Afar umdeilt hvort sníkillinn hafi áhrif á hegðun fólks Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2014 22:47 Magnús Karl segir rannsóknir sem sýna fram á áhrif sníkilsins á mannfólk í besta falli umdeildar. Vísir/GETTY/DANÍEL „Þetta er afar athyglisverður sníkill og þar erum við forsætisráðherra sammála,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands um toxoplasma-sníkilinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vakti athygli á í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsætisráðherra ræddi þar við þáttarstjórnendur um matvælaöryggi og varaði hann við mögulegum afleiðingum þess að aflétta verndartollum á innfluttar landbúnaðarafurðir. „Það er til að mynda til veira sem veldur því að hegðun fólks breytist. Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað það hvort að þetta kunni að vera að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ sagði Sigmundur og átti þar við hinn svokallaða toxoplasma. Hann bætti síðar við að Íslendingar væru þó nokkuð „óhultir fyrir þessu kvikindi.“ „Í fyrsta lagi er toxoplasmi líka á Íslandi eins og á flestum öðrum stöðum í heiminum, þó svo að tíðni hans sé kannski minni hér en í sumum löndum, til að mynda Suður-Evrópu,“ segir Magnús Karl í samtali við Vísi og bætir við að sníkilinn sé afar athyglisverður. Hann geti borist í menn úr fæðu en að kattardýr séu aðalberar hans, það er sá hýsill sem sníkillinn þarf að komast í til að klára lífshlaup sitt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að toxoplasminn geti breytt hegðun nagdýra. Til að mynda hafi hann eytt eðlislægum ótta sýktra rottna við ketti. „En hefur hann áhrif á fólk? Það er mjög umdeild skoðun, þó svo að það séu rannsóknir til staðar sem hafa gefið vísbendingar í þátt átt,“ segir Magnús. „Áhrifin eru þó afar óljós og rannsóknirnar, sem sýnt hafa fram á áhrif á mannfólk, eru í besta falli umdeildar.“ Meint áhrif af neyslu sýktra landbúnaðarafurða séu áhugaverð, en óstaðfest. „Þau benda alla vega ekki til þess að við ættum að óttast breytingar í stefnu okkar í landbúnaðarmálum,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor. Tengdar fréttir Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir mikil tækifæri felast í því að viðhalda heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða og telur glapræði að aflétta tollum á innflutt matvæli. 14. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
„Þetta er afar athyglisverður sníkill og þar erum við forsætisráðherra sammála,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands um toxoplasma-sníkilinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vakti athygli á í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsætisráðherra ræddi þar við þáttarstjórnendur um matvælaöryggi og varaði hann við mögulegum afleiðingum þess að aflétta verndartollum á innfluttar landbúnaðarafurðir. „Það er til að mynda til veira sem veldur því að hegðun fólks breytist. Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað það hvort að þetta kunni að vera að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ sagði Sigmundur og átti þar við hinn svokallaða toxoplasma. Hann bætti síðar við að Íslendingar væru þó nokkuð „óhultir fyrir þessu kvikindi.“ „Í fyrsta lagi er toxoplasmi líka á Íslandi eins og á flestum öðrum stöðum í heiminum, þó svo að tíðni hans sé kannski minni hér en í sumum löndum, til að mynda Suður-Evrópu,“ segir Magnús Karl í samtali við Vísi og bætir við að sníkilinn sé afar athyglisverður. Hann geti borist í menn úr fæðu en að kattardýr séu aðalberar hans, það er sá hýsill sem sníkillinn þarf að komast í til að klára lífshlaup sitt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að toxoplasminn geti breytt hegðun nagdýra. Til að mynda hafi hann eytt eðlislægum ótta sýktra rottna við ketti. „En hefur hann áhrif á fólk? Það er mjög umdeild skoðun, þó svo að það séu rannsóknir til staðar sem hafa gefið vísbendingar í þátt átt,“ segir Magnús. „Áhrifin eru þó afar óljós og rannsóknirnar, sem sýnt hafa fram á áhrif á mannfólk, eru í besta falli umdeildar.“ Meint áhrif af neyslu sýktra landbúnaðarafurða séu áhugaverð, en óstaðfest. „Þau benda alla vega ekki til þess að við ættum að óttast breytingar í stefnu okkar í landbúnaðarmálum,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor.
Tengdar fréttir Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir mikil tækifæri felast í því að viðhalda heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða og telur glapræði að aflétta tollum á innflutt matvæli. 14. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir mikil tækifæri felast í því að viðhalda heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða og telur glapræði að aflétta tollum á innflutt matvæli. 14. ágúst 2014 18:30