Afnám gjaldeyrishaftanna í fullum undirbúningi Hafsteinn Hauksson skrifar 15. júní 2011 19:00 Seðlabankastjóri segir næstu skref í afnámi gjaldeyrishaftanna í fullum undirbúningi. Hann segir að skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs í síðustu viku merki að hægt sé að fara mun hraðar í afnámið en ella. Gjaldeyrisútboð seðlabankans í síðustu viku er eitt af stóru skrefunum sem nefnd eru í nýjustu áætluninni um afnám gjaldeyrishafta. Útboðið fól í sér að eigendur aflandskróna keyptu evrur af seðlabankanum í nokkurs konar uppboði, en þannig gat bankinn losað um óþolinmótt fjármagn í landinu, og fengið mat á því hversu mikill þrýstingur er á krónuna. Már Gumundsson, seðlabankastjóri, varar þó við því að lesið sé of mikið í fyrsta úboðið. Hann segir næstu skref bankans þau að að bjóða krónurnar sem bankanum áskotnuðust í útboðinu til eigenda gjaldeyris, og ljúka þannig seinni legg útboðsins, en fljótlega að því loknu verði ráðist í annað sambærilegt útboð. „Þá fáum við enn betri upplýsingar," útskýrir Már. „Fyrsta útboðið gaf okkur vissar upplýsingar, en við þurfum að staðfesta þær í nýjum útboðum. Þá sjáum við hversu hratt er síðan hægt að fara í framhaldinu." Hann segist ekki geta gefið nákvæma tímasetningu á hvenær næsti leggur útboðsins fer fram, þ.e. þegar aflandskrónurnar verða boðnar út til eigenda gjaldeyris, en þeir koma til með að geta fest þær í ríkisskuldabréfum með bundnu eignarhaldi. Hann fullyrðir þó að það verði fyrir sumarfrí. Í síðustu viku var öðrum mikilvægum áfanga í afnámi haftanna náð, en þá sýndi ríkissjóður fram á getu sína til að fjármagna sig erlendis með stórri skuldabréfaútgáfu í dollurum. „Hún verður mjög gott innlegg inn í þetta. Það var alltaf lögð áhersla á það í áætluninni um afnám hafta að það væri forsenda þess að fara kröftuglega fram að ríkissjóður hefði sannað getu sína til að endurfjármagna sig á erlendum mörkuðum. Nú er það búið, og það merkir að við getum farið mun hraðar en ella," segir Már að lokum. Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Seðlabankastjóri segir næstu skref í afnámi gjaldeyrishaftanna í fullum undirbúningi. Hann segir að skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs í síðustu viku merki að hægt sé að fara mun hraðar í afnámið en ella. Gjaldeyrisútboð seðlabankans í síðustu viku er eitt af stóru skrefunum sem nefnd eru í nýjustu áætluninni um afnám gjaldeyrishafta. Útboðið fól í sér að eigendur aflandskróna keyptu evrur af seðlabankanum í nokkurs konar uppboði, en þannig gat bankinn losað um óþolinmótt fjármagn í landinu, og fengið mat á því hversu mikill þrýstingur er á krónuna. Már Gumundsson, seðlabankastjóri, varar þó við því að lesið sé of mikið í fyrsta úboðið. Hann segir næstu skref bankans þau að að bjóða krónurnar sem bankanum áskotnuðust í útboðinu til eigenda gjaldeyris, og ljúka þannig seinni legg útboðsins, en fljótlega að því loknu verði ráðist í annað sambærilegt útboð. „Þá fáum við enn betri upplýsingar," útskýrir Már. „Fyrsta útboðið gaf okkur vissar upplýsingar, en við þurfum að staðfesta þær í nýjum útboðum. Þá sjáum við hversu hratt er síðan hægt að fara í framhaldinu." Hann segist ekki geta gefið nákvæma tímasetningu á hvenær næsti leggur útboðsins fer fram, þ.e. þegar aflandskrónurnar verða boðnar út til eigenda gjaldeyris, en þeir koma til með að geta fest þær í ríkisskuldabréfum með bundnu eignarhaldi. Hann fullyrðir þó að það verði fyrir sumarfrí. Í síðustu viku var öðrum mikilvægum áfanga í afnámi haftanna náð, en þá sýndi ríkissjóður fram á getu sína til að fjármagna sig erlendis með stórri skuldabréfaútgáfu í dollurum. „Hún verður mjög gott innlegg inn í þetta. Það var alltaf lögð áhersla á það í áætluninni um afnám hafta að það væri forsenda þess að fara kröftuglega fram að ríkissjóður hefði sannað getu sína til að endurfjármagna sig á erlendum mörkuðum. Nú er það búið, og það merkir að við getum farið mun hraðar en ella," segir Már að lokum.
Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira