Afnema má gjaldeyrishöftin hraðar 16. desember 2011 06:00 Áætlun stjórnvalda kynnt Sérfræðingahópur Viðskiptaráðs telur áætlun Seðlabankans ekki nægilega markvissa. Aðstoðarseðlabankastjóri fagnar framtaki Viðskiptaráðs en telur skynsamlegt að halda sig við fyrirliggjandi áætlun.Fréttablaðið/vilhelm Viðskiptaráð Íslands kynnti í gær tillögur sérfræðingahóps úr viðskiptalífi og háskólunum um hvernig afnema megi gjaldeyrishöft á einu ári. Er það mat hópsins að það megi gera á svo skömmum tíma án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkaði og þannig að kostnaður verði ekki of mikill. Við sama tækifæri kynnti ráðið nýja skýrslu um gjaldeyrishöftin. „Við teljum að þessi áætlun sé raunhæf og framkvæmanleg. Hún er markvissari en áætlun Seðlabankans þar sem í henni er gengið ákveðnar til verks en nú við öflun upplýsinga um núverandi styrk gjaldmiðilsins og að losa um þrýsting vegna aflandskróna,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og bætir því við að eins árs tímarammann beri ekki að taka of bókstaflega. Yfirskrift áætlunarinnar endurspegli fyrst og fremst óþolinmæði með framgang áætlunar Seðlabankans og þá trú að fara megi fram með meiri ákveðni. Finnur segir að ekki hafi farið fram nægilega djúp umræða um áætlun Seðlabankans og því hafi Viðskiptaráð haft frumkvæði að þeirri vinnu sem kynnt var í gær. Þá gerir hann sér vonir um að fleiri aðilar muni láta sig málið varða á næstunni. Sérfræðingahópinn skipuðu átta sérfræðingar úr atvinnulífi og háskólunum, þar á meðal Gylfi Magnússon dósent, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Í greinargerð hópsins segir að nauðsynlegt sé að draga eftir föngum úr líkum á því að sambærilegt ójafnvægi og skapaðist í gjaldeyrismálum fyrir fall krónunnar 2008 myndist á ný. Áætlun hópsins tekur mið af því en henni er skipt í tvennt. Fyrra skrefið snýr að því að losa um svokallaða snjóhengju óþolinmóðs fjármagns með því að gefa eigendum króna kost á að bjóða í langtíma ríkisskuldabréf í erlendum gjaldmiðlum. Slík bréf væri svo hægt að selja á virkum eftirmarkaði og þannig breyta í aðrar tegundir erlendra eigna. Seinna skrefið væri svo afnám almennra gjaldeyrishafta þar sem hömlum sem nú eru í gildi yrði aflétt í þrepum á um það bil tólf mánaða tímabili. Þessu til viðbótar þyrfti að útfæra reglur sem hefðu það hlutverk að koma í veg fyrir að þau mál sem leiddu til gjaldeyriskreppunnar 2008 endurtækju sig. Ræðumenn voru sammála um að gjaldeyrishöftin yllu efnahagslífinu og landsmönnum öllum talsverðum skaða. Þau væru hamlandi fyrir framgang og vöxt atvinnulífsins og stæðu þar með hagvexti fyrir þrifum. Þá drægju þau úr skilvirkni og bjöguðu ákvörðunartöku. Þó voru flestir sammála um nauðsyn þess að setja á höft á sínum tíma. Þau hefðu komið í veg fyrir að krónan félli talsvert meira en hún gerði. Það hefði leitt af sér aukna verðbólgu, hærri vexti, lægri kaupátt og enn verri skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, var meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum. Hann fjallaði um áætlun Seðlabankans og sagði farsælast að styðjast áfram við hana. Hann fagnaði þó framtaki Viðskiptaráðs og hvatti fleiri til að viðra skoðanir sínar. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands kynnti í gær tillögur sérfræðingahóps úr viðskiptalífi og háskólunum um hvernig afnema megi gjaldeyrishöft á einu ári. Er það mat hópsins að það megi gera á svo skömmum tíma án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkaði og þannig að kostnaður verði ekki of mikill. Við sama tækifæri kynnti ráðið nýja skýrslu um gjaldeyrishöftin. „Við teljum að þessi áætlun sé raunhæf og framkvæmanleg. Hún er markvissari en áætlun Seðlabankans þar sem í henni er gengið ákveðnar til verks en nú við öflun upplýsinga um núverandi styrk gjaldmiðilsins og að losa um þrýsting vegna aflandskróna,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og bætir því við að eins árs tímarammann beri ekki að taka of bókstaflega. Yfirskrift áætlunarinnar endurspegli fyrst og fremst óþolinmæði með framgang áætlunar Seðlabankans og þá trú að fara megi fram með meiri ákveðni. Finnur segir að ekki hafi farið fram nægilega djúp umræða um áætlun Seðlabankans og því hafi Viðskiptaráð haft frumkvæði að þeirri vinnu sem kynnt var í gær. Þá gerir hann sér vonir um að fleiri aðilar muni láta sig málið varða á næstunni. Sérfræðingahópinn skipuðu átta sérfræðingar úr atvinnulífi og háskólunum, þar á meðal Gylfi Magnússon dósent, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Í greinargerð hópsins segir að nauðsynlegt sé að draga eftir föngum úr líkum á því að sambærilegt ójafnvægi og skapaðist í gjaldeyrismálum fyrir fall krónunnar 2008 myndist á ný. Áætlun hópsins tekur mið af því en henni er skipt í tvennt. Fyrra skrefið snýr að því að losa um svokallaða snjóhengju óþolinmóðs fjármagns með því að gefa eigendum króna kost á að bjóða í langtíma ríkisskuldabréf í erlendum gjaldmiðlum. Slík bréf væri svo hægt að selja á virkum eftirmarkaði og þannig breyta í aðrar tegundir erlendra eigna. Seinna skrefið væri svo afnám almennra gjaldeyrishafta þar sem hömlum sem nú eru í gildi yrði aflétt í þrepum á um það bil tólf mánaða tímabili. Þessu til viðbótar þyrfti að útfæra reglur sem hefðu það hlutverk að koma í veg fyrir að þau mál sem leiddu til gjaldeyriskreppunnar 2008 endurtækju sig. Ræðumenn voru sammála um að gjaldeyrishöftin yllu efnahagslífinu og landsmönnum öllum talsverðum skaða. Þau væru hamlandi fyrir framgang og vöxt atvinnulífsins og stæðu þar með hagvexti fyrir þrifum. Þá drægju þau úr skilvirkni og bjöguðu ákvörðunartöku. Þó voru flestir sammála um nauðsyn þess að setja á höft á sínum tíma. Þau hefðu komið í veg fyrir að krónan félli talsvert meira en hún gerði. Það hefði leitt af sér aukna verðbólgu, hærri vexti, lægri kaupátt og enn verri skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, var meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum. Hann fjallaði um áætlun Seðlabankans og sagði farsælast að styðjast áfram við hana. Hann fagnaði þó framtaki Viðskiptaráðs og hvatti fleiri til að viðra skoðanir sínar. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira