ADHD og einelti Björk Þórarinsdóttir skrifar 4. september 2013 00:01 Nýlega birtist frétt um ungan dreng með ADHD sem vill ekki lifa lengur vegna þess gífurlega eineltis sem hann hefur orðið fyrir síðan hann hóf skólagöngu sína fyrir tveimur árum. Já, við erum að tala um lítinn átta ára dreng sem langar til þess að verða engill, því þá muni loks einhverjir vilja leika við hann. Þessi saga er ekki einsdæmi, það þekkjum við hjá ADHD samtökunum. Til samtakanna leitar á hverju ári fjöldi foreldra vegna erfiðleika í skóla, eineltis og félagslegrar einangrunar barna sinna. En hvað gerir það að verkum að börn með ADHD eru oftar útsett fyrir einelti og hvernig getum við brugðist við? Því meira sem við vitum um röskunina og hinar ýmsu birtingarmyndir hennar, þeim mun betur erum við í stakk búin til þess að skilja einstaklinga með ADHD og koma í veg fyrir óæskilegar aðstæður, þar sem þeir geta orðið fyrir einelti. Lengi vel var því haldið fram að börn með ADHD væru bara óþekk, skorti aga og um væri að kenna lélegu uppeldi foreldra og almennri leti þeirra til þess að takast á við foreldrahlutverkið. Sem betur fer hefur þetta breyst. Nú vita flestir að ADHD er taugaþroskaröskun í heila, sem stafar af truflun á boðefnum í stjórnstöð heilans. Helstu einkenni ADHD eru athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi.Mismunandi birtingarmyndir Fáir þekkja hins vegar hinar mismunandi birtingarmyndir ADHD, en skynúrvinnsla barna með ADHD er að mörgu leyti öðruvísi en annarra barna. Þau upplifa hávaða, snertingu og truflanir í umhverfinu oft á annan og sterkari hátt og því geta viðbrögð þeirra oft orðið mjög ýkt og sjaldnar í samræmi við það sem við teljum „eðlilegt“ miðað við aðstæður. Þá eiga börn með ADHD erfitt með að lesa í félagslegar aðstæður. Þau eiga því til að ryðjast inn í leik annarra og eiga erfitt með að bíða eftir að röðin komi að sér. Ekki má heldur gleyma því hve börn með ADHD eru oft innileg, ástríðufull og hvatvís og geta þannig stundum stuðað hin börnin í hópnum. Þar getur samhent starfsfólk skóla oft gert kraftaverk með því að lesa í aðstæður og aðstoða börn við að koma þeim af stað í leik með öðrum börnum, þróa með þeim félagsfærni og styrkja barnið þegar það sýnir æskilega hegðun með jákvæðni og hrósi. Jákvæður bekkjarandi, þar sem lögð er áhersla á að börnin séu bekkjarsystkini og alið á samkennd og væntumþykju, getur líka haft víðtæk áhrif utan skólastofunnar. Við sem samfélag berum líka ábyrgð á því að fræða börnin okkar um fjölbreytileika mannlífsins, virðingu og tillitsemi. Að einelti og útilokun eða útskúfun einstaklings sé ekki valkostur eða eins og við segjum við börnin okkar þegar þau eru lítil „ÞAÐ ER EKKI Í BOÐI“. Gamli frasinn sem segir að það þurfi þorp til þess að ala upp barn á svo sannarlega enn við í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birtist frétt um ungan dreng með ADHD sem vill ekki lifa lengur vegna þess gífurlega eineltis sem hann hefur orðið fyrir síðan hann hóf skólagöngu sína fyrir tveimur árum. Já, við erum að tala um lítinn átta ára dreng sem langar til þess að verða engill, því þá muni loks einhverjir vilja leika við hann. Þessi saga er ekki einsdæmi, það þekkjum við hjá ADHD samtökunum. Til samtakanna leitar á hverju ári fjöldi foreldra vegna erfiðleika í skóla, eineltis og félagslegrar einangrunar barna sinna. En hvað gerir það að verkum að börn með ADHD eru oftar útsett fyrir einelti og hvernig getum við brugðist við? Því meira sem við vitum um röskunina og hinar ýmsu birtingarmyndir hennar, þeim mun betur erum við í stakk búin til þess að skilja einstaklinga með ADHD og koma í veg fyrir óæskilegar aðstæður, þar sem þeir geta orðið fyrir einelti. Lengi vel var því haldið fram að börn með ADHD væru bara óþekk, skorti aga og um væri að kenna lélegu uppeldi foreldra og almennri leti þeirra til þess að takast á við foreldrahlutverkið. Sem betur fer hefur þetta breyst. Nú vita flestir að ADHD er taugaþroskaröskun í heila, sem stafar af truflun á boðefnum í stjórnstöð heilans. Helstu einkenni ADHD eru athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi.Mismunandi birtingarmyndir Fáir þekkja hins vegar hinar mismunandi birtingarmyndir ADHD, en skynúrvinnsla barna með ADHD er að mörgu leyti öðruvísi en annarra barna. Þau upplifa hávaða, snertingu og truflanir í umhverfinu oft á annan og sterkari hátt og því geta viðbrögð þeirra oft orðið mjög ýkt og sjaldnar í samræmi við það sem við teljum „eðlilegt“ miðað við aðstæður. Þá eiga börn með ADHD erfitt með að lesa í félagslegar aðstæður. Þau eiga því til að ryðjast inn í leik annarra og eiga erfitt með að bíða eftir að röðin komi að sér. Ekki má heldur gleyma því hve börn með ADHD eru oft innileg, ástríðufull og hvatvís og geta þannig stundum stuðað hin börnin í hópnum. Þar getur samhent starfsfólk skóla oft gert kraftaverk með því að lesa í aðstæður og aðstoða börn við að koma þeim af stað í leik með öðrum börnum, þróa með þeim félagsfærni og styrkja barnið þegar það sýnir æskilega hegðun með jákvæðni og hrósi. Jákvæður bekkjarandi, þar sem lögð er áhersla á að börnin séu bekkjarsystkini og alið á samkennd og væntumþykju, getur líka haft víðtæk áhrif utan skólastofunnar. Við sem samfélag berum líka ábyrgð á því að fræða börnin okkar um fjölbreytileika mannlífsins, virðingu og tillitsemi. Að einelti og útilokun eða útskúfun einstaklings sé ekki valkostur eða eins og við segjum við börnin okkar þegar þau eru lítil „ÞAÐ ER EKKI Í BOÐI“. Gamli frasinn sem segir að það þurfi þorp til þess að ala upp barn á svo sannarlega enn við í dag.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun