Af hverju ekki nefskattur? Einar Karl Friðriksson skrifar 11. september 2014 07:00 Í desember 2013 skipaði innanríkisráðherra starfshóp sem hafði það verkefni að endurskoða fjárhagsleg samskipti ríkis og Þjóðkirkjunnar og safnaða hennar. Sá sem hér ritar hefði haldið að slíkur hópur myndi taka tillit til athugasemda Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í úttekt sinni á stöðu mannréttinda á Íslandi árið 2012 gerði athugasemd við fyrirkomulag sóknargjalda á Íslandi.Nefndin taldi að íslensk stjórnvöld ættu ekki að leggja sóknargjöld á alla þegna óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag eða kjósi að standa utan þeirra. Í dag eru sóknargjöld ekki innheimt sérstaklega heldur litið svo á að þau séu hluti af almennum tekjuskatti, en álagning tekjuskatts er alveg óháð trúfélagaaðild. Því kemur á óvart að í frétt á heimasíðu innanríkisráðuneytis frá 5.9. um tillögur starfshópsins kemur ekkert fram um hugsanlegar breytingar á þessu kerfi. Einungis er talað um að hækka þurfi þær upphæðir sem renna úr ríkissjóði til skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga, til að leiðrétta fyrir skerðingu þessara gjalda til jafns við aðra aðila „sem byggja rekstur sinn á framlögum af fjárlögum“. Í frétt á heimasíðu Þjóðkirkjunnar má lesa meira um vinnu starfshópsins, en þar stendur: „Starfshópurinn telur að það fyrirkomulag sem kveðið er á um í gildandi lögum um sóknargjöld hafi staðist tímans tönn. Það sé farsælt bæði fyrir ríki og kirkju þar sem það skapi stöðugleika í fjármögnun sókna og sé einfalt í framkvæmd.“ Hvernig það geti talist hagstætt fyrir ríkið að þurfa að greiða sóknargjöld til Þjóðkirkjunnar og fjölda misgáfulegra trúfélaga úr ríkissjóði er erfitt að sjá. Eðlilegra væri að trúfélög, líkt og önnur félög sem vilja kalla sig sjálfstætt starfandi félög, innheimti sín félagsgjöld sjálf, en fái þau ekki greidd úr ríkissjóði. Ef hins vegar ríkið og trúfélög vilja að ríkið annist innheimtu sóknargjalda ætti ríkið að innheimta slík gjöld sem nefskatt á þá sem skráðir eru í trúfélög, en ekki líta svo á að sóknargjöld séu innifalin í almennri skattheimtu á alla þegna, líkt og hver önnur ríkisrekin þjónusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í desember 2013 skipaði innanríkisráðherra starfshóp sem hafði það verkefni að endurskoða fjárhagsleg samskipti ríkis og Þjóðkirkjunnar og safnaða hennar. Sá sem hér ritar hefði haldið að slíkur hópur myndi taka tillit til athugasemda Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í úttekt sinni á stöðu mannréttinda á Íslandi árið 2012 gerði athugasemd við fyrirkomulag sóknargjalda á Íslandi.Nefndin taldi að íslensk stjórnvöld ættu ekki að leggja sóknargjöld á alla þegna óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag eða kjósi að standa utan þeirra. Í dag eru sóknargjöld ekki innheimt sérstaklega heldur litið svo á að þau séu hluti af almennum tekjuskatti, en álagning tekjuskatts er alveg óháð trúfélagaaðild. Því kemur á óvart að í frétt á heimasíðu innanríkisráðuneytis frá 5.9. um tillögur starfshópsins kemur ekkert fram um hugsanlegar breytingar á þessu kerfi. Einungis er talað um að hækka þurfi þær upphæðir sem renna úr ríkissjóði til skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga, til að leiðrétta fyrir skerðingu þessara gjalda til jafns við aðra aðila „sem byggja rekstur sinn á framlögum af fjárlögum“. Í frétt á heimasíðu Þjóðkirkjunnar má lesa meira um vinnu starfshópsins, en þar stendur: „Starfshópurinn telur að það fyrirkomulag sem kveðið er á um í gildandi lögum um sóknargjöld hafi staðist tímans tönn. Það sé farsælt bæði fyrir ríki og kirkju þar sem það skapi stöðugleika í fjármögnun sókna og sé einfalt í framkvæmd.“ Hvernig það geti talist hagstætt fyrir ríkið að þurfa að greiða sóknargjöld til Þjóðkirkjunnar og fjölda misgáfulegra trúfélaga úr ríkissjóði er erfitt að sjá. Eðlilegra væri að trúfélög, líkt og önnur félög sem vilja kalla sig sjálfstætt starfandi félög, innheimti sín félagsgjöld sjálf, en fái þau ekki greidd úr ríkissjóði. Ef hins vegar ríkið og trúfélög vilja að ríkið annist innheimtu sóknargjalda ætti ríkið að innheimta slík gjöld sem nefskatt á þá sem skráðir eru í trúfélög, en ekki líta svo á að sóknargjöld séu innifalin í almennri skattheimtu á alla þegna, líkt og hver önnur ríkisrekin þjónusta.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar