Erlent

Adele er ríkasti ungi tónlistarmaður Bretlands

Adele þarf varla að hafa áhyggjur af fjármálunum í framtíðinni.
Adele þarf varla að hafa áhyggjur af fjármálunum í framtíðinni.
Söngspíran Adele sem slegið hefur rækilega í gegn síðustu misserin hefur uppskorið samkvæmt því en hún er talin ríkasti tónlistarmaður Breta af yngri kynslóðinni, eða undir þrítugu, samkvæmt lista yfir ríkustu Bretana sem Sunday Times birtir árlega.

Listinn verður birtur í heild sinni um næstu mánaðarmót en blaðið hefur greint frá nokkrum undirflokkum. Adele er metin á 20 milljónir punda og í öðru sæti er Cheryl Cole sem sögð er eiga 12 milljónir punda.

Tónlistamennirnir komast þó ekki nálægt ungu kvikmyndastjörnunum en þar er Daniel Radcliffe, eða sjálfur Harry Potter á toppnum. Hann á 54 milljónir punda á sinni bankabók, eða rúma tíu milljarða króna. Þar á eftir koma hjartaknúsarinn Robert Pattinson, 40 milljónir punda og Keira Knightley, 30 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×