Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2014 12:50 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks mun á morgun leggja fram frumvarp um breytingar á áfengislöggjöf sem felur í sér að leyfilegt verður að selja áfengi í matvöruverslunum. Vilhjálmur gerir ráð fyrir átökum um málið. Þegar fréttastofa ræddi við Vilhjálm í morgun beið hann þess hvað kæmi út úr yfirstandandi þingflokksfundum; hvort þingmenn sem vilja fái leyfi þaðan til að vera meðflutningsmenn hans. Vilhjálmur gerir ráð fyrir því að þingmenn allra flokka, ef frátaldir eru Vinstri grænir, muni verða meðflutningsmenn hans.Karl Garðars, Willum Þór og Haraldur Einarsson með Þetta er í sjöunda skiptið sem frumvarp sem þetta er lagt fram. 29 þingmenn hafa verið meðflutningsmenn í þessi skipti, alltaf hafa verið meðflutningsmenn úr Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Ellefu þessara þingmanna eru á þingi dag, og allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, ef frá er talin Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem er ný á þingi, hafa flutt málið. Það ætti því að blása byrlega fyrir Vilhjálm. Samkvæmt heimildum Vísis verður um að ræða Framsóknarþingmennina Karl Garðarsson, Willum Þór Þórsson og Harald Einarsson, auk þess sem Jón Þór Ólafsson úr Pírötum og Björt Ólafsdóttir úr Bjartri framtíð og svo sex til sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks. Það ætti því að blása bærilega byrlega fyrir Vilhjálm þá er hann mælir fyrir frumvarpinu á morgun, en hann er nú að undirbúa það.Mikill stuðningur inná þingiVilhjálmur telur víst að í það minnsta 30 þingmenn muni styðja frumvarpið sem þýðir að mjótt verður á munum þegar til atkvæðagreiðslu kemur. „Já, eins og staðan er í dag, áður en málið er komið til meðferðar þingsins, eru um þrjátíu þingmenn búnir að lýsa því yfir að þeir séu hlynntir þessu skrefi. Og muni styðja þetta að ríkið stundi ekki lengur verslun með áfengi heldur verði það fært í annað form sem tengist meira því viðskipta- og persónufrelsi sem við þekkjum í dag, á öðrum vígstöðvum. Og, svo þegar þetta kemur til meðferðar þingsins koma inn umsagnir og annað og ég hef fulla trú á því að þá muni fleiri þingmenn bætast í hópinn,“ segir Vilhjálmur vonglaður.Klofinn FramsóknarflokkurMikil andstaða er innan Framsóknarflokksins gagnvart því að þetta skref verði stigið. Vilhjálmur gerir þó ekki ráð fyrir því að þetta muni reynast fleinn í stjórnarsamstarfið, þetta sé þingmannamál þvert á flokka. „Nei, en það er alveg rétt. Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta innan Framsóknarflokksins en þar eru líka þingmenn sem eru mjög hlynntir málinu og munu verða meðflutningsmenn,“ segir Vilhjálmur með þeim fyrirvara að samþykkt fyrir því muni liggja fyrir eftir þingflokksfund þar. „Þetta er líka þingmannamál sem lagt er fram þvert á flokka. Þetta mun ekki tengjast ríkisstjórnarsamstarfinu á nokkurn hátt. Ég hef ekki áhyggjur af því. Þetta er tilfinningamál og hefur alltaf verið. Þetta er umdeilt líka innan Sjálfstæðisflokksins.“Harkaleg átök framundanVilhjálmur gerir ráð fyrir því að tekist verði harkalega á um málið og að átök verði um það. „Ég býst við því að það verði töluverðar umræður um málið. Sem er eðlilegt. Þetta er mál sem hefur alltaf fengið mikla athygli. Þá vegna tilfinninga sem eru í því. En ég vona samt að umræðurnar verði málefnalegar. Ég verð var við það, í tengslum við þetta mál, að fólk velur sér alltaf eitthvað eitt atriði sem ræður afstöðu þess. En, það eru bara svo margir fletir á þessu máli. Þetta snýst fyrst og fremst um val- og persónufrelsi sem og um eðlilega viðskiptahætti. Margir vilja tengja þetta við hinn félagslega vinkil, en ég held að þetta hafi ekki eins mikil áhrif á þann þátt og fólk heldur. Bara miðað við hvernig við horfum á fyrirkomulagið eins og það er í dag. Ég held að það sé oftúlkað í þessu og því blandað of mikið inní þetta.“ Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks mun á morgun leggja fram frumvarp um breytingar á áfengislöggjöf sem felur í sér að leyfilegt verður að selja áfengi í matvöruverslunum. Vilhjálmur gerir ráð fyrir átökum um málið. Þegar fréttastofa ræddi við Vilhjálm í morgun beið hann þess hvað kæmi út úr yfirstandandi þingflokksfundum; hvort þingmenn sem vilja fái leyfi þaðan til að vera meðflutningsmenn hans. Vilhjálmur gerir ráð fyrir því að þingmenn allra flokka, ef frátaldir eru Vinstri grænir, muni verða meðflutningsmenn hans.Karl Garðars, Willum Þór og Haraldur Einarsson með Þetta er í sjöunda skiptið sem frumvarp sem þetta er lagt fram. 29 þingmenn hafa verið meðflutningsmenn í þessi skipti, alltaf hafa verið meðflutningsmenn úr Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Ellefu þessara þingmanna eru á þingi dag, og allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, ef frá er talin Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem er ný á þingi, hafa flutt málið. Það ætti því að blása byrlega fyrir Vilhjálm. Samkvæmt heimildum Vísis verður um að ræða Framsóknarþingmennina Karl Garðarsson, Willum Þór Þórsson og Harald Einarsson, auk þess sem Jón Þór Ólafsson úr Pírötum og Björt Ólafsdóttir úr Bjartri framtíð og svo sex til sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks. Það ætti því að blása bærilega byrlega fyrir Vilhjálm þá er hann mælir fyrir frumvarpinu á morgun, en hann er nú að undirbúa það.Mikill stuðningur inná þingiVilhjálmur telur víst að í það minnsta 30 þingmenn muni styðja frumvarpið sem þýðir að mjótt verður á munum þegar til atkvæðagreiðslu kemur. „Já, eins og staðan er í dag, áður en málið er komið til meðferðar þingsins, eru um þrjátíu þingmenn búnir að lýsa því yfir að þeir séu hlynntir þessu skrefi. Og muni styðja þetta að ríkið stundi ekki lengur verslun með áfengi heldur verði það fært í annað form sem tengist meira því viðskipta- og persónufrelsi sem við þekkjum í dag, á öðrum vígstöðvum. Og, svo þegar þetta kemur til meðferðar þingsins koma inn umsagnir og annað og ég hef fulla trú á því að þá muni fleiri þingmenn bætast í hópinn,“ segir Vilhjálmur vonglaður.Klofinn FramsóknarflokkurMikil andstaða er innan Framsóknarflokksins gagnvart því að þetta skref verði stigið. Vilhjálmur gerir þó ekki ráð fyrir því að þetta muni reynast fleinn í stjórnarsamstarfið, þetta sé þingmannamál þvert á flokka. „Nei, en það er alveg rétt. Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta innan Framsóknarflokksins en þar eru líka þingmenn sem eru mjög hlynntir málinu og munu verða meðflutningsmenn,“ segir Vilhjálmur með þeim fyrirvara að samþykkt fyrir því muni liggja fyrir eftir þingflokksfund þar. „Þetta er líka þingmannamál sem lagt er fram þvert á flokka. Þetta mun ekki tengjast ríkisstjórnarsamstarfinu á nokkurn hátt. Ég hef ekki áhyggjur af því. Þetta er tilfinningamál og hefur alltaf verið. Þetta er umdeilt líka innan Sjálfstæðisflokksins.“Harkaleg átök framundanVilhjálmur gerir ráð fyrir því að tekist verði harkalega á um málið og að átök verði um það. „Ég býst við því að það verði töluverðar umræður um málið. Sem er eðlilegt. Þetta er mál sem hefur alltaf fengið mikla athygli. Þá vegna tilfinninga sem eru í því. En ég vona samt að umræðurnar verði málefnalegar. Ég verð var við það, í tengslum við þetta mál, að fólk velur sér alltaf eitthvað eitt atriði sem ræður afstöðu þess. En, það eru bara svo margir fletir á þessu máli. Þetta snýst fyrst og fremst um val- og persónufrelsi sem og um eðlilega viðskiptahætti. Margir vilja tengja þetta við hinn félagslega vinkil, en ég held að þetta hafi ekki eins mikil áhrif á þann þátt og fólk heldur. Bara miðað við hvernig við horfum á fyrirkomulagið eins og það er í dag. Ég held að það sé oftúlkað í þessu og því blandað of mikið inní þetta.“
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira