Viðskipti innlent

AGC stefnir Thorsil og Reykjanesbæ á ný

Ingvar Haraldsson skrifar
AGC telur sig hafa fengið loforð á lóð við Helguvík sem Thorsil fékk úthlutað.
AGC telur sig hafa fengið loforð á lóð við Helguvík sem Thorsil fékk úthlutað. vísir/gva
AGC ehf. hefur stefnt Thorsil, Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn á ný vegna lóðar sem fyrirtækið telur sig hafa fengið loforð um að fá að leigja í Helguvík. Þar hugðist fyrirtækið reisa lífalkóhól og glýkólverksmiðju. Reykjanesbær hefur úthlutað lóðinni til kísilverksmiðju fyrir Thorsil.

Í stefnunni er vísað til tölvupósts sem Pétur Jóhannsson, þáverandi hafnarstjóri sendi í ágúst árið 2011 þar sem fram kemur að Reykjaneshöfn sé reiðubúin að láta Thorsil fá lóðina. Á þeim grunni hafi fyrirtækið hafið fyrirtækið hafið vinnu við umhverfismat. Í apríl 2014 gerði Reykjaneshöfn hins vegar samning við Thorsil um leigu á umræddri lóð.

Ráðgert er að verksmiðja Thorsil taki til starfa árið 2018 og hefur fyrirtækið tryggt sér orku frá HS Orku og Landsvirkjun. Greiðslu Thorsil á gatnagerðargjöldum hefur margsinnis verið frestað, nú síðast fram til mars á næsta ári.

Fyrri stefnu í málinu var vísað frá Héraðsdómi Reykjaness þar sem ekki var krafist að úthlutun Reykjaneshafnar til Thorsil yrði hnekkt. Hæstiréttur Íslands staðfesti frávísunina. Því hefur verið bætt við nýju stefnuna að sögn Jóns Jónssonar, lögmanns AGC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×