Afnemum virðisaukaskatt af bókum Egill Örn Jóhansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Á tyllidögum fögnum við því að vera bókmenntaþjóð. Við státum af fornri tungu og menningu. Tungumálið og sögurnar skilgreina okkur sem Íslendinga. Svo rennur upp hversdagur og við glímum við slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum, hratt dvínandi málkennd og þá staðreynd að þeim fækkar ört sem valda því að lesa sér til gagns.Hvítbókin Í sumarbyrjun sendi menntamálaráðuneytið frá sér svokallaða Hvítbók um umbætur í menntun á Íslandi sem er um margt metnaðarfullt plagg. Eitt af meginmarkmiðum í umræddri Hvítbók er að stækka til muna þann hóp sem nær lágmarksviðmiðum í lestri. Í þeim efnum þarf réttilega á verulegri viðspyrnu að halda. Ein einfaldasta og skilvirkasta leið sem hver þjóð getur farið í þeirri viðleitni að auka við læsi og lesskilning, er í gegnum skattkerfið. Þetta nýta velflestar þjóðir Evrópu sér. Þannig hafa þjóðir eins og Norðmenn, Færeyingar og Bretar afnumið virðisaukaskatt með öllu af bókum. Einungis tvær Evrópuþjóðir leggja virðisaukaskatt á bækur í efra þrepi og önnur þeirra, Búlgaría, mælist með mesta ólæsi í gervallri álfunni.Nú er tækifæri Nú þegar endurskoða skal virðisaukaskattskerfið er lag að fara að góðu fordæmi annarra Evrópuþjóða og afnema skattlagningu á bókaútgáfu hérlendis. Nú er tækifæri til að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem fremstar standa í stuðningi við bókaútgáfu – standa jafnfætis þjóðum sem vinna markvisst að bættu læsi og lesskilningi almennings. Bókmenntastefna í anda Hvítbókarinnar er aðkallandi – heildarstefna til framtíðar fyrir bókmenntirnar í landinu svo þær megi vaxa og dafna og skila sér áfram inn í mennta- og menningarlíf þjóðar. Í Hvítbókinni segir enda að lesskilningur sé forsenda þess að nemendur geti náð hæfni til að fóta sig í samfélaginu. Þar segir jafnframt að gæði menntunar varði okkur öll, hafi gildi fyrir samfélagið í heild og lýðræðislega og efnahagslega þróun. Blómleg bókaútgáfa er grundvallaratriði þegar kemur að verndun og þróun móðurmáls. Afnám virðisaukaskatts á bækur yrði til þess að skjóta styrkari stoðum undir greinina alla og ekki veitir af. Nær allar þjóðir líta á það sem nauðsynlegan stuðning við tungumál og menningu að stilla skattheimtu á bókaútgáfu mjög í hóf eða afnema hana alfarið. Það má ekki aðeins sjá um gjörvalla Evrópu heldur einnig í Asíu og Suður-Ameríku.Hömpum tungumálinu Eftir þúsund ára leiðangur um veraldarsöguna bendum við ekki á glæsihallir, kastalamúra og dómkirkjur hér á sögueyjunni. Við hömpum tungumáli og sögum. Við köstum á milli okkar tungumálinu eins og skessurnar með fjöreggið, en það er hættuspil og mál að finna fjöregginu örugga umgjörð. „Fyrst er að vilja, afgángurinn er tækni,“ segir Nóbelsskáldið í Kristnihaldi undir Jökli. Það má ljóst vera á Hvítbókinni að viljinn er fyrir hendi – vilji til að hlúa að tungumálinu og bókmenntunum. Afgangurinn er tækni og með því að afnema virðisaukaskatt af bókum er viljinn sýndur í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Á tyllidögum fögnum við því að vera bókmenntaþjóð. Við státum af fornri tungu og menningu. Tungumálið og sögurnar skilgreina okkur sem Íslendinga. Svo rennur upp hversdagur og við glímum við slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum, hratt dvínandi málkennd og þá staðreynd að þeim fækkar ört sem valda því að lesa sér til gagns.Hvítbókin Í sumarbyrjun sendi menntamálaráðuneytið frá sér svokallaða Hvítbók um umbætur í menntun á Íslandi sem er um margt metnaðarfullt plagg. Eitt af meginmarkmiðum í umræddri Hvítbók er að stækka til muna þann hóp sem nær lágmarksviðmiðum í lestri. Í þeim efnum þarf réttilega á verulegri viðspyrnu að halda. Ein einfaldasta og skilvirkasta leið sem hver þjóð getur farið í þeirri viðleitni að auka við læsi og lesskilning, er í gegnum skattkerfið. Þetta nýta velflestar þjóðir Evrópu sér. Þannig hafa þjóðir eins og Norðmenn, Færeyingar og Bretar afnumið virðisaukaskatt með öllu af bókum. Einungis tvær Evrópuþjóðir leggja virðisaukaskatt á bækur í efra þrepi og önnur þeirra, Búlgaría, mælist með mesta ólæsi í gervallri álfunni.Nú er tækifæri Nú þegar endurskoða skal virðisaukaskattskerfið er lag að fara að góðu fordæmi annarra Evrópuþjóða og afnema skattlagningu á bókaútgáfu hérlendis. Nú er tækifæri til að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem fremstar standa í stuðningi við bókaútgáfu – standa jafnfætis þjóðum sem vinna markvisst að bættu læsi og lesskilningi almennings. Bókmenntastefna í anda Hvítbókarinnar er aðkallandi – heildarstefna til framtíðar fyrir bókmenntirnar í landinu svo þær megi vaxa og dafna og skila sér áfram inn í mennta- og menningarlíf þjóðar. Í Hvítbókinni segir enda að lesskilningur sé forsenda þess að nemendur geti náð hæfni til að fóta sig í samfélaginu. Þar segir jafnframt að gæði menntunar varði okkur öll, hafi gildi fyrir samfélagið í heild og lýðræðislega og efnahagslega þróun. Blómleg bókaútgáfa er grundvallaratriði þegar kemur að verndun og þróun móðurmáls. Afnám virðisaukaskatts á bækur yrði til þess að skjóta styrkari stoðum undir greinina alla og ekki veitir af. Nær allar þjóðir líta á það sem nauðsynlegan stuðning við tungumál og menningu að stilla skattheimtu á bókaútgáfu mjög í hóf eða afnema hana alfarið. Það má ekki aðeins sjá um gjörvalla Evrópu heldur einnig í Asíu og Suður-Ameríku.Hömpum tungumálinu Eftir þúsund ára leiðangur um veraldarsöguna bendum við ekki á glæsihallir, kastalamúra og dómkirkjur hér á sögueyjunni. Við hömpum tungumáli og sögum. Við köstum á milli okkar tungumálinu eins og skessurnar með fjöreggið, en það er hættuspil og mál að finna fjöregginu örugga umgjörð. „Fyrst er að vilja, afgángurinn er tækni,“ segir Nóbelsskáldið í Kristnihaldi undir Jökli. Það má ljóst vera á Hvítbókinni að viljinn er fyrir hendi – vilji til að hlúa að tungumálinu og bókmenntunum. Afgangurinn er tækni og með því að afnema virðisaukaskatt af bókum er viljinn sýndur í verki.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun