Robert Parker: Dýfa gæti komið á mörkuðum í desember Magnús Halldórsson skrifar 19. september 2012 13:13 Parker heldur erindi í Turninum. mynd/ gva. Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, segir að alþjóðamarkaðir með hlutabréf gætu tekið dýfu í desember næstkomandi þar sem skattalagabreytingar sem samþykktar voru í bandaríska þinginu taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þær eru margvíslegar og gætu valdið óróleika hjá fjárfestum, með fyrrnefndum afleiðingum. Þetta kom fram í ræðu Parkers á haustráðstefnu MP banka í Turninum í Kópavogi. Í ræðu sinni fjallaði Parker um stöðuna á alþjóðamörkuðum. Parker spáir því að Grikkir muni yfirgefa evrusvæðið seinni part næsta ár, 2013, ekkert geti bjargað Grikklandi eins og skuldabréfamarkaðir gefi til kynna, en vaxtaálag á 10 ára skuldabréf landsins er nú 19,89 prósent skv. upplýsingum frá markaðsvakt Bloomberg. Það er margfalt hærra en hjá öllum ríkjum Evrópu og raunar næstum öllum ríkjum heimsins. Parker fór vítt og breitt yfir stöðu mála á alþjóðamörkuðum, og þá ekki síst hvernig einstaka eignaflokkar væru að ávaxtast þessi misserin, allt frá hluta- og skuldabréfum, til einstaka hrávörutegunda. Parker sagði mikla óvissu vera í kortunum, ekki síst pólitíska óvissu, þar sem niðurstaða kosninga í einstökum ríkjum geti haft afgerandi áhrif á gang efnahagsmála. Heilt yfir væru seðlabankar að styðja við hagvöxt með fjárinnspýtingu, og að þeir væru að hafa áhrif til góðs. Í Evrópu væri þó enn fyrir hendi vandamál, sem snéri að því að trúverðug hagvaxtaráætlun, heildstætt fyrir álfuna alla, væri ekki fyrir hendi. Parker sagði, aðspurður um stöðu mála hér á landi, að Ísland væri að ná sér nokkuð vel upp úr efnahagslægðinni, eins og hagtölurnar sýndu. Hann sagði gjaldeyrishöftin aðkallandi vandamál, en að „sjokk" aðferðin, þ.e. að afnema höftin hratt, væri ekki skynsamleg og líklega myndi hagkerfið ekki lifa það af ef henni yrði beitt. Hann sagði að hægt og bítandi þyrfti að afnema höftin, samhliða endurskipulagningu á regluverki, og eðlilegt væri að horfa til næstu tveggja til þriggja ára í þeim efnum. Þá væri einnig mikilvægt að flýta vinnu við að slíta þrotabúum gömlu bankanna, eða ná nauðasamningum við kröfuhafa. Erlendir fjárfestar horfðu ekki síst til þess, þar sem trúverðugleiki efnahags landsins myndi aukast þegar þeirri vinnu væri lokið. Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, segir að alþjóðamarkaðir með hlutabréf gætu tekið dýfu í desember næstkomandi þar sem skattalagabreytingar sem samþykktar voru í bandaríska þinginu taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þær eru margvíslegar og gætu valdið óróleika hjá fjárfestum, með fyrrnefndum afleiðingum. Þetta kom fram í ræðu Parkers á haustráðstefnu MP banka í Turninum í Kópavogi. Í ræðu sinni fjallaði Parker um stöðuna á alþjóðamörkuðum. Parker spáir því að Grikkir muni yfirgefa evrusvæðið seinni part næsta ár, 2013, ekkert geti bjargað Grikklandi eins og skuldabréfamarkaðir gefi til kynna, en vaxtaálag á 10 ára skuldabréf landsins er nú 19,89 prósent skv. upplýsingum frá markaðsvakt Bloomberg. Það er margfalt hærra en hjá öllum ríkjum Evrópu og raunar næstum öllum ríkjum heimsins. Parker fór vítt og breitt yfir stöðu mála á alþjóðamörkuðum, og þá ekki síst hvernig einstaka eignaflokkar væru að ávaxtast þessi misserin, allt frá hluta- og skuldabréfum, til einstaka hrávörutegunda. Parker sagði mikla óvissu vera í kortunum, ekki síst pólitíska óvissu, þar sem niðurstaða kosninga í einstökum ríkjum geti haft afgerandi áhrif á gang efnahagsmála. Heilt yfir væru seðlabankar að styðja við hagvöxt með fjárinnspýtingu, og að þeir væru að hafa áhrif til góðs. Í Evrópu væri þó enn fyrir hendi vandamál, sem snéri að því að trúverðug hagvaxtaráætlun, heildstætt fyrir álfuna alla, væri ekki fyrir hendi. Parker sagði, aðspurður um stöðu mála hér á landi, að Ísland væri að ná sér nokkuð vel upp úr efnahagslægðinni, eins og hagtölurnar sýndu. Hann sagði gjaldeyrishöftin aðkallandi vandamál, en að „sjokk" aðferðin, þ.e. að afnema höftin hratt, væri ekki skynsamleg og líklega myndi hagkerfið ekki lifa það af ef henni yrði beitt. Hann sagði að hægt og bítandi þyrfti að afnema höftin, samhliða endurskipulagningu á regluverki, og eðlilegt væri að horfa til næstu tveggja til þriggja ára í þeim efnum. Þá væri einnig mikilvægt að flýta vinnu við að slíta þrotabúum gömlu bankanna, eða ná nauðasamningum við kröfuhafa. Erlendir fjárfestar horfðu ekki síst til þess, þar sem trúverðugleiki efnahags landsins myndi aukast þegar þeirri vinnu væri lokið.
Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira