ADHD og einelti Björk Þórarinsdóttir skrifar 4. september 2013 00:01 Nýlega birtist frétt um ungan dreng með ADHD sem vill ekki lifa lengur vegna þess gífurlega eineltis sem hann hefur orðið fyrir síðan hann hóf skólagöngu sína fyrir tveimur árum. Já, við erum að tala um lítinn átta ára dreng sem langar til þess að verða engill, því þá muni loks einhverjir vilja leika við hann. Þessi saga er ekki einsdæmi, það þekkjum við hjá ADHD samtökunum. Til samtakanna leitar á hverju ári fjöldi foreldra vegna erfiðleika í skóla, eineltis og félagslegrar einangrunar barna sinna. En hvað gerir það að verkum að börn með ADHD eru oftar útsett fyrir einelti og hvernig getum við brugðist við? Því meira sem við vitum um röskunina og hinar ýmsu birtingarmyndir hennar, þeim mun betur erum við í stakk búin til þess að skilja einstaklinga með ADHD og koma í veg fyrir óæskilegar aðstæður, þar sem þeir geta orðið fyrir einelti. Lengi vel var því haldið fram að börn með ADHD væru bara óþekk, skorti aga og um væri að kenna lélegu uppeldi foreldra og almennri leti þeirra til þess að takast á við foreldrahlutverkið. Sem betur fer hefur þetta breyst. Nú vita flestir að ADHD er taugaþroskaröskun í heila, sem stafar af truflun á boðefnum í stjórnstöð heilans. Helstu einkenni ADHD eru athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi.Mismunandi birtingarmyndir Fáir þekkja hins vegar hinar mismunandi birtingarmyndir ADHD, en skynúrvinnsla barna með ADHD er að mörgu leyti öðruvísi en annarra barna. Þau upplifa hávaða, snertingu og truflanir í umhverfinu oft á annan og sterkari hátt og því geta viðbrögð þeirra oft orðið mjög ýkt og sjaldnar í samræmi við það sem við teljum „eðlilegt“ miðað við aðstæður. Þá eiga börn með ADHD erfitt með að lesa í félagslegar aðstæður. Þau eiga því til að ryðjast inn í leik annarra og eiga erfitt með að bíða eftir að röðin komi að sér. Ekki má heldur gleyma því hve börn með ADHD eru oft innileg, ástríðufull og hvatvís og geta þannig stundum stuðað hin börnin í hópnum. Þar getur samhent starfsfólk skóla oft gert kraftaverk með því að lesa í aðstæður og aðstoða börn við að koma þeim af stað í leik með öðrum börnum, þróa með þeim félagsfærni og styrkja barnið þegar það sýnir æskilega hegðun með jákvæðni og hrósi. Jákvæður bekkjarandi, þar sem lögð er áhersla á að börnin séu bekkjarsystkini og alið á samkennd og væntumþykju, getur líka haft víðtæk áhrif utan skólastofunnar. Við sem samfélag berum líka ábyrgð á því að fræða börnin okkar um fjölbreytileika mannlífsins, virðingu og tillitsemi. Að einelti og útilokun eða útskúfun einstaklings sé ekki valkostur eða eins og við segjum við börnin okkar þegar þau eru lítil „ÞAÐ ER EKKI Í BOÐI“. Gamli frasinn sem segir að það þurfi þorp til þess að ala upp barn á svo sannarlega enn við í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýlega birtist frétt um ungan dreng með ADHD sem vill ekki lifa lengur vegna þess gífurlega eineltis sem hann hefur orðið fyrir síðan hann hóf skólagöngu sína fyrir tveimur árum. Já, við erum að tala um lítinn átta ára dreng sem langar til þess að verða engill, því þá muni loks einhverjir vilja leika við hann. Þessi saga er ekki einsdæmi, það þekkjum við hjá ADHD samtökunum. Til samtakanna leitar á hverju ári fjöldi foreldra vegna erfiðleika í skóla, eineltis og félagslegrar einangrunar barna sinna. En hvað gerir það að verkum að börn með ADHD eru oftar útsett fyrir einelti og hvernig getum við brugðist við? Því meira sem við vitum um röskunina og hinar ýmsu birtingarmyndir hennar, þeim mun betur erum við í stakk búin til þess að skilja einstaklinga með ADHD og koma í veg fyrir óæskilegar aðstæður, þar sem þeir geta orðið fyrir einelti. Lengi vel var því haldið fram að börn með ADHD væru bara óþekk, skorti aga og um væri að kenna lélegu uppeldi foreldra og almennri leti þeirra til þess að takast á við foreldrahlutverkið. Sem betur fer hefur þetta breyst. Nú vita flestir að ADHD er taugaþroskaröskun í heila, sem stafar af truflun á boðefnum í stjórnstöð heilans. Helstu einkenni ADHD eru athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi.Mismunandi birtingarmyndir Fáir þekkja hins vegar hinar mismunandi birtingarmyndir ADHD, en skynúrvinnsla barna með ADHD er að mörgu leyti öðruvísi en annarra barna. Þau upplifa hávaða, snertingu og truflanir í umhverfinu oft á annan og sterkari hátt og því geta viðbrögð þeirra oft orðið mjög ýkt og sjaldnar í samræmi við það sem við teljum „eðlilegt“ miðað við aðstæður. Þá eiga börn með ADHD erfitt með að lesa í félagslegar aðstæður. Þau eiga því til að ryðjast inn í leik annarra og eiga erfitt með að bíða eftir að röðin komi að sér. Ekki má heldur gleyma því hve börn með ADHD eru oft innileg, ástríðufull og hvatvís og geta þannig stundum stuðað hin börnin í hópnum. Þar getur samhent starfsfólk skóla oft gert kraftaverk með því að lesa í aðstæður og aðstoða börn við að koma þeim af stað í leik með öðrum börnum, þróa með þeim félagsfærni og styrkja barnið þegar það sýnir æskilega hegðun með jákvæðni og hrósi. Jákvæður bekkjarandi, þar sem lögð er áhersla á að börnin séu bekkjarsystkini og alið á samkennd og væntumþykju, getur líka haft víðtæk áhrif utan skólastofunnar. Við sem samfélag berum líka ábyrgð á því að fræða börnin okkar um fjölbreytileika mannlífsins, virðingu og tillitsemi. Að einelti og útilokun eða útskúfun einstaklings sé ekki valkostur eða eins og við segjum við börnin okkar þegar þau eru lítil „ÞAÐ ER EKKI Í BOÐI“. Gamli frasinn sem segir að það þurfi þorp til þess að ala upp barn á svo sannarlega enn við í dag.
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun