Innlent

Afhjúpa minningarhellu um mótmælanda Íslands

Næst komandi mánudag, 6. september, verður eitt ár liðið frá andláti Helga.
Næst komandi mánudag, 6. september, verður eitt ár liðið frá andláti Helga.
Eftir helgi verður liðið átt ár frá andláti Helga Hóseassonar, sem oft var kallaður mótmælandi Íslands. Af því tilefni verður afhjúpuð minningarhella næstkomandi mánudag þar sem Helgi stóð oft við gatnamót Langholtsvegar og Holtavegar í Reykjavík.

Stuttu eftir andlát Helga voru uppi vangaveltur um að reisa ætti styttu til minningar um hann. Einnig urðu þær raddir háværar að það væri ekki í samræmi við persónu Helga.

Hópur manna ætlar að ganga frá heimili Helga við Skipasundi 48 á mánudaginn klukkan 17:50 að gatnamótunum þar sem stutt athöfn fer fram klukkan 18.

Mynd/GVA
Að uppsetningu hellunnar standa Vantrú og Facebook-hópur um minnisvarða um Helga Hóseasson. Þór Sigmundsson, steinsmiður, hannaði helluna en vinna við hana og efni er gjöf frá steinsmiðjunni S. Helgason. Hellunni er komið fyrir með góðfúslegu leyfi og aðstoð borgaryfirvalda, að því er fram kemur í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×