ADHD-teymi Landspítalans verður lagt niður Hjörtur Hjartarson skrifar 7. október 2014 19:32 Ekki fæst fjárveiting fyrir ADHD-teymi Landspítalans í nýju fjárlagafrumvarpi sem þýðir að leggja verður það niður. Árlegur kostnaður teymisins er fjörutíu milljónir króna. Sérfræðingur í sjúkdómnum segir að það komi til með að reynast samfélaginu mun dýrara að hjálpa ekki þeim sem þjást af ADHD. ADHD teymi Landspítalans var komið á fót í mars í fyrra í tíð Guðbjartar Hannessonar, þáverandi heilbrigðisráðherra. Því er ætlað að stuðla að markvissari greiningum og meðferð fullorðinna með ADHD á Íslandi og að vera opinberum stofnunum til ráðgjafar varðandi þennan málaflokk. Í nýlegri skýrslu á úttekt verkefnis segir að ríkuleg þörf sé á starfseminni. Í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er engu að síður ekki gert ráð fyrir áframhaldandi fjárveitingu teymisins. „Þetta er mjög vönduð og fagleg vinna,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala Íslands. „Það er búið að leggja mikla vinnu í að mennta og þjálfa starfsmenn teymisins. Þannig að við erum mjög stolt af þessari vinnu.“ Um sex hundruð manns eru á biðlista eftir því að fá greiningu. María segir að um 55 prósent þeirra sem teymið hefur tekið til skoðunar greinist með ADHD. Auðvelt er að meðhöndla sjúkdóminn en ávinningurinn er hinsvegar mikill, bæði fyrir einstaklinginn sem og þjóðfélagið. „Meðferð við ADHD er afar góð fjárfesting,“ segir Ari Tuckman sálfræðingur, en hann hefur sérhæft sig í ADHD. Hann hefur skrifað þrjár bækur um sjúkdóminn og hefur ein þeirra verið þýdd á íslensku. Tuckman segir það mun kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að meðhöndla ekki einstaklinga með ADHD heldur en þær fjörutíu milljónir sem Landspítalateymið kostar á ári. „Fullorðið fólk með ADHD glímir gjarnan við yfirþyngd eða jafnvel offitu, það hefur of háa blóðfitu, mataræði þess er slæmt og það stundar litla líkamsrækt. Þetta hefur áhrif á kostnað við sykursýkismeðferð og meðferð við hjartasjúkdómum,“ segir Tuckman. ADHD samtökin á Íslandi hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. „Við neitum að trúa því að þetta verði niðurstaðan. Ég vil trúa því statt og stöðugt, miðað við reynsluna af teyminu að heilbrigðisráðherra eigi bara eftir að ganga í málið og klára það. Það er ekki kostur í okkar huga að teymið verði lagt niður,“ segir Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna á Íslandi. Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Ekki fæst fjárveiting fyrir ADHD-teymi Landspítalans í nýju fjárlagafrumvarpi sem þýðir að leggja verður það niður. Árlegur kostnaður teymisins er fjörutíu milljónir króna. Sérfræðingur í sjúkdómnum segir að það komi til með að reynast samfélaginu mun dýrara að hjálpa ekki þeim sem þjást af ADHD. ADHD teymi Landspítalans var komið á fót í mars í fyrra í tíð Guðbjartar Hannessonar, þáverandi heilbrigðisráðherra. Því er ætlað að stuðla að markvissari greiningum og meðferð fullorðinna með ADHD á Íslandi og að vera opinberum stofnunum til ráðgjafar varðandi þennan málaflokk. Í nýlegri skýrslu á úttekt verkefnis segir að ríkuleg þörf sé á starfseminni. Í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er engu að síður ekki gert ráð fyrir áframhaldandi fjárveitingu teymisins. „Þetta er mjög vönduð og fagleg vinna,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala Íslands. „Það er búið að leggja mikla vinnu í að mennta og þjálfa starfsmenn teymisins. Þannig að við erum mjög stolt af þessari vinnu.“ Um sex hundruð manns eru á biðlista eftir því að fá greiningu. María segir að um 55 prósent þeirra sem teymið hefur tekið til skoðunar greinist með ADHD. Auðvelt er að meðhöndla sjúkdóminn en ávinningurinn er hinsvegar mikill, bæði fyrir einstaklinginn sem og þjóðfélagið. „Meðferð við ADHD er afar góð fjárfesting,“ segir Ari Tuckman sálfræðingur, en hann hefur sérhæft sig í ADHD. Hann hefur skrifað þrjár bækur um sjúkdóminn og hefur ein þeirra verið þýdd á íslensku. Tuckman segir það mun kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að meðhöndla ekki einstaklinga með ADHD heldur en þær fjörutíu milljónir sem Landspítalateymið kostar á ári. „Fullorðið fólk með ADHD glímir gjarnan við yfirþyngd eða jafnvel offitu, það hefur of háa blóðfitu, mataræði þess er slæmt og það stundar litla líkamsrækt. Þetta hefur áhrif á kostnað við sykursýkismeðferð og meðferð við hjartasjúkdómum,“ segir Tuckman. ADHD samtökin á Íslandi hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. „Við neitum að trúa því að þetta verði niðurstaðan. Ég vil trúa því statt og stöðugt, miðað við reynsluna af teyminu að heilbrigðisráðherra eigi bara eftir að ganga í málið og klára það. Það er ekki kostur í okkar huga að teymið verði lagt niður,“ segir Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna á Íslandi.
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent