Afkoma ríkissjóðs batnað jafnt og þétt Steingrímur J. Sigfússon skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Fyrirsögn þessa greinarkorns er fengin að láni af vef Viðskiptablaðsins á dögunum, en þar er vitnað í umfjöllun greiningardeildar Arion banka um nýframkominn ríkisreikning. Greiningardeildin bendir réttilega á að afkoma ríkissjós á árinu 2013 var mun betri en gert var ráð fyrir að afgreiddum fjáraukalögum og reyndar betri en sjálf fjárlög ársins 2013 gerðu ráð fyrir. Þannig varð tekjuhallinn aðeins 732 milljónir króna í stað 3,7 milljarða sem fjárlögin gerðu ráð fyrir og í stað 19,7 milljarða samkvæmt fjáraukalögum. Hræðsluupphlaup oddvita núverandi stjórnarflokka í sumarbyrjun í fyrra, þeirra Sigmundar og Bjarna, sem þá töldu útlitið kolsvart og héldu um það blaðamannafund, hefur því sem betur fer reynst tilefnislaust með öllu. Jafn innistæðulaust reyndist tal stjórnarliða um ófjármagnaða fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar í ljósi hárrar arðgreiðslu Landsbankans í ár sem þegar hefur verið greidd.Óreglulegir liðir Svonefndir óreglulegir liðir hafa vissulega nokkur áhrif á endanlega niðurstöðu ríkisreiknings. Aukinn eignarhlutur ríkisins í Landsbankanum, sem ríkið fékk í sinn hlut án endurgjalds þegar uppgjör fór fram milli nýja og gamla bankans, veldur tekjufærslu upp á tæpa 25 milljarða. Á móti kemur t.d. tæplega 12 milljörðum króna hærri gjaldfærsla tapaðra skattkrafna.Afkoman batnað frá 2009 Aðalatriðið er þó að ef horft er fram hjá óreglulegum liðum er afkoman orðin jákvæð og batnar um 20 milljarða milli ára. Á sama mælikvarða, það er án óreglulegra liða, hefur afkoman batnað jafnt og þétt frá árinu 2009 eða um heila 120 milljarða segir í áðurnefndri umfjöllun greiningardeildar Arion banka. Hér veldur mestu um að mikilvægustu tekjustofnar ríkisins styrkjast með auknum þrótti í hagkerfinu. Efnahagsbatinn, sem gekk í garð undir lok árs 2010, er því að skila nákvæmlega því sem til var ætlast á sviði ríkisfjármálanna. 40,7 milljarðar á milli ára Með því að leggja traustan grunn að tekjuöflun ríkisins eins og gert var með breytingum á skattkerfinu, einkum á árunum 2009-2010, skila aukin umsvif í hagkerfinu auknum tekjum í ríkissjóð án þess að skattar séu hækkaðir. Það jafnvel svo að hlutfall tekna ríkisins af landsframleiðslu hækkar frekar en hitt og er stundum talað um sjálfvirka margfaldara í þeim efnum. Þannig aukast tekjur um 40,7 milljarða króna milli áranna 2012 og 2013 að frátalinni eignaaukningunni í Landsbankanum eða um 3,7% að raungildi.Mikill árangur Ríkisreikningur ársins 2013 staðfestir enn frekar þann mikla árangur sem harðsnúin fjármálaglíma allt síðasta kjörtímabil skilaði. Í fyrstu lotu varð að forða ríkissjóði frá þroti og síðan rétta hann af og koma rekstrinum í jafnvægi sem nú hefur tekist. Upphafleg ríkisfjármálaáætlun frá vordögum 2009 og með þeirri endurskoðun sem hún sætti, aðallega haustið 2011, hefur í öllum meginatriðum gengið eftir. Næstu ár þarf að mynda afgang og hefja niðurgreiðslu skulda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjafakynfrumur- dýrmæt gjöf María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Menntamál eru efnahagsmál: Tími fyrir nýja nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Og segja mér hver fær að vera fyrirmynd? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessa greinarkorns er fengin að láni af vef Viðskiptablaðsins á dögunum, en þar er vitnað í umfjöllun greiningardeildar Arion banka um nýframkominn ríkisreikning. Greiningardeildin bendir réttilega á að afkoma ríkissjós á árinu 2013 var mun betri en gert var ráð fyrir að afgreiddum fjáraukalögum og reyndar betri en sjálf fjárlög ársins 2013 gerðu ráð fyrir. Þannig varð tekjuhallinn aðeins 732 milljónir króna í stað 3,7 milljarða sem fjárlögin gerðu ráð fyrir og í stað 19,7 milljarða samkvæmt fjáraukalögum. Hræðsluupphlaup oddvita núverandi stjórnarflokka í sumarbyrjun í fyrra, þeirra Sigmundar og Bjarna, sem þá töldu útlitið kolsvart og héldu um það blaðamannafund, hefur því sem betur fer reynst tilefnislaust með öllu. Jafn innistæðulaust reyndist tal stjórnarliða um ófjármagnaða fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar í ljósi hárrar arðgreiðslu Landsbankans í ár sem þegar hefur verið greidd.Óreglulegir liðir Svonefndir óreglulegir liðir hafa vissulega nokkur áhrif á endanlega niðurstöðu ríkisreiknings. Aukinn eignarhlutur ríkisins í Landsbankanum, sem ríkið fékk í sinn hlut án endurgjalds þegar uppgjör fór fram milli nýja og gamla bankans, veldur tekjufærslu upp á tæpa 25 milljarða. Á móti kemur t.d. tæplega 12 milljörðum króna hærri gjaldfærsla tapaðra skattkrafna.Afkoman batnað frá 2009 Aðalatriðið er þó að ef horft er fram hjá óreglulegum liðum er afkoman orðin jákvæð og batnar um 20 milljarða milli ára. Á sama mælikvarða, það er án óreglulegra liða, hefur afkoman batnað jafnt og þétt frá árinu 2009 eða um heila 120 milljarða segir í áðurnefndri umfjöllun greiningardeildar Arion banka. Hér veldur mestu um að mikilvægustu tekjustofnar ríkisins styrkjast með auknum þrótti í hagkerfinu. Efnahagsbatinn, sem gekk í garð undir lok árs 2010, er því að skila nákvæmlega því sem til var ætlast á sviði ríkisfjármálanna. 40,7 milljarðar á milli ára Með því að leggja traustan grunn að tekjuöflun ríkisins eins og gert var með breytingum á skattkerfinu, einkum á árunum 2009-2010, skila aukin umsvif í hagkerfinu auknum tekjum í ríkissjóð án þess að skattar séu hækkaðir. Það jafnvel svo að hlutfall tekna ríkisins af landsframleiðslu hækkar frekar en hitt og er stundum talað um sjálfvirka margfaldara í þeim efnum. Þannig aukast tekjur um 40,7 milljarða króna milli áranna 2012 og 2013 að frátalinni eignaaukningunni í Landsbankanum eða um 3,7% að raungildi.Mikill árangur Ríkisreikningur ársins 2013 staðfestir enn frekar þann mikla árangur sem harðsnúin fjármálaglíma allt síðasta kjörtímabil skilaði. Í fyrstu lotu varð að forða ríkissjóði frá þroti og síðan rétta hann af og koma rekstrinum í jafnvægi sem nú hefur tekist. Upphafleg ríkisfjármálaáætlun frá vordögum 2009 og með þeirri endurskoðun sem hún sætti, aðallega haustið 2011, hefur í öllum meginatriðum gengið eftir. Næstu ár þarf að mynda afgang og hefja niðurgreiðslu skulda.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar