Afmæli elsta Íslendings landsins Linda Blöndal skrifar 23. maí 2014 18:58 „Það á að lifa lífinu og teysta guði,” segir Guðríður Guðbrandsdóttir sem í dag heldur upp á 108 ára afmælið. Guðríður er elst allra Íslendinga. Aðeins fjórir Íslendingar, allt konur, hafa náð svo háum aldri. Stöð tvö heimsótti hana í dag þar sem hún hélt með fjölskyldunni upp á afmælið á heimili tengdadóttur sinnar. Átta ára í fyrri heimstyrjöldinni Guðríður var ein af ellefu systkinum, fædd í Dalasýslunni og ólu hún og eiginmaður hennar upp þrjú börn. Fjölskyldan er stór. Barnabörnin eru 11, barnabarnabörnin 29 og barnabarnabarnabörnin 13 að tölu. Guðríður flutti þrítug til Reykjavíkur en bjó áður um tíma í Búðardal með eiginmanni sínum sem var skósmiður. Besta breytingin var að fá rafmagn, segir hún en Guðríður fæddist árið1906 á Heimastjórnartímanum þegar ýmsar framfarir urðu. Til dæmis sendi Hannes Hafstein ráðherra þá fyrsta símskeytið héðan til konungs. Þegar Guðríður var átta ára braust fyrri heimstyrjöldin út. Hún man eftir erfiðleikum og að vegna stríðsins áttu hún ekki neina skó þegar hún fermdist eða almennileg föt. Hún rifjar líka upp að þegar hún fékk kosningarétt gat hún samt ekki kosið. Þegar hún mætti í fyrsta sinn á kjörstað hafði gleymst að setja hana á kjörskrá og ekkert var úr því bætt. Best að drekka hvorki né reykja Það er best að vera jákvæður og ekki drekka áfengi og reykja eða gera nokkuð sem er vont fyrir mann, segir Guðríður þótt hún segist sposk eitt sinn hafa ákveðið að byrja að reykja en einhvern veginn bara hætt við. Spurð að því hvernig sé að ná svo háum aldri þá segist Guðríður helst syrgja vini og kunningja sem fallnir eru frá, einnig systkini sín tíu talsins sem eru dáin og ekki síst börnin sín þrjú sem eru líka öll látin. Hún segist stundum horfa á fréttir en ekki fylgjast mikið með þjóðmálunum. Guðríður vann alla tíð heima við og er minnug og heilsuhraust. Hún segist vera ánægð með aldurinn og njóta þess að eiga góða fjölskyldu. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
„Það á að lifa lífinu og teysta guði,” segir Guðríður Guðbrandsdóttir sem í dag heldur upp á 108 ára afmælið. Guðríður er elst allra Íslendinga. Aðeins fjórir Íslendingar, allt konur, hafa náð svo háum aldri. Stöð tvö heimsótti hana í dag þar sem hún hélt með fjölskyldunni upp á afmælið á heimili tengdadóttur sinnar. Átta ára í fyrri heimstyrjöldinni Guðríður var ein af ellefu systkinum, fædd í Dalasýslunni og ólu hún og eiginmaður hennar upp þrjú börn. Fjölskyldan er stór. Barnabörnin eru 11, barnabarnabörnin 29 og barnabarnabarnabörnin 13 að tölu. Guðríður flutti þrítug til Reykjavíkur en bjó áður um tíma í Búðardal með eiginmanni sínum sem var skósmiður. Besta breytingin var að fá rafmagn, segir hún en Guðríður fæddist árið1906 á Heimastjórnartímanum þegar ýmsar framfarir urðu. Til dæmis sendi Hannes Hafstein ráðherra þá fyrsta símskeytið héðan til konungs. Þegar Guðríður var átta ára braust fyrri heimstyrjöldin út. Hún man eftir erfiðleikum og að vegna stríðsins áttu hún ekki neina skó þegar hún fermdist eða almennileg föt. Hún rifjar líka upp að þegar hún fékk kosningarétt gat hún samt ekki kosið. Þegar hún mætti í fyrsta sinn á kjörstað hafði gleymst að setja hana á kjörskrá og ekkert var úr því bætt. Best að drekka hvorki né reykja Það er best að vera jákvæður og ekki drekka áfengi og reykja eða gera nokkuð sem er vont fyrir mann, segir Guðríður þótt hún segist sposk eitt sinn hafa ákveðið að byrja að reykja en einhvern veginn bara hætt við. Spurð að því hvernig sé að ná svo háum aldri þá segist Guðríður helst syrgja vini og kunningja sem fallnir eru frá, einnig systkini sín tíu talsins sem eru dáin og ekki síst börnin sín þrjú sem eru líka öll látin. Hún segist stundum horfa á fréttir en ekki fylgjast mikið með þjóðmálunum. Guðríður vann alla tíð heima við og er minnug og heilsuhraust. Hún segist vera ánægð með aldurinn og njóta þess að eiga góða fjölskyldu.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira