna einstaklinga. Skyndikynni eru mjög algeng í dag og eiga sér því miður allt of oft stað þegar dómgreindin er skert, t.d. vegna neyslu áfengis. Einnig hefur „stefnumótamenning" rutt sér til rúms með tilkomu samskiptasíðna. Þar er boðið upp á nánast hvað sem er og gengið út frá því að fólk gangi með opnum huga til leiks. Efla þarf miðlæga deild lögreglunnar sem sinnir kynferðisbrotamálum. Eins og sakir standa og vegna sparnaðar í kerfinu er uppbygging deildarinnar í dag ekki eins og að var stefnt. Miklu af upplýsingum og þekkingu er fyrir að fara í deildinni sem nauðsynlegt er að greina og vinna úr. Að mínu mati væri kostur að sérstakur forvarnafulltrúi starfaði í deildinni eða í tengslum við deildina, sem sinnti þessum málum eingöngu. Að sjálfsögðu er lögreglan reiðubúin til þess að leggja sitt að mörkum til þess að stemma stigu við nauðgunum.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar