Ætla að leggja mannanafnanefnd niður Samúel Karl Ólason skrifar 15. júní 2016 11:32 Innanríkisráðuneytið hefur unnið drög að frumvarpi um miklar breytingar á mannanafnalöggjöfinni. Samkvæmt drögunum á meðal annars að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá, fella úr gildi ákvæði um að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og öfugt, fella úr gildi ákvæði um hámarksfjölda nafna, fella úr ákvæði um ættarnöfn og fleira. „Umræða um mannanafnalöggjöfina hefur verið áberandi í samfélaginu, m.a. í tengslum við ákvarðanir mannanafnanefndar sem sker úr álita- eða ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira. Hefur því sjónarmiði vaxið ásmegin að réttur manna til að ráða sjálfir nöfnum sínum og barna sinna sé ríkari en hagsmunir samfélagsins að takmarka þennan rétt,“ segir á vef ráðuneytisins. Drögin hafa verið birt á netinu og óskar ráðuneytið eftir rökstuddum tillögum eða athugasemdum. Um er að ræða umfangsmiklar breytingar á löggjöfinni. Á vef ráðuneytisins segir að eftirtalin atriði myndu meðal annars falla á brott.Ákvæði um hámarksfjölda nafna.Ákvæði um að eiginnafn skuli geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli, megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og skuli ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Einu kröfurnar sem gerðar yrðu til eiginnafna væru að þau skyldu vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án greinis. Væri eiginnafn af íslenskum uppruna skyldi það falla að íslensku beygingarkerfi en sú krafa væri ekki gerð ef um viðurkennt erlent nafn væri að ræða.Ákvæði um að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn.Ákvæði um að eiginnöfn megi ekki vera þannig að þau geti orðið nafnbera til ama.Ákvæði um ættarnöfn, engar takmarkanir yrðu á notkun ættarnafna og því félli bæði á brott vernd eldri ættarnafna og bann við nýjum.Ákvæði um takmarkanir á notkun erlendra nafna en kveðið yrði á um að nöfn skuli rita í þjóðskrá með bókstöfum íslenska stafrófsins.Ákvæði um mannanafnanefnd og hlutverk hennar, sem og ákvæði um mannanafnaskrá. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur unnið drög að frumvarpi um miklar breytingar á mannanafnalöggjöfinni. Samkvæmt drögunum á meðal annars að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá, fella úr gildi ákvæði um að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og öfugt, fella úr gildi ákvæði um hámarksfjölda nafna, fella úr ákvæði um ættarnöfn og fleira. „Umræða um mannanafnalöggjöfina hefur verið áberandi í samfélaginu, m.a. í tengslum við ákvarðanir mannanafnanefndar sem sker úr álita- eða ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira. Hefur því sjónarmiði vaxið ásmegin að réttur manna til að ráða sjálfir nöfnum sínum og barna sinna sé ríkari en hagsmunir samfélagsins að takmarka þennan rétt,“ segir á vef ráðuneytisins. Drögin hafa verið birt á netinu og óskar ráðuneytið eftir rökstuddum tillögum eða athugasemdum. Um er að ræða umfangsmiklar breytingar á löggjöfinni. Á vef ráðuneytisins segir að eftirtalin atriði myndu meðal annars falla á brott.Ákvæði um hámarksfjölda nafna.Ákvæði um að eiginnafn skuli geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli, megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og skuli ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Einu kröfurnar sem gerðar yrðu til eiginnafna væru að þau skyldu vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án greinis. Væri eiginnafn af íslenskum uppruna skyldi það falla að íslensku beygingarkerfi en sú krafa væri ekki gerð ef um viðurkennt erlent nafn væri að ræða.Ákvæði um að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn.Ákvæði um að eiginnöfn megi ekki vera þannig að þau geti orðið nafnbera til ama.Ákvæði um ættarnöfn, engar takmarkanir yrðu á notkun ættarnafna og því félli bæði á brott vernd eldri ættarnafna og bann við nýjum.Ákvæði um takmarkanir á notkun erlendra nafna en kveðið yrði á um að nöfn skuli rita í þjóðskrá með bókstöfum íslenska stafrófsins.Ákvæði um mannanafnanefnd og hlutverk hennar, sem og ákvæði um mannanafnaskrá.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira