Robert Parker: Dýfa gæti komið á mörkuðum í desember Magnús Halldórsson skrifar 19. september 2012 13:13 Parker heldur erindi í Turninum. mynd/ gva. Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, segir að alþjóðamarkaðir með hlutabréf gætu tekið dýfu í desember næstkomandi þar sem skattalagabreytingar sem samþykktar voru í bandaríska þinginu taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þær eru margvíslegar og gætu valdið óróleika hjá fjárfestum, með fyrrnefndum afleiðingum. Þetta kom fram í ræðu Parkers á haustráðstefnu MP banka í Turninum í Kópavogi. Í ræðu sinni fjallaði Parker um stöðuna á alþjóðamörkuðum. Parker spáir því að Grikkir muni yfirgefa evrusvæðið seinni part næsta ár, 2013, ekkert geti bjargað Grikklandi eins og skuldabréfamarkaðir gefi til kynna, en vaxtaálag á 10 ára skuldabréf landsins er nú 19,89 prósent skv. upplýsingum frá markaðsvakt Bloomberg. Það er margfalt hærra en hjá öllum ríkjum Evrópu og raunar næstum öllum ríkjum heimsins. Parker fór vítt og breitt yfir stöðu mála á alþjóðamörkuðum, og þá ekki síst hvernig einstaka eignaflokkar væru að ávaxtast þessi misserin, allt frá hluta- og skuldabréfum, til einstaka hrávörutegunda. Parker sagði mikla óvissu vera í kortunum, ekki síst pólitíska óvissu, þar sem niðurstaða kosninga í einstökum ríkjum geti haft afgerandi áhrif á gang efnahagsmála. Heilt yfir væru seðlabankar að styðja við hagvöxt með fjárinnspýtingu, og að þeir væru að hafa áhrif til góðs. Í Evrópu væri þó enn fyrir hendi vandamál, sem snéri að því að trúverðug hagvaxtaráætlun, heildstætt fyrir álfuna alla, væri ekki fyrir hendi. Parker sagði, aðspurður um stöðu mála hér á landi, að Ísland væri að ná sér nokkuð vel upp úr efnahagslægðinni, eins og hagtölurnar sýndu. Hann sagði gjaldeyrishöftin aðkallandi vandamál, en að „sjokk" aðferðin, þ.e. að afnema höftin hratt, væri ekki skynsamleg og líklega myndi hagkerfið ekki lifa það af ef henni yrði beitt. Hann sagði að hægt og bítandi þyrfti að afnema höftin, samhliða endurskipulagningu á regluverki, og eðlilegt væri að horfa til næstu tveggja til þriggja ára í þeim efnum. Þá væri einnig mikilvægt að flýta vinnu við að slíta þrotabúum gömlu bankanna, eða ná nauðasamningum við kröfuhafa. Erlendir fjárfestar horfðu ekki síst til þess, þar sem trúverðugleiki efnahags landsins myndi aukast þegar þeirri vinnu væri lokið. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, segir að alþjóðamarkaðir með hlutabréf gætu tekið dýfu í desember næstkomandi þar sem skattalagabreytingar sem samþykktar voru í bandaríska þinginu taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þær eru margvíslegar og gætu valdið óróleika hjá fjárfestum, með fyrrnefndum afleiðingum. Þetta kom fram í ræðu Parkers á haustráðstefnu MP banka í Turninum í Kópavogi. Í ræðu sinni fjallaði Parker um stöðuna á alþjóðamörkuðum. Parker spáir því að Grikkir muni yfirgefa evrusvæðið seinni part næsta ár, 2013, ekkert geti bjargað Grikklandi eins og skuldabréfamarkaðir gefi til kynna, en vaxtaálag á 10 ára skuldabréf landsins er nú 19,89 prósent skv. upplýsingum frá markaðsvakt Bloomberg. Það er margfalt hærra en hjá öllum ríkjum Evrópu og raunar næstum öllum ríkjum heimsins. Parker fór vítt og breitt yfir stöðu mála á alþjóðamörkuðum, og þá ekki síst hvernig einstaka eignaflokkar væru að ávaxtast þessi misserin, allt frá hluta- og skuldabréfum, til einstaka hrávörutegunda. Parker sagði mikla óvissu vera í kortunum, ekki síst pólitíska óvissu, þar sem niðurstaða kosninga í einstökum ríkjum geti haft afgerandi áhrif á gang efnahagsmála. Heilt yfir væru seðlabankar að styðja við hagvöxt með fjárinnspýtingu, og að þeir væru að hafa áhrif til góðs. Í Evrópu væri þó enn fyrir hendi vandamál, sem snéri að því að trúverðug hagvaxtaráætlun, heildstætt fyrir álfuna alla, væri ekki fyrir hendi. Parker sagði, aðspurður um stöðu mála hér á landi, að Ísland væri að ná sér nokkuð vel upp úr efnahagslægðinni, eins og hagtölurnar sýndu. Hann sagði gjaldeyrishöftin aðkallandi vandamál, en að „sjokk" aðferðin, þ.e. að afnema höftin hratt, væri ekki skynsamleg og líklega myndi hagkerfið ekki lifa það af ef henni yrði beitt. Hann sagði að hægt og bítandi þyrfti að afnema höftin, samhliða endurskipulagningu á regluverki, og eðlilegt væri að horfa til næstu tveggja til þriggja ára í þeim efnum. Þá væri einnig mikilvægt að flýta vinnu við að slíta þrotabúum gömlu bankanna, eða ná nauðasamningum við kröfuhafa. Erlendir fjárfestar horfðu ekki síst til þess, þar sem trúverðugleiki efnahags landsins myndi aukast þegar þeirri vinnu væri lokið.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira