Viðskipti innlent

Afkoma Rangárþings versnar milli ára

Tæplega 38 milljóna kr. afgangur var af rekstri Rangárþings (A og B hluta) á síðasta ári. Þetta er töluvert verri afkoma en árið áður þegar tæplega 121 milljón kr. afgangur var á rekstrinum.

Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjörið til Kauphallarinnar. Samkvæmt rekstrarreikningi 2012 námu rekstrartekjur A og B hluta 1,158 milljónum kr. samanborið við 1,070 milljónum kr. árið 2011. Hækkun milli ára er 8,2%.

Rekstrargjöld A og B hluta eru laun, annar rekstarkostnaður og afskriftir sem námu samtals 1.017 milljónum kr., en voru 931,7 milljónir kr. á árinu 2011. Hækkun frá fyrra ári nemur 9,2%.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B hluta árið 2012 námu 111,1 milljón kr. samanborið við 20,4 milljónir kr. árið 2011. Megin skýringin á þessum mismun er að á árinu 2011 voru færðar 137,4 milljónir kr. til tekna vegna endurútreiknings á gengistryggðum lánum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×