Innlent

Ætluðu að villa um fyrir yfirvöldum

Fjórmenningarnir sem sitja í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á tæpum sextíu kílóum af fíkniefnum virðast einungis hafa ætlað að pakka efnunum hér á landi og senda síðan vestur um haf. Líklega til að villa um fyrir yfirvöldum ytra segir yfirmaður fíkniefnadeildar.

Mennirnir fjórir komu hingað með flugi frá Bretlandi og höfðu kílóin 60 af efninu Khat, meðferðis í ferðatöskum en þeir eru allir breskir ríkisborgarar, þó tveir þeirra séu frá Sómalíu. Tollayfirvöld finna síðan ákveðna pappíra í fórum þeirra sem leiddi til rannsóknar lögreglu, en þeir voru handteknir á gistiheimili í Reykjavík í fyrrakvöld.

Ljóst er að efnunum var pakkað hér á landi en þau átti að senda til Bandaríkjanna og Kanada. „Eins og þetta blasir við okkur þá virðist Ísland fyrst og fremst hafa verið notað til að gefa vægari sýn yfirvalda í Bandaríkjunum og Kanada gagnvart þessum pakkningum," segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, og bætir við að þessi efni eru ólögleg í Bandaríkjunum, Kanada og öllum Evrópulöndum fyrir utan Holland og Bretland.

Khat er planta sem vex meðal annars villt í Sómalíu og er lítið þekkt á Norðurlöndunum nema þá helst í Svíþjóð. Mikilvægt er að varan sé fersk en stilkar plöntunnar eru tuggðir.

Karl Steinar segir lögreglu í raun lítið vita um efnið en ekkert bendir til þess að sendingin hafi átt að fara á markað hér á landi.


Tengdar fréttir

Bjarni Harðar: Orkar tvímælis að flokka Khat sem fíkniefni

Það orkar mjög tvímælis að flokka khat sem fíkniefni. Í Bretlandi er efni þetta leyft og þó að neysla þess sé kannski álíka ávanabindandi og kaffi þá eru áhrifin óveruleg“, skrifar Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, um efnið Khat sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á.

Hvað er Khat?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann um 60 kíló af efninu Khat í fórum fjögurra erlendra ríkisborgara í vikunni. Efninu var pakkað inn hér á landi en ekki er talið að áætlunin hafi verið að koma því á markað á Íslandi. Lögreglan telur að ætlað hafi verið að koma efninu í dreifingu í Bandaríkjunum eða í Kanada, en þar hafa vinsældir efnisins aukist mikið síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×