Aðild Íslands að ESB – Hagstæð eða óhagstæð fyrir neytendur? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 7. ágúst 2012 11:00 Um þessar mundir standa yfir aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Neytendasamtökin (NS) hafa ekki tekið afstöðu með eða á móti aðild Íslands að ESB en í nokkur ár hafa NS skoðað kosti og galla mögulegrar aðildar. Að mati NS væri aðild að ESB í mörgu mjög góður kostur fyrir íslenska neytendur. Ef Ísland gerist aðili mun það styrkja fjárhag heimilanna. Hagur neytenda myndi batna vegna þess að Ísland yrði aðili að mun stærra markaðssvæði og samkeppni myndi því aukast. Að vera utan ESB gerir það að verkum að Íslendingar njóta þess ekki til fulls að vera fullir aðilar að innri markaðnum. Viðskiptakostnaður er mun hærri nú vegna tollafgreiðslu og umsýslukostnaðar ýmiss konar. En almennt verður að taka fram að áður en hægt er að taka afstöðu til aðildar að ESB verður aðildarsamningur að liggja fyrir. Ef skoðaðir eru þrír þættir sem skipta neytendur mestu máli; húsnæðislán, matarkostnaður og neytendavernd, þá er ljóst að aðild að ESB hefur verulega þýðingu fyrir neytendur. Við aðild Íslands að ESB myndi vaxtakostnaður neytenda lækka töluvert og þar hafa húsnæðislánin mesta þýðingu. Húsnæðiskostnaður er einn stærsti kostnaðarliður í bókhaldi hvers neytanda. Í könnun sem NS gerðu árið 2005 kom fram að kostnaður íslenskra neytenda vegna húsnæðislána er umtalsvert hærri en á öðrum Norðurlöndum og löndum sem hafa evru sem gjaldmiðil. Lántökukostnaður, kostnaður við greiðslu afborgana og uppgreiðslugjald var almennt hærra á Íslandi en í þeim löndum sem könnunin náði til. Í sömu könnun kom fram að vextir á íslenska húsnæðismarkaðnum voru þeir hæstu meðal þeirra landa sem könnunin náði til og raunvextir voru að jafnaði 2 til 5 prósentustigum hærri hér á landi en á hinum löndunum í könnuninni. Birtar hafa verið nýlegar kannanir sem staðfesta að þetta hefur ekki breyst. Könnunina „Dýrast að taka húsnæðislán á Íslandi“ til að mynda má sjá á www.ns.is undir „útgáfa“. Því hefur oft verið haldið fram með rökum að verð á matvælum myndi lækka með aðild. Ástæða er til að minna á að það gekk eftir bæði í Svíþjóð og Finnlandi eins og spáð var. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2004 og í skýrslu frá Evrópufræðasetri á Bifröst komu fram sterk rök fyrir því að svo yrði einnig hér. Tollar yrðu afnumdir á öllum vörum með aðild okkar að Tollabandalagi Evrópu og þar myndi muna mest um landbúnaðarvörurnar. Einnig myndi inngangan leiða til aukins innflutnings vegna afnáms tolla sem aftur myndi auka samkeppnina á matvælamarkaðnum og ætti það að skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Þegar kemur að almennri neytendavernd þá er það umhugsunarvert að nánast öll sú löggjöf sem snýr að neytendavernd hér á landi er komin frá ESB í gegnum EES. Hér má nefna lög um neytendalán, skaðsemisábyrgð, samningsskilmála og fjarsölu svo eitthvað sé nefnt. Með fullri aðild Íslands að ESB myndi hagur neytenda aukast enn frekar, þar sem tollar og vörugjöld myndu falla brott. Þannig myndi til að mynda kostnaður við póstverslun lækka umtalsvert sem yrði mikil búbót fyrir neytendur á litlu markaðssvæði. Íslenskir neytendur munu því njóta þess ríkulega í lægri húsnæðiskostnaði og vöruverði (og þá ekki síst matarverði) ef Ísland gerist aðili að ESB, þrátt fyrir þá tímabundnu efnahagserfiðleika sem ESB glímir við um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa yfir aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Neytendasamtökin (NS) hafa ekki tekið afstöðu með eða á móti aðild Íslands að ESB en í nokkur ár hafa NS skoðað kosti og galla mögulegrar aðildar. Að mati NS væri aðild að ESB í mörgu mjög góður kostur fyrir íslenska neytendur. Ef Ísland gerist aðili mun það styrkja fjárhag heimilanna. Hagur neytenda myndi batna vegna þess að Ísland yrði aðili að mun stærra markaðssvæði og samkeppni myndi því aukast. Að vera utan ESB gerir það að verkum að Íslendingar njóta þess ekki til fulls að vera fullir aðilar að innri markaðnum. Viðskiptakostnaður er mun hærri nú vegna tollafgreiðslu og umsýslukostnaðar ýmiss konar. En almennt verður að taka fram að áður en hægt er að taka afstöðu til aðildar að ESB verður aðildarsamningur að liggja fyrir. Ef skoðaðir eru þrír þættir sem skipta neytendur mestu máli; húsnæðislán, matarkostnaður og neytendavernd, þá er ljóst að aðild að ESB hefur verulega þýðingu fyrir neytendur. Við aðild Íslands að ESB myndi vaxtakostnaður neytenda lækka töluvert og þar hafa húsnæðislánin mesta þýðingu. Húsnæðiskostnaður er einn stærsti kostnaðarliður í bókhaldi hvers neytanda. Í könnun sem NS gerðu árið 2005 kom fram að kostnaður íslenskra neytenda vegna húsnæðislána er umtalsvert hærri en á öðrum Norðurlöndum og löndum sem hafa evru sem gjaldmiðil. Lántökukostnaður, kostnaður við greiðslu afborgana og uppgreiðslugjald var almennt hærra á Íslandi en í þeim löndum sem könnunin náði til. Í sömu könnun kom fram að vextir á íslenska húsnæðismarkaðnum voru þeir hæstu meðal þeirra landa sem könnunin náði til og raunvextir voru að jafnaði 2 til 5 prósentustigum hærri hér á landi en á hinum löndunum í könnuninni. Birtar hafa verið nýlegar kannanir sem staðfesta að þetta hefur ekki breyst. Könnunina „Dýrast að taka húsnæðislán á Íslandi“ til að mynda má sjá á www.ns.is undir „útgáfa“. Því hefur oft verið haldið fram með rökum að verð á matvælum myndi lækka með aðild. Ástæða er til að minna á að það gekk eftir bæði í Svíþjóð og Finnlandi eins og spáð var. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2004 og í skýrslu frá Evrópufræðasetri á Bifröst komu fram sterk rök fyrir því að svo yrði einnig hér. Tollar yrðu afnumdir á öllum vörum með aðild okkar að Tollabandalagi Evrópu og þar myndi muna mest um landbúnaðarvörurnar. Einnig myndi inngangan leiða til aukins innflutnings vegna afnáms tolla sem aftur myndi auka samkeppnina á matvælamarkaðnum og ætti það að skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Þegar kemur að almennri neytendavernd þá er það umhugsunarvert að nánast öll sú löggjöf sem snýr að neytendavernd hér á landi er komin frá ESB í gegnum EES. Hér má nefna lög um neytendalán, skaðsemisábyrgð, samningsskilmála og fjarsölu svo eitthvað sé nefnt. Með fullri aðild Íslands að ESB myndi hagur neytenda aukast enn frekar, þar sem tollar og vörugjöld myndu falla brott. Þannig myndi til að mynda kostnaður við póstverslun lækka umtalsvert sem yrði mikil búbót fyrir neytendur á litlu markaðssvæði. Íslenskir neytendur munu því njóta þess ríkulega í lægri húsnæðiskostnaði og vöruverði (og þá ekki síst matarverði) ef Ísland gerist aðili að ESB, þrátt fyrir þá tímabundnu efnahagserfiðleika sem ESB glímir við um þessar mundir.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun