ADHD-teymi Landspítalans verður lagt niður Hjörtur Hjartarson skrifar 7. október 2014 19:32 Ekki fæst fjárveiting fyrir ADHD-teymi Landspítalans í nýju fjárlagafrumvarpi sem þýðir að leggja verður það niður. Árlegur kostnaður teymisins er fjörutíu milljónir króna. Sérfræðingur í sjúkdómnum segir að það komi til með að reynast samfélaginu mun dýrara að hjálpa ekki þeim sem þjást af ADHD. ADHD teymi Landspítalans var komið á fót í mars í fyrra í tíð Guðbjartar Hannessonar, þáverandi heilbrigðisráðherra. Því er ætlað að stuðla að markvissari greiningum og meðferð fullorðinna með ADHD á Íslandi og að vera opinberum stofnunum til ráðgjafar varðandi þennan málaflokk. Í nýlegri skýrslu á úttekt verkefnis segir að ríkuleg þörf sé á starfseminni. Í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er engu að síður ekki gert ráð fyrir áframhaldandi fjárveitingu teymisins. „Þetta er mjög vönduð og fagleg vinna,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala Íslands. „Það er búið að leggja mikla vinnu í að mennta og þjálfa starfsmenn teymisins. Þannig að við erum mjög stolt af þessari vinnu.“ Um sex hundruð manns eru á biðlista eftir því að fá greiningu. María segir að um 55 prósent þeirra sem teymið hefur tekið til skoðunar greinist með ADHD. Auðvelt er að meðhöndla sjúkdóminn en ávinningurinn er hinsvegar mikill, bæði fyrir einstaklinginn sem og þjóðfélagið. „Meðferð við ADHD er afar góð fjárfesting,“ segir Ari Tuckman sálfræðingur, en hann hefur sérhæft sig í ADHD. Hann hefur skrifað þrjár bækur um sjúkdóminn og hefur ein þeirra verið þýdd á íslensku. Tuckman segir það mun kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að meðhöndla ekki einstaklinga með ADHD heldur en þær fjörutíu milljónir sem Landspítalateymið kostar á ári. „Fullorðið fólk með ADHD glímir gjarnan við yfirþyngd eða jafnvel offitu, það hefur of háa blóðfitu, mataræði þess er slæmt og það stundar litla líkamsrækt. Þetta hefur áhrif á kostnað við sykursýkismeðferð og meðferð við hjartasjúkdómum,“ segir Tuckman. ADHD samtökin á Íslandi hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. „Við neitum að trúa því að þetta verði niðurstaðan. Ég vil trúa því statt og stöðugt, miðað við reynsluna af teyminu að heilbrigðisráðherra eigi bara eftir að ganga í málið og klára það. Það er ekki kostur í okkar huga að teymið verði lagt niður,“ segir Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna á Íslandi. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Ekki fæst fjárveiting fyrir ADHD-teymi Landspítalans í nýju fjárlagafrumvarpi sem þýðir að leggja verður það niður. Árlegur kostnaður teymisins er fjörutíu milljónir króna. Sérfræðingur í sjúkdómnum segir að það komi til með að reynast samfélaginu mun dýrara að hjálpa ekki þeim sem þjást af ADHD. ADHD teymi Landspítalans var komið á fót í mars í fyrra í tíð Guðbjartar Hannessonar, þáverandi heilbrigðisráðherra. Því er ætlað að stuðla að markvissari greiningum og meðferð fullorðinna með ADHD á Íslandi og að vera opinberum stofnunum til ráðgjafar varðandi þennan málaflokk. Í nýlegri skýrslu á úttekt verkefnis segir að ríkuleg þörf sé á starfseminni. Í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er engu að síður ekki gert ráð fyrir áframhaldandi fjárveitingu teymisins. „Þetta er mjög vönduð og fagleg vinna,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala Íslands. „Það er búið að leggja mikla vinnu í að mennta og þjálfa starfsmenn teymisins. Þannig að við erum mjög stolt af þessari vinnu.“ Um sex hundruð manns eru á biðlista eftir því að fá greiningu. María segir að um 55 prósent þeirra sem teymið hefur tekið til skoðunar greinist með ADHD. Auðvelt er að meðhöndla sjúkdóminn en ávinningurinn er hinsvegar mikill, bæði fyrir einstaklinginn sem og þjóðfélagið. „Meðferð við ADHD er afar góð fjárfesting,“ segir Ari Tuckman sálfræðingur, en hann hefur sérhæft sig í ADHD. Hann hefur skrifað þrjár bækur um sjúkdóminn og hefur ein þeirra verið þýdd á íslensku. Tuckman segir það mun kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að meðhöndla ekki einstaklinga með ADHD heldur en þær fjörutíu milljónir sem Landspítalateymið kostar á ári. „Fullorðið fólk með ADHD glímir gjarnan við yfirþyngd eða jafnvel offitu, það hefur of háa blóðfitu, mataræði þess er slæmt og það stundar litla líkamsrækt. Þetta hefur áhrif á kostnað við sykursýkismeðferð og meðferð við hjartasjúkdómum,“ segir Tuckman. ADHD samtökin á Íslandi hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. „Við neitum að trúa því að þetta verði niðurstaðan. Ég vil trúa því statt og stöðugt, miðað við reynsluna af teyminu að heilbrigðisráðherra eigi bara eftir að ganga í málið og klára það. Það er ekki kostur í okkar huga að teymið verði lagt niður,“ segir Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna á Íslandi.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira