Aðför að nýsköpun og hagvexti Hans Guttormur Þormar skrifar 5. nóvember 2013 11:44 Árið 2000 sendi ég fjármálaráðuneytinu afrit af greinargerð sem gerð hafði verið að beiðni Clintons þáverandi Bandaríkaforseta. Í þeirri greinargerð kom fram að stór hluti hagvaxtar Bandaríkjanna væri kominn til vegna fjárfestingar í grunnvísindum og nýsköpun. Ég benti á þessa greinargerð til að þrýsta á um að hér væri betur byggt undir eina af undirstöðum hagvaxtar í íslensku samfélagi. Grunnrannsóknir, vísinda- og tækniþróun eru nefnilega jarðvegurinn fyrir hugmyndir til að vaxa og dafna, verða að sprotum og einkaleyfaumsóknum, fyrirtækjum með hátæknistörf, nýsköpun, útflutningstekjum, skatttekjum, veitingu stórra erlendra samstarfsstyrkja og nefnilega það verðmætasta af öllu fyrir íslenskt samfélag, aukið hugvit, reynsla og tengslanet. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og á hverju ári hefur birst fjöldi greinargerða frá öllum heimsálfum sem allar hafa sömu sögu að segja. Fjárfesting í grunnvísindum og nýsköpun er skilvirkasta leiðin til að auka hagvöxt. Evrópusambandið hefur t.d. í stefnumörkun sinni til ársins 2020 beint því til ríkja innan sambandsins að þau ættu að setja 3% af vergri landsframleiðslu beint í grunnrannsóknir/samkeppnissjóði, vísindi og nýsköpun (það væru um 50 milljarðar miðað við árið 2012). Dr. Alan I. Leshner, forstjóri „American Association for the Advancement of Science“ og einn af yfirmönnum Science tímaritaútgáfunnar, skrifaði grein í Die Zeit 27. september 2012 þar sem hann bendir á að hagfræðingar telji að allt að helmingur hagvaxtar Bandaríkjanna frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar sé til kominn vegna tækni og vísindastarfs. Hann lýkur grein sinni með því að ítreka mikilvægi þess að allar heimsálfur og öll hagkerfi reyni að læra af þessu og fjárfesti í vísindarannsóknum til að styrkja hagkerfi sín og heimsins alls. Dr. Neal F. Lane, eðlis- og stjörnufræðingur, fyrrverandi yfirmaður „National Science Foundation“ og helsti vísinda- og tækniráðgjafi Clintons Bandaríkjaforseta, skrifaði grein í New York Times 28. október 2012. Greinin bar yfirskriftina: „Vísindi eru lykill að vexti“ (e. Science is the key to growth). Þar mótmælti hann harðlega hugmyndum Mitt Romneys um niðurskurð í vísindastyrkjum með fjölmörgum rökum og hnykkir á því í lokin að enginn vöxtur verði án vísinda (e. no science no growth). Það virðist vera sem stjórnmálamenn á Íslandi annað hvort lesi ekki erlendar greinar um hvernig á að auka hagvöxt með því að styrkja vísinda- og tæknirannsóknir eða vilji hreinlega ekki að hér blómstri vísinda- og tæknistarfsemi með tilheyrandi atvinnuaukingu í hátæknistörfum, nýsköpun, einkaleyfum, útflutningistekjum og skatttekjum. Hér hafa grunnrannsóknir og nýsköpun verið í fjársvelti undanfarna áratugi í samanburði við öll lönd í kringum okkur og munar þar um tugi milljarða á ársgrundvelli þótt tekið sé tillit til stærðar hagkerfisins. Það tekur því steininn úr, þegar sú örlitla leiðrétting sem gera átti á Rannsóknarsjóði og Tækniþróunarsjóði er skert verulega. Þessi leiðrétting sem átti að vera um 500 milljónir í hvorum sjóð var einungis til að leiðrétta þá raunlækkun sem orðið hefur á sjóðunum síðasta áratug. Var verið að biðja um hækkun umfram það? Nei, og pólitískir útúrsnúningar menntamálaráðherra um krónutöluhækkanir frá árinu 2012 standast ekki skoðun neinna, sérstaklega ekki menntaðra hagfræðinga. Þegar litið er til áætlunar um niðurskurð til sjóðanna til 2016 er ljóst að það á algerlega að kafsigla þessu kerfi og setja okkur áratugi á eftir löndunum í kringum okkur. Samkeppnissjóðir Rannís eru mikilvægasta tækið sem við höfum til að stýra því að fjármagnið fari til þeirra sem hæfastir eru á sviði vísindanna og styrkja rannsóknir háskólanna. Þessir sjóðir hafa búið við fjársvelti alla tíð. Það þyrfti t.d. að lágmarki að fjórfalda fjármagn í Rannsóknarsjóð til að ná alþjólegum lágmarksviðmiðum og ef við ætluðum okkur að fara eftir OECD stefnumörkunarviðmiðunum þyrftum við að nífalda þá upphæð sem nú er í sjóðnum. Ungir vísindamenn sem standa framarlega á alþjóða vísindavettvangi, vita að tvö til þrjú ár án nauðsynlegrar fjármögnunar til vísindastarfa kemur til með að eyðileggja framtíð þeirra sem framsækinna vísindamanna, því samkeppnin er óendanlega hörð í heimi vísindanna. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir því aðeins um tvennt að velja, fara úr landi eða hætta í vísindum og standa ekki framar að uppbyggingu vísinda- og tækniþróunar á Íslandi. Þetta er jafnframt valið sem þingmenn hafa þegar þeir kjósa um fjárlagafrumvarp næsta árs fyrir hönd hátæknimenntaðs starfsfólks sem vill svo sannarlega taka þátt í uppbyggingu vísindastarfs og hagvaxtar á íslandi, verði því við komið. Grunnrannsóknir, vísinda- og tæknistarfsemi er ekki dægradvöl örfárra afdankaðra einstaklinga heldur ævistarf þeirra sem helgað hafa líf sitt vísindastörfum, því að læra eitthvað nýtt og búa til nýja þekkingu á hverjum degi, lifa og hrærast í suðupotti hugmynda, lausna og nýsköpunar og því að miðla þeirri hátækniþekkingu áfram til komandi kynslóða. Sókn í erlenda styrki, samstarf við erlenda háskóla og vísindamenn byggir á því að allir aðilar leggi sitt af mörkum til samstarfsins, vísindalega, aðstöðulega og fjárhagslega. Í þess háttar samstarfi er ekki hægt að vera bara þiggjandi á fjárhagssviðinu og án almennilegrar aðstöðu. Þetta þýðir einfaldlega að erlendum samstarfsstyrkjum mun fækka enn frekar með þessum niðurskurði. Þau framleiðslu „hátækni“-fyrirtæki sem hingað sækja erlendis frá koma hingað eingöngu vegna þeirra sorglegu staðreynda að hér hafa menn ekki talið nauðsynlegt að sækja um einkaleyfi fyrir viðkomandi vöru og vegna þess að hér er til staðar mjög ódýrt vinnuafl á öllum menntunarstigum. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn á Íslandi hysji upp um sig buxurnar, hugsi til framtíðar og taki á þessum málum af röggsemi og festu. Það þýðir ekki lengur að koma sér hjá þeirri óþægilegu staðreynd að mistökin sem verið er að gera munu skaða uppbyggingu vísinda- og tækniþróunar á Íslandi um áratugaskeið og valda því að hagvöxtur hér verður ekki byggður á þessum grunni. Höfundur er vísinda- og uppfinningamaður, einn af stofnendum sprotafyritækisins Lífeindar og framkvæmdastjóri þess, ritari og stjórnarmaður í skosku líftæknifyritæki, skráður uppfinningamaður á þremur alþjóðlegum einkaleyfum og meðhöfundur fjölda alþjóðlegra vísindagreina og útdrátta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Árið 2000 sendi ég fjármálaráðuneytinu afrit af greinargerð sem gerð hafði verið að beiðni Clintons þáverandi Bandaríkaforseta. Í þeirri greinargerð kom fram að stór hluti hagvaxtar Bandaríkjanna væri kominn til vegna fjárfestingar í grunnvísindum og nýsköpun. Ég benti á þessa greinargerð til að þrýsta á um að hér væri betur byggt undir eina af undirstöðum hagvaxtar í íslensku samfélagi. Grunnrannsóknir, vísinda- og tækniþróun eru nefnilega jarðvegurinn fyrir hugmyndir til að vaxa og dafna, verða að sprotum og einkaleyfaumsóknum, fyrirtækjum með hátæknistörf, nýsköpun, útflutningstekjum, skatttekjum, veitingu stórra erlendra samstarfsstyrkja og nefnilega það verðmætasta af öllu fyrir íslenskt samfélag, aukið hugvit, reynsla og tengslanet. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og á hverju ári hefur birst fjöldi greinargerða frá öllum heimsálfum sem allar hafa sömu sögu að segja. Fjárfesting í grunnvísindum og nýsköpun er skilvirkasta leiðin til að auka hagvöxt. Evrópusambandið hefur t.d. í stefnumörkun sinni til ársins 2020 beint því til ríkja innan sambandsins að þau ættu að setja 3% af vergri landsframleiðslu beint í grunnrannsóknir/samkeppnissjóði, vísindi og nýsköpun (það væru um 50 milljarðar miðað við árið 2012). Dr. Alan I. Leshner, forstjóri „American Association for the Advancement of Science“ og einn af yfirmönnum Science tímaritaútgáfunnar, skrifaði grein í Die Zeit 27. september 2012 þar sem hann bendir á að hagfræðingar telji að allt að helmingur hagvaxtar Bandaríkjanna frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar sé til kominn vegna tækni og vísindastarfs. Hann lýkur grein sinni með því að ítreka mikilvægi þess að allar heimsálfur og öll hagkerfi reyni að læra af þessu og fjárfesti í vísindarannsóknum til að styrkja hagkerfi sín og heimsins alls. Dr. Neal F. Lane, eðlis- og stjörnufræðingur, fyrrverandi yfirmaður „National Science Foundation“ og helsti vísinda- og tækniráðgjafi Clintons Bandaríkjaforseta, skrifaði grein í New York Times 28. október 2012. Greinin bar yfirskriftina: „Vísindi eru lykill að vexti“ (e. Science is the key to growth). Þar mótmælti hann harðlega hugmyndum Mitt Romneys um niðurskurð í vísindastyrkjum með fjölmörgum rökum og hnykkir á því í lokin að enginn vöxtur verði án vísinda (e. no science no growth). Það virðist vera sem stjórnmálamenn á Íslandi annað hvort lesi ekki erlendar greinar um hvernig á að auka hagvöxt með því að styrkja vísinda- og tæknirannsóknir eða vilji hreinlega ekki að hér blómstri vísinda- og tæknistarfsemi með tilheyrandi atvinnuaukingu í hátæknistörfum, nýsköpun, einkaleyfum, útflutningistekjum og skatttekjum. Hér hafa grunnrannsóknir og nýsköpun verið í fjársvelti undanfarna áratugi í samanburði við öll lönd í kringum okkur og munar þar um tugi milljarða á ársgrundvelli þótt tekið sé tillit til stærðar hagkerfisins. Það tekur því steininn úr, þegar sú örlitla leiðrétting sem gera átti á Rannsóknarsjóði og Tækniþróunarsjóði er skert verulega. Þessi leiðrétting sem átti að vera um 500 milljónir í hvorum sjóð var einungis til að leiðrétta þá raunlækkun sem orðið hefur á sjóðunum síðasta áratug. Var verið að biðja um hækkun umfram það? Nei, og pólitískir útúrsnúningar menntamálaráðherra um krónutöluhækkanir frá árinu 2012 standast ekki skoðun neinna, sérstaklega ekki menntaðra hagfræðinga. Þegar litið er til áætlunar um niðurskurð til sjóðanna til 2016 er ljóst að það á algerlega að kafsigla þessu kerfi og setja okkur áratugi á eftir löndunum í kringum okkur. Samkeppnissjóðir Rannís eru mikilvægasta tækið sem við höfum til að stýra því að fjármagnið fari til þeirra sem hæfastir eru á sviði vísindanna og styrkja rannsóknir háskólanna. Þessir sjóðir hafa búið við fjársvelti alla tíð. Það þyrfti t.d. að lágmarki að fjórfalda fjármagn í Rannsóknarsjóð til að ná alþjólegum lágmarksviðmiðum og ef við ætluðum okkur að fara eftir OECD stefnumörkunarviðmiðunum þyrftum við að nífalda þá upphæð sem nú er í sjóðnum. Ungir vísindamenn sem standa framarlega á alþjóða vísindavettvangi, vita að tvö til þrjú ár án nauðsynlegrar fjármögnunar til vísindastarfa kemur til með að eyðileggja framtíð þeirra sem framsækinna vísindamanna, því samkeppnin er óendanlega hörð í heimi vísindanna. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir því aðeins um tvennt að velja, fara úr landi eða hætta í vísindum og standa ekki framar að uppbyggingu vísinda- og tækniþróunar á Íslandi. Þetta er jafnframt valið sem þingmenn hafa þegar þeir kjósa um fjárlagafrumvarp næsta árs fyrir hönd hátæknimenntaðs starfsfólks sem vill svo sannarlega taka þátt í uppbyggingu vísindastarfs og hagvaxtar á íslandi, verði því við komið. Grunnrannsóknir, vísinda- og tæknistarfsemi er ekki dægradvöl örfárra afdankaðra einstaklinga heldur ævistarf þeirra sem helgað hafa líf sitt vísindastörfum, því að læra eitthvað nýtt og búa til nýja þekkingu á hverjum degi, lifa og hrærast í suðupotti hugmynda, lausna og nýsköpunar og því að miðla þeirri hátækniþekkingu áfram til komandi kynslóða. Sókn í erlenda styrki, samstarf við erlenda háskóla og vísindamenn byggir á því að allir aðilar leggi sitt af mörkum til samstarfsins, vísindalega, aðstöðulega og fjárhagslega. Í þess háttar samstarfi er ekki hægt að vera bara þiggjandi á fjárhagssviðinu og án almennilegrar aðstöðu. Þetta þýðir einfaldlega að erlendum samstarfsstyrkjum mun fækka enn frekar með þessum niðurskurði. Þau framleiðslu „hátækni“-fyrirtæki sem hingað sækja erlendis frá koma hingað eingöngu vegna þeirra sorglegu staðreynda að hér hafa menn ekki talið nauðsynlegt að sækja um einkaleyfi fyrir viðkomandi vöru og vegna þess að hér er til staðar mjög ódýrt vinnuafl á öllum menntunarstigum. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn á Íslandi hysji upp um sig buxurnar, hugsi til framtíðar og taki á þessum málum af röggsemi og festu. Það þýðir ekki lengur að koma sér hjá þeirri óþægilegu staðreynd að mistökin sem verið er að gera munu skaða uppbyggingu vísinda- og tækniþróunar á Íslandi um áratugaskeið og valda því að hagvöxtur hér verður ekki byggður á þessum grunni. Höfundur er vísinda- og uppfinningamaður, einn af stofnendum sprotafyritækisins Lífeindar og framkvæmdastjóri þess, ritari og stjórnarmaður í skosku líftæknifyritæki, skráður uppfinningamaður á þremur alþjóðlegum einkaleyfum og meðhöfundur fjölda alþjóðlegra vísindagreina og útdrátta.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun