Robert Parker: Dýfa gæti komið á mörkuðum í desember Magnús Halldórsson skrifar 19. september 2012 13:13 Parker heldur erindi í Turninum. mynd/ gva. Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, segir að alþjóðamarkaðir með hlutabréf gætu tekið dýfu í desember næstkomandi þar sem skattalagabreytingar sem samþykktar voru í bandaríska þinginu taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þær eru margvíslegar og gætu valdið óróleika hjá fjárfestum, með fyrrnefndum afleiðingum. Þetta kom fram í ræðu Parkers á haustráðstefnu MP banka í Turninum í Kópavogi. Í ræðu sinni fjallaði Parker um stöðuna á alþjóðamörkuðum. Parker spáir því að Grikkir muni yfirgefa evrusvæðið seinni part næsta ár, 2013, ekkert geti bjargað Grikklandi eins og skuldabréfamarkaðir gefi til kynna, en vaxtaálag á 10 ára skuldabréf landsins er nú 19,89 prósent skv. upplýsingum frá markaðsvakt Bloomberg. Það er margfalt hærra en hjá öllum ríkjum Evrópu og raunar næstum öllum ríkjum heimsins. Parker fór vítt og breitt yfir stöðu mála á alþjóðamörkuðum, og þá ekki síst hvernig einstaka eignaflokkar væru að ávaxtast þessi misserin, allt frá hluta- og skuldabréfum, til einstaka hrávörutegunda. Parker sagði mikla óvissu vera í kortunum, ekki síst pólitíska óvissu, þar sem niðurstaða kosninga í einstökum ríkjum geti haft afgerandi áhrif á gang efnahagsmála. Heilt yfir væru seðlabankar að styðja við hagvöxt með fjárinnspýtingu, og að þeir væru að hafa áhrif til góðs. Í Evrópu væri þó enn fyrir hendi vandamál, sem snéri að því að trúverðug hagvaxtaráætlun, heildstætt fyrir álfuna alla, væri ekki fyrir hendi. Parker sagði, aðspurður um stöðu mála hér á landi, að Ísland væri að ná sér nokkuð vel upp úr efnahagslægðinni, eins og hagtölurnar sýndu. Hann sagði gjaldeyrishöftin aðkallandi vandamál, en að „sjokk" aðferðin, þ.e. að afnema höftin hratt, væri ekki skynsamleg og líklega myndi hagkerfið ekki lifa það af ef henni yrði beitt. Hann sagði að hægt og bítandi þyrfti að afnema höftin, samhliða endurskipulagningu á regluverki, og eðlilegt væri að horfa til næstu tveggja til þriggja ára í þeim efnum. Þá væri einnig mikilvægt að flýta vinnu við að slíta þrotabúum gömlu bankanna, eða ná nauðasamningum við kröfuhafa. Erlendir fjárfestar horfðu ekki síst til þess, þar sem trúverðugleiki efnahags landsins myndi aukast þegar þeirri vinnu væri lokið. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, segir að alþjóðamarkaðir með hlutabréf gætu tekið dýfu í desember næstkomandi þar sem skattalagabreytingar sem samþykktar voru í bandaríska þinginu taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þær eru margvíslegar og gætu valdið óróleika hjá fjárfestum, með fyrrnefndum afleiðingum. Þetta kom fram í ræðu Parkers á haustráðstefnu MP banka í Turninum í Kópavogi. Í ræðu sinni fjallaði Parker um stöðuna á alþjóðamörkuðum. Parker spáir því að Grikkir muni yfirgefa evrusvæðið seinni part næsta ár, 2013, ekkert geti bjargað Grikklandi eins og skuldabréfamarkaðir gefi til kynna, en vaxtaálag á 10 ára skuldabréf landsins er nú 19,89 prósent skv. upplýsingum frá markaðsvakt Bloomberg. Það er margfalt hærra en hjá öllum ríkjum Evrópu og raunar næstum öllum ríkjum heimsins. Parker fór vítt og breitt yfir stöðu mála á alþjóðamörkuðum, og þá ekki síst hvernig einstaka eignaflokkar væru að ávaxtast þessi misserin, allt frá hluta- og skuldabréfum, til einstaka hrávörutegunda. Parker sagði mikla óvissu vera í kortunum, ekki síst pólitíska óvissu, þar sem niðurstaða kosninga í einstökum ríkjum geti haft afgerandi áhrif á gang efnahagsmála. Heilt yfir væru seðlabankar að styðja við hagvöxt með fjárinnspýtingu, og að þeir væru að hafa áhrif til góðs. Í Evrópu væri þó enn fyrir hendi vandamál, sem snéri að því að trúverðug hagvaxtaráætlun, heildstætt fyrir álfuna alla, væri ekki fyrir hendi. Parker sagði, aðspurður um stöðu mála hér á landi, að Ísland væri að ná sér nokkuð vel upp úr efnahagslægðinni, eins og hagtölurnar sýndu. Hann sagði gjaldeyrishöftin aðkallandi vandamál, en að „sjokk" aðferðin, þ.e. að afnema höftin hratt, væri ekki skynsamleg og líklega myndi hagkerfið ekki lifa það af ef henni yrði beitt. Hann sagði að hægt og bítandi þyrfti að afnema höftin, samhliða endurskipulagningu á regluverki, og eðlilegt væri að horfa til næstu tveggja til þriggja ára í þeim efnum. Þá væri einnig mikilvægt að flýta vinnu við að slíta þrotabúum gömlu bankanna, eða ná nauðasamningum við kröfuhafa. Erlendir fjárfestar horfðu ekki síst til þess, þar sem trúverðugleiki efnahags landsins myndi aukast þegar þeirri vinnu væri lokið.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira