Ættleiðingarsamband við Rússland að verða að veruleika 20. febrúar 2013 09:15 Hressir drengir. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint. Síðastliðinn föstudag fóru lokadrög að samningi um alþjóðlegar ættleiðingar milli Íslands og Rússlands með hraðsendingu til Rússlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni Íslenskrar ættleiðingar, Harðar Svavarssonar, en unnið hefur verið að ættleiðingarsambandi við Rússland í rúm þrjú ár eða frá því að stjórn Íslenskrar ættleiðingar óskaði eftir því við íslensk stjórnvöld að þau sendu formlega beiðni til rússneskra stjórnvalda um ættleiðingasamband milli landanna. Í árslok 2011 lýsti Lavrov utanríkisráðherra Rússlands því yfir á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra Íslands að Rússar væru nú reiðubúnir að gera slíkan samning. Á fundi með Össuri lofaði hann jafnframt að setja sína bestu menn í að ljúka samningi sem fyrst. Íslensk ættleiðing var full bjartsýni við þessar fréttir. Í tilkynningu Harðar segir: „En í blaðagrein sem Össur skrifaði í desember 2011 benti hann á að „Vafalítið eru mörg ljón á veginum ennþá sem við félagi Ögmundur þurfum saman að yfirvinna." Össur reyndist þarna sannspár, því mikil vinna hefur verið lögð í það í ráðuneytum innanríkis- og utanríkis á Íslandi að rita samning sem fer vel að lögum beggja landanna. Af hálfu ættleiðingarfélagsins hefur Elín Henriksen skipulagt þátt félagsins í þessu máli og fylgt því fast eftir að vinna við samninginn hafi ávalt verið ofarlega í forgangsröðinni í verkefnabunkanum hjá stjórnsýslunni." Í maí á síðasta ári fóru fulltrúar Innanríkisráðuneytisins á fund með starfsbræðrum sínum í Rússlandi til að bera saman bækur sínar og komu heim með þær fregnir að vel gæti orðið um ættleiðingarsamband að ræða milli landanna. Einungis þyrfti að endurrita fáein atriði og þýða samninginn. Þessari vinnu er nú lokið og hefur félagið því ástæðu til að ætla að á næstu vikum komi fulltrúa rússneska ríkisins í heimsókn til landsins til að undirrita samninginn. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Síðastliðinn föstudag fóru lokadrög að samningi um alþjóðlegar ættleiðingar milli Íslands og Rússlands með hraðsendingu til Rússlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni Íslenskrar ættleiðingar, Harðar Svavarssonar, en unnið hefur verið að ættleiðingarsambandi við Rússland í rúm þrjú ár eða frá því að stjórn Íslenskrar ættleiðingar óskaði eftir því við íslensk stjórnvöld að þau sendu formlega beiðni til rússneskra stjórnvalda um ættleiðingasamband milli landanna. Í árslok 2011 lýsti Lavrov utanríkisráðherra Rússlands því yfir á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra Íslands að Rússar væru nú reiðubúnir að gera slíkan samning. Á fundi með Össuri lofaði hann jafnframt að setja sína bestu menn í að ljúka samningi sem fyrst. Íslensk ættleiðing var full bjartsýni við þessar fréttir. Í tilkynningu Harðar segir: „En í blaðagrein sem Össur skrifaði í desember 2011 benti hann á að „Vafalítið eru mörg ljón á veginum ennþá sem við félagi Ögmundur þurfum saman að yfirvinna." Össur reyndist þarna sannspár, því mikil vinna hefur verið lögð í það í ráðuneytum innanríkis- og utanríkis á Íslandi að rita samning sem fer vel að lögum beggja landanna. Af hálfu ættleiðingarfélagsins hefur Elín Henriksen skipulagt þátt félagsins í þessu máli og fylgt því fast eftir að vinna við samninginn hafi ávalt verið ofarlega í forgangsröðinni í verkefnabunkanum hjá stjórnsýslunni." Í maí á síðasta ári fóru fulltrúar Innanríkisráðuneytisins á fund með starfsbræðrum sínum í Rússlandi til að bera saman bækur sínar og komu heim með þær fregnir að vel gæti orðið um ættleiðingarsamband að ræða milli landanna. Einungis þyrfti að endurrita fáein atriði og þýða samninginn. Þessari vinnu er nú lokið og hefur félagið því ástæðu til að ætla að á næstu vikum komi fulltrúa rússneska ríkisins í heimsókn til landsins til að undirrita samninginn.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira