Erlent

Áföllum fækkað um helming

Hjartastopp Dauðsföllum af völdum hjartaáfalla hefur fækkað umtalsvert á Englandi frá árinu 2002.
Hjartastopp Dauðsföllum af völdum hjartaáfalla hefur fækkað umtalsvert á Englandi frá árinu 2002.
Dauðsföllum af völdum hjartaáfalla hefur fækkað um ríflega helming í Englandi frá árinu 2002 ef marka má rannsóknir frá Oxford.

Frá árinu 2002 til ársins 2010 hefur hjartaáföllum fækkað innan allra aldurshópa og umtalsverð fækkun varð á dauðsföllum í kjölfar þeirra, um 50 prósent meðal karla og 53 prósent meðal kvenna.

Mesta muninn mátti sjá í aldurshópnum 65 til 74 ára, en minnst breyting varð hjá 30 til 54 ára og svo 85 ára og eldri. Líklega má kenna auknu offituvandamáli og sykursýkistilfellum um stöðu mála í yngri aldurshópnum.- trs



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×