Ætla að kæra Tal og Flix til lögreglunnar Valur Grettisson skrifar 29. október 2013 09:00 þjónusta Tal býður upp á tæknilegar lausnir svo viðskiptavinir geti nálgast Netflix og Hulu. Fréttablaðið/Anton „Við munum kæra þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri samtaka myndréttarhafa á Íslandi (SMÁÍS), en samtökin ætla að kæra símafyrirtækið Tal sem og forsvarsmenn heimasíðunnar Flix.is, fyrir brot á lögum um höfundarrétt. Snæbjörn segir málið borðleggjandi, enda höfundarréttarlögin skýr. Þar kveður meðal annars á um að það sé óheimilt, án samþykkis rétthafa, að sniðganga tæknilegar ráðstafanir til að vernda höfundarrétt. Snæbjörn telur að með því að bjóða upp á tæknilegar lausnir til þess að nálgast efnisveitur, svo sem Netflix eða Hulu, séu Tal og Flix að gegn þessu lagaákvæði. Flix hefur verið minna í umræðunni en forsvarsmenn síðunnar auglýsa grímulaust tæknilegar lausnir gegn þóknun svo fólk geti nálgast efnisveiturnar. Það sama á við um Tal. „Það kemur okkur mjög á óvart að svona flott fyrirtæki eins og Tal sé að bjóða upp á svona lagað, en við munum kæra það sem og Flix.is,“ segir Snæbjörn sem telur engan vafa á sekt fyrirtækjanna eftir að hafa skoðað málið. Fréttablaðið hafði samband við nokkra lögfræðinga sem eru sérfræðingar á sviði laga um hugverkaréttindi. Einn þeirra sagði símafyrirtækið stuðla að því eða hvetja til þess að einstaklingurinn villi á sér heimildir um það hvar hann nýtir þjónustu efnisveitunnar. Með þessu sé gengið á svig við ákvörðun rétthafans um svæðisskiptingu en efnisveiturnar hafa ekki gert samning um birtingu á efninu hér á landi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Annar lögmaður sem Fréttablaðið ræddi við sagði mögulegt að fyrirtækin séu brotleg gegn lögum þar sem forsvarsmenn þeirra viti að þjónustan sem þeir bjóða upp á verði notuð til þess að nálgast efnisveitur á ólöglegan hátt. Forsvarsmaður Istorrent var til að mynda dæmdur í Hæstarétti Íslands árið 2010 á þeim forsendum. Enginn lögfræðingur þorði þó að fullyrða að hér væri um að ræða klárt brot á lögum um höfundarrétt. Aðspurður hvenær Smáís muni kæra fyrirtækin, svarar Snæbjörn því til að það verði innan skamms. Það þurfi að undirbúa svona mál vel. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Við munum kæra þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri samtaka myndréttarhafa á Íslandi (SMÁÍS), en samtökin ætla að kæra símafyrirtækið Tal sem og forsvarsmenn heimasíðunnar Flix.is, fyrir brot á lögum um höfundarrétt. Snæbjörn segir málið borðleggjandi, enda höfundarréttarlögin skýr. Þar kveður meðal annars á um að það sé óheimilt, án samþykkis rétthafa, að sniðganga tæknilegar ráðstafanir til að vernda höfundarrétt. Snæbjörn telur að með því að bjóða upp á tæknilegar lausnir til þess að nálgast efnisveitur, svo sem Netflix eða Hulu, séu Tal og Flix að gegn þessu lagaákvæði. Flix hefur verið minna í umræðunni en forsvarsmenn síðunnar auglýsa grímulaust tæknilegar lausnir gegn þóknun svo fólk geti nálgast efnisveiturnar. Það sama á við um Tal. „Það kemur okkur mjög á óvart að svona flott fyrirtæki eins og Tal sé að bjóða upp á svona lagað, en við munum kæra það sem og Flix.is,“ segir Snæbjörn sem telur engan vafa á sekt fyrirtækjanna eftir að hafa skoðað málið. Fréttablaðið hafði samband við nokkra lögfræðinga sem eru sérfræðingar á sviði laga um hugverkaréttindi. Einn þeirra sagði símafyrirtækið stuðla að því eða hvetja til þess að einstaklingurinn villi á sér heimildir um það hvar hann nýtir þjónustu efnisveitunnar. Með þessu sé gengið á svig við ákvörðun rétthafans um svæðisskiptingu en efnisveiturnar hafa ekki gert samning um birtingu á efninu hér á landi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Annar lögmaður sem Fréttablaðið ræddi við sagði mögulegt að fyrirtækin séu brotleg gegn lögum þar sem forsvarsmenn þeirra viti að þjónustan sem þeir bjóða upp á verði notuð til þess að nálgast efnisveitur á ólöglegan hátt. Forsvarsmaður Istorrent var til að mynda dæmdur í Hæstarétti Íslands árið 2010 á þeim forsendum. Enginn lögfræðingur þorði þó að fullyrða að hér væri um að ræða klárt brot á lögum um höfundarrétt. Aðspurður hvenær Smáís muni kæra fyrirtækin, svarar Snæbjörn því til að það verði innan skamms. Það þurfi að undirbúa svona mál vel.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira