Aðalfundi Óðins frestað: „Léleg vinnubrögð að koma fram við fólk með þessum hætti“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. febrúar 2014 18:31 Magnús segir það léleg vinnubrögð að reyna að fresta fundinum með svo stuttum fyrirvara. vísir/gva Aðalfundi Málfundafélagsins Óðins sem fram fór í kvöld var frestað vegna óviðráðanlegra ástæðna. Meðlimir fengu tölvupóst þess efnis síðdegis í dag með um klukkustundar fyrirvara en fundurinn var engu að síður haldinn og náði mótframbjóðandi Ólafs Inga Hrólfssonar, fyrrverandi formanns, kjöri til formennsku. Nýr formaður, Eiríkur Ingvarsson, náði kjöri auk átta manna stjórnar. Að sögn Magnúsar Júlíussonar, formanns Sambands ungra Sjálfstæðismanna og meðlims í Óðni, var samhljómur með kosningu til formanns og stjórnar, en þó með þeim fyrirvara að fundurinn væri löglegur. „Stuðningsmenn Ólafs ætla að láta á þetta reyna. Æðsta vald flokksins þarf að staðfesta kjörið,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann segir það léleg vinnubrögð að reyna að fresta fundinum með svo stuttum fyrirvara. „Við teljum að þetta sé ekki löglegt. Sá eini sem getur frestað fundi er fundurinn sjálfur þegar boðað er til hans.“ Samkvæmt lögum félagsins á aðalfundur að fara fram í október ár hvert en fundur féll niður í fyrra. Hann var því boðaður í kvöld en svo frestað með þessum stutta fyrirvara. Hann segir formanninn, Ólaf Inga Hrólfsson, hafa verið í Valhöll í dag en brunað svo í burtu um klukkan hálf fimm. Hann var ekki viðstaddur fundinn og segist Magnús ekki vita hvort hann hafi verið veikur. „Hann var ekki veikari en það að hann var í Valhöll í dag. Hann hefur kannski fengið einhverja skyndiveiki. En það fylgdu engar skýringar í póstinum. Það eru léleg vinnubrögð að koma fram við fólk með þessum hætti.“ Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Aðalfundi Málfundafélagsins Óðins sem fram fór í kvöld var frestað vegna óviðráðanlegra ástæðna. Meðlimir fengu tölvupóst þess efnis síðdegis í dag með um klukkustundar fyrirvara en fundurinn var engu að síður haldinn og náði mótframbjóðandi Ólafs Inga Hrólfssonar, fyrrverandi formanns, kjöri til formennsku. Nýr formaður, Eiríkur Ingvarsson, náði kjöri auk átta manna stjórnar. Að sögn Magnúsar Júlíussonar, formanns Sambands ungra Sjálfstæðismanna og meðlims í Óðni, var samhljómur með kosningu til formanns og stjórnar, en þó með þeim fyrirvara að fundurinn væri löglegur. „Stuðningsmenn Ólafs ætla að láta á þetta reyna. Æðsta vald flokksins þarf að staðfesta kjörið,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann segir það léleg vinnubrögð að reyna að fresta fundinum með svo stuttum fyrirvara. „Við teljum að þetta sé ekki löglegt. Sá eini sem getur frestað fundi er fundurinn sjálfur þegar boðað er til hans.“ Samkvæmt lögum félagsins á aðalfundur að fara fram í október ár hvert en fundur féll niður í fyrra. Hann var því boðaður í kvöld en svo frestað með þessum stutta fyrirvara. Hann segir formanninn, Ólaf Inga Hrólfsson, hafa verið í Valhöll í dag en brunað svo í burtu um klukkan hálf fimm. Hann var ekki viðstaddur fundinn og segist Magnús ekki vita hvort hann hafi verið veikur. „Hann var ekki veikari en það að hann var í Valhöll í dag. Hann hefur kannski fengið einhverja skyndiveiki. En það fylgdu engar skýringar í póstinum. Það eru léleg vinnubrögð að koma fram við fólk með þessum hætti.“
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira