Af meintu einelti og ofbeldi Emil Örn Kristjánsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. Það sem helst virðist hafa farið fyrir brjóstið á borgarstjóranum, og reyndar fleirum, er að einum fundarmanna varð það á að viðhafa orðið „hyski" um borgarstjórann og fylgisfólk hans. Í framhaldi af því að borgarstjóri, á fasbókarsíðu sinni, kvartaði undan því að hafa orðið fyrir téðu einelti og ofbeldi hafa ýmsir farið hamförum og ekki sparað Sigurði Harðarsyni, þeim sem beitti orðinu „hyski", gífuryrðin og farið langt fram úr honum í notkun fúk- og gífuryrða. Vekur það óneitanlega spurningar um það hversu heilagur og ósnertanlegur Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri hlýtur að vera hjá sauðtryggum aðdáendum og hversu vanheilagir og réttdræpir þeir eru, í þeirra augum, sem leyfa sér að gagnrýna hann á opinberum vettvangi. Sigurður hefur reyndar beðist afsökunar á orðalagi sínu og er hann maður að meiri á eftir. Nú vill svo til að víða í Grafarvogi er fólk orðið langþreytt og jafnvel reitt vegna valdníðslu borgarstjórnar í hverfinu, sérstaklega í skólamálum. Foreldrar grunnskólabarna í hverfinu hafa ítrekað reynt að fá embættismenn borgarinnar til umræðu um þær breytingar sem á síðasta ári var þvingað upp á íbúa án nokkurs samráðs, en án árangurs. Það er því ekki að undra þótt hvíni í þegar Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri mætir drjúgur á svip og talar fjálglega um „íbúalýðræði" þegar ráðstafa á einhverjum 2.000 krónum eða svo á mann í umhverfisverkefni. Flestum Grafarvogsbúum blöskrar nefnilega þegar þeir verða vitni að slíkum tvískinnungi.Ekki pólitískur fundur Fréttamiðlar þreyttust heldur ekki á því að tíunda þá staðreynd að nefndur Sigurður er stjórnarmaður í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Hefur öll umræðan síðan snúist að mestu leyti um að hér hafi sjálfstæðismaður verið að tala. Það hafa hins vegar fáir orðið til þess að nefna að margnefndur fundur var ekki pólitískur fundur sem slíkur. Þetta var opinn fundur borgarstjóra með borgarbúum. Grafarvogsbúar sem þarna mættu voru því ekki mættir þar sem fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem þeir kunna að tilheyra, hvort heldur það er Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn eða eitthvað annað, heldur sem íbúar í sínu hverfi. Og nú sl. föstudag var Sigurður Harðarson sagður formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Það er reyndar ekki rétt því það vill til að undirritaður er formaður þess ágæta félags og hefur um árabil átt gott samstarf við Sigurð á þeim vettvangi. Hins vegar var Sigurður mættur, eins og svo margir aðrir, sem foreldri grunnskólabarna sem honum þykir borgaryfirvöld hafa brotið á og er orðinn langþreyttur á því að reyna árangurslaust að ræða þau mál við yfirvöld. Mér þykir það skjóta skökku við að heyra það fólk tuða af mikilli vandlætingu um að hafa verið kallað hyski, sem rak ögrandi kosningabaráttu með fúkyrðum á við „gefum fávitunum frí" og „allt fyrir aumingja". Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. Það sem helst virðist hafa farið fyrir brjóstið á borgarstjóranum, og reyndar fleirum, er að einum fundarmanna varð það á að viðhafa orðið „hyski" um borgarstjórann og fylgisfólk hans. Í framhaldi af því að borgarstjóri, á fasbókarsíðu sinni, kvartaði undan því að hafa orðið fyrir téðu einelti og ofbeldi hafa ýmsir farið hamförum og ekki sparað Sigurði Harðarsyni, þeim sem beitti orðinu „hyski", gífuryrðin og farið langt fram úr honum í notkun fúk- og gífuryrða. Vekur það óneitanlega spurningar um það hversu heilagur og ósnertanlegur Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri hlýtur að vera hjá sauðtryggum aðdáendum og hversu vanheilagir og réttdræpir þeir eru, í þeirra augum, sem leyfa sér að gagnrýna hann á opinberum vettvangi. Sigurður hefur reyndar beðist afsökunar á orðalagi sínu og er hann maður að meiri á eftir. Nú vill svo til að víða í Grafarvogi er fólk orðið langþreytt og jafnvel reitt vegna valdníðslu borgarstjórnar í hverfinu, sérstaklega í skólamálum. Foreldrar grunnskólabarna í hverfinu hafa ítrekað reynt að fá embættismenn borgarinnar til umræðu um þær breytingar sem á síðasta ári var þvingað upp á íbúa án nokkurs samráðs, en án árangurs. Það er því ekki að undra þótt hvíni í þegar Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri mætir drjúgur á svip og talar fjálglega um „íbúalýðræði" þegar ráðstafa á einhverjum 2.000 krónum eða svo á mann í umhverfisverkefni. Flestum Grafarvogsbúum blöskrar nefnilega þegar þeir verða vitni að slíkum tvískinnungi.Ekki pólitískur fundur Fréttamiðlar þreyttust heldur ekki á því að tíunda þá staðreynd að nefndur Sigurður er stjórnarmaður í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Hefur öll umræðan síðan snúist að mestu leyti um að hér hafi sjálfstæðismaður verið að tala. Það hafa hins vegar fáir orðið til þess að nefna að margnefndur fundur var ekki pólitískur fundur sem slíkur. Þetta var opinn fundur borgarstjóra með borgarbúum. Grafarvogsbúar sem þarna mættu voru því ekki mættir þar sem fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem þeir kunna að tilheyra, hvort heldur það er Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn eða eitthvað annað, heldur sem íbúar í sínu hverfi. Og nú sl. föstudag var Sigurður Harðarson sagður formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Það er reyndar ekki rétt því það vill til að undirritaður er formaður þess ágæta félags og hefur um árabil átt gott samstarf við Sigurð á þeim vettvangi. Hins vegar var Sigurður mættur, eins og svo margir aðrir, sem foreldri grunnskólabarna sem honum þykir borgaryfirvöld hafa brotið á og er orðinn langþreyttur á því að reyna árangurslaust að ræða þau mál við yfirvöld. Mér þykir það skjóta skökku við að heyra það fólk tuða af mikilli vandlætingu um að hafa verið kallað hyski, sem rak ögrandi kosningabaráttu með fúkyrðum á við „gefum fávitunum frí" og „allt fyrir aumingja". Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar