Ættleiðingarsamband við Rússland að verða að veruleika 20. febrúar 2013 09:15 Hressir drengir. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint. Síðastliðinn föstudag fóru lokadrög að samningi um alþjóðlegar ættleiðingar milli Íslands og Rússlands með hraðsendingu til Rússlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni Íslenskrar ættleiðingar, Harðar Svavarssonar, en unnið hefur verið að ættleiðingarsambandi við Rússland í rúm þrjú ár eða frá því að stjórn Íslenskrar ættleiðingar óskaði eftir því við íslensk stjórnvöld að þau sendu formlega beiðni til rússneskra stjórnvalda um ættleiðingasamband milli landanna. Í árslok 2011 lýsti Lavrov utanríkisráðherra Rússlands því yfir á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra Íslands að Rússar væru nú reiðubúnir að gera slíkan samning. Á fundi með Össuri lofaði hann jafnframt að setja sína bestu menn í að ljúka samningi sem fyrst. Íslensk ættleiðing var full bjartsýni við þessar fréttir. Í tilkynningu Harðar segir: „En í blaðagrein sem Össur skrifaði í desember 2011 benti hann á að „Vafalítið eru mörg ljón á veginum ennþá sem við félagi Ögmundur þurfum saman að yfirvinna." Össur reyndist þarna sannspár, því mikil vinna hefur verið lögð í það í ráðuneytum innanríkis- og utanríkis á Íslandi að rita samning sem fer vel að lögum beggja landanna. Af hálfu ættleiðingarfélagsins hefur Elín Henriksen skipulagt þátt félagsins í þessu máli og fylgt því fast eftir að vinna við samninginn hafi ávalt verið ofarlega í forgangsröðinni í verkefnabunkanum hjá stjórnsýslunni." Í maí á síðasta ári fóru fulltrúar Innanríkisráðuneytisins á fund með starfsbræðrum sínum í Rússlandi til að bera saman bækur sínar og komu heim með þær fregnir að vel gæti orðið um ættleiðingarsamband að ræða milli landanna. Einungis þyrfti að endurrita fáein atriði og þýða samninginn. Þessari vinnu er nú lokið og hefur félagið því ástæðu til að ætla að á næstu vikum komi fulltrúa rússneska ríkisins í heimsókn til landsins til að undirrita samninginn. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Síðastliðinn föstudag fóru lokadrög að samningi um alþjóðlegar ættleiðingar milli Íslands og Rússlands með hraðsendingu til Rússlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni Íslenskrar ættleiðingar, Harðar Svavarssonar, en unnið hefur verið að ættleiðingarsambandi við Rússland í rúm þrjú ár eða frá því að stjórn Íslenskrar ættleiðingar óskaði eftir því við íslensk stjórnvöld að þau sendu formlega beiðni til rússneskra stjórnvalda um ættleiðingasamband milli landanna. Í árslok 2011 lýsti Lavrov utanríkisráðherra Rússlands því yfir á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra Íslands að Rússar væru nú reiðubúnir að gera slíkan samning. Á fundi með Össuri lofaði hann jafnframt að setja sína bestu menn í að ljúka samningi sem fyrst. Íslensk ættleiðing var full bjartsýni við þessar fréttir. Í tilkynningu Harðar segir: „En í blaðagrein sem Össur skrifaði í desember 2011 benti hann á að „Vafalítið eru mörg ljón á veginum ennþá sem við félagi Ögmundur þurfum saman að yfirvinna." Össur reyndist þarna sannspár, því mikil vinna hefur verið lögð í það í ráðuneytum innanríkis- og utanríkis á Íslandi að rita samning sem fer vel að lögum beggja landanna. Af hálfu ættleiðingarfélagsins hefur Elín Henriksen skipulagt þátt félagsins í þessu máli og fylgt því fast eftir að vinna við samninginn hafi ávalt verið ofarlega í forgangsröðinni í verkefnabunkanum hjá stjórnsýslunni." Í maí á síðasta ári fóru fulltrúar Innanríkisráðuneytisins á fund með starfsbræðrum sínum í Rússlandi til að bera saman bækur sínar og komu heim með þær fregnir að vel gæti orðið um ættleiðingarsamband að ræða milli landanna. Einungis þyrfti að endurrita fáein atriði og þýða samninginn. Þessari vinnu er nú lokið og hefur félagið því ástæðu til að ætla að á næstu vikum komi fulltrúa rússneska ríkisins í heimsókn til landsins til að undirrita samninginn.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira